Konur og atvinnulíf: Ísland með fullt hús stiga Heimsljós kynnir 15. janúar 2020 13:00 Golli Ísland er í hópi átta ríkja sem fá hæstu einkunn, 100 stig, í nýrri skýrslu Alþjóðabankans um konur og atvinnulíf. Skýrslan sýnir að þrátt fyrir umbætur á síðustu árum hafa konur enn að jafnaði aðeins þrjá fjórðu hluta lagalegrar stöðu á við karla í heiminum þegar kemur að vinnumarkaði og viðskiptum. Í skýrslunni – Women, Business and the Law 2020 – eru tekin til skoðunar 190 hagkerfi. Rýnt er í lagaumhverfi og regluverk sem tengist vinnumarkaðsrétti kvenna. Niðurstaðan er sú að konum er enn mismunað á margvíslegan hátt og aðeins átta þjóðir fá fullt hús stiga. Í skýrslunni eru sérstaklega teknar til skoðunar umbætur á lagaumhverfi og regluverki á átta sviðum á síðustu rúmum tveimur árum í þágu kvenna, frá júní 2017 til september 2019. Í ljós kemur að í 40 löndum hafa tekið gildi á 62 umbætur sem koma til með „að styðja við bakið á konum – helmingi mannkyns – að nýta hæfileika sína og stuðla að hagvexti og þróun,“ eins og segir í frétt frá Alþjóðabankanum í tilefni skýrslunnar. Skýrslan sýnir engu að síður að staða kvenna er ákaflega misjöfn og meðal sumra þjóða hafa konur aðeins lítið brot af lagalegum rétti karla. Fram kemur í skýrslunni að flestar lagabætur hafa verið gerðar sem tengjast réttindum foreldra. Sextán þjóðir samþykktu að mati Alþjóðabankans jákvæðar breytingar á því sviði, meðal annars um fæðingarorlof og bann við uppsögnum barnshafandi kvenna. Þá hafa átta þjóðir í fyrsta sinn samþykkt lög um heimilisofbeldi, meðal sjö þjóða hafa ný lög verið sett gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum og tólf þjóðir hafa fært í lög umbætur í launamálum. David Malpass forseti Alþjóðabankans telur bæði rétt og jákvætt frá efnahagslegu sjónarmiði að bæta lagaleg réttindi kvenna. Með auknu frelsi og vinnu utan heimilis taki konur þátt á vinnumarkaði og styrki hagkerfi þjóða sinna. Auk Íslands fengu sjö aðrar þjóðir fullt hús í skýrslu Alþjóðabankans, Kanada, Belgía, Danmörk, Frakkland, Lettland, Lúxemborg og Svíþjóð. Forsíða skýrslunnar Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent
Ísland er í hópi átta ríkja sem fá hæstu einkunn, 100 stig, í nýrri skýrslu Alþjóðabankans um konur og atvinnulíf. Skýrslan sýnir að þrátt fyrir umbætur á síðustu árum hafa konur enn að jafnaði aðeins þrjá fjórðu hluta lagalegrar stöðu á við karla í heiminum þegar kemur að vinnumarkaði og viðskiptum. Í skýrslunni – Women, Business and the Law 2020 – eru tekin til skoðunar 190 hagkerfi. Rýnt er í lagaumhverfi og regluverk sem tengist vinnumarkaðsrétti kvenna. Niðurstaðan er sú að konum er enn mismunað á margvíslegan hátt og aðeins átta þjóðir fá fullt hús stiga. Í skýrslunni eru sérstaklega teknar til skoðunar umbætur á lagaumhverfi og regluverki á átta sviðum á síðustu rúmum tveimur árum í þágu kvenna, frá júní 2017 til september 2019. Í ljós kemur að í 40 löndum hafa tekið gildi á 62 umbætur sem koma til með „að styðja við bakið á konum – helmingi mannkyns – að nýta hæfileika sína og stuðla að hagvexti og þróun,“ eins og segir í frétt frá Alþjóðabankanum í tilefni skýrslunnar. Skýrslan sýnir engu að síður að staða kvenna er ákaflega misjöfn og meðal sumra þjóða hafa konur aðeins lítið brot af lagalegum rétti karla. Fram kemur í skýrslunni að flestar lagabætur hafa verið gerðar sem tengjast réttindum foreldra. Sextán þjóðir samþykktu að mati Alþjóðabankans jákvæðar breytingar á því sviði, meðal annars um fæðingarorlof og bann við uppsögnum barnshafandi kvenna. Þá hafa átta þjóðir í fyrsta sinn samþykkt lög um heimilisofbeldi, meðal sjö þjóða hafa ný lög verið sett gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum og tólf þjóðir hafa fært í lög umbætur í launamálum. David Malpass forseti Alþjóðabankans telur bæði rétt og jákvætt frá efnahagslegu sjónarmiði að bæta lagaleg réttindi kvenna. Með auknu frelsi og vinnu utan heimilis taki konur þátt á vinnumarkaði og styrki hagkerfi þjóða sinna. Auk Íslands fengu sjö aðrar þjóðir fullt hús í skýrslu Alþjóðabankans, Kanada, Belgía, Danmörk, Frakkland, Lettland, Lúxemborg og Svíþjóð. Forsíða skýrslunnar Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent