Lífið

Tónleikum Khalid frestað fram á næsta sumar

Atli Ísleifsson skrifar
Khalid á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í janúar síðastliðinn.
Khalid á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í janúar síðastliðinn. Getty

Tónleikar bandaríska tónlistarmannsins Khalid sem áttu að fara fram 25. ágúst í Laugardalshöll hafa verið færðir til 14. júlí 2021.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live, en ákvörðunina má rekja til útbreiðslu kórónuveirunnar.

Í tilkynningunni segir að allir miðahafar hafi verið látnir vita og ef nýja dagsetningin hentar ekki bjóðist þeim að hafa samband við Tix til að fá endurgreiðslu.

Khalid er í hópi vinsælustu tónlistarmanna heims þessi misserin og var nýlega titlaður einn áhrifamesti einstaklingur heims af Time 2019.

Hann sló fyrst í gegn með laginu Location árið 2016 og gaf út sína fyrstu plötu, American Teen, árið 2017 sem innihélt Location auk Young Dumb & Broke, sem einnig sló rækilega í gegn.

Hann hefur náð fjölda laga inn á vinsældarlista um allan heim og hlotið fimm Grammy tilnefningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.