Náði að komast í splitt fyrir myndbandið eftir árs hlé Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 15:43 Cardi B í myndbandinu við lagið WAP. Hún hafði átt teygjulaust ár áður en hún ákvað að skella sér í splitt fyrir myndbandið. Cardi B og Megan Thee Stallion sendu frá sér myndband við lagið WAP í síðustu viku og hefur það vakið mikla athygli. Þegar þetta er skrifað hefur myndbandið verið spilað yfir 75 milljón sinnum á Youtube á örfáum dögum. Myndbandið er djarft en gagnrýnin hefur snúið að einhverju allt öðru en þær áttu von á, eins og meðferð katta og Kylie Jenner. Cardi B sagði frá því í dag að það hafi ekki verið auðvelt að komast í splitt uppi á stól fyrir tökurnar. Æfði hún splittið sérstaklega fyrir þetta myndband og viðurkenndi að hafa ekki teygt í heilt ár þegar hún hóf æfingar fyrir þetta verkefni. Myndbandið fær góðar viðtökur aðdáenda en einhverjir eru þó ósáttir við að raunveruleikastjarnan og snyrtivörurisinn Kylie Jenner kæmur þar fram en Normani, Rosalía, Rubi Rose, Sukihana og Mulatto sjást þar líka. Sumir gengu svo langt að setja af stað undirskriftarsöfnun þar sem þess var krafist að Jenner yrði klippt út úr myndbandinu. Kylie Jenner kemur fram í myndbandinu WAP.Skjáskot/Youtube Cardi B svaraði fyrir þetta á Twitter og benti á að hún hafi sínar ástæður fyrir vali á öllum þessum konum. Kylie hafi reynst henni vel og móðir hennar, umboðsmaðurinn Kris Jenner, hafi alltaf verið til staðar fyrir hana sömuleiðis. Önnur gagnrýni á myndbandið kom frá stórkattaeigandanum Carole Baskin, sem öðlaðist frægð sem viðmælandi í heimildarþáttunum Tiger King á Netflix. Baskin sagði að rappararnir væru að blekkja fólk með því að klippa stórketti inn í myndbandið og sýndu stórkattaeign í töfraljóma. Auk þess væru þetta pottþétt kettir sem byggju við hræðilegar aðstæður og hefðu þurft að mæta í upptökur í upptökuveri, en ekki fengið að vera úti í náttúrunni eða í athvarfi eins og hennar, The Big Cat Rescue athvarfsins. Búist er við því að lagið nái toppnum á bandaríska listanum þegar hann verður birtur á föstudag. Hægt er að horfa á myndbandið við WAP í spilaranum hér fyrir neðan. Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Cardi B og Megan Thee Stallion sendu frá sér myndband við lagið WAP í síðustu viku og hefur það vakið mikla athygli. Þegar þetta er skrifað hefur myndbandið verið spilað yfir 75 milljón sinnum á Youtube á örfáum dögum. Myndbandið er djarft en gagnrýnin hefur snúið að einhverju allt öðru en þær áttu von á, eins og meðferð katta og Kylie Jenner. Cardi B sagði frá því í dag að það hafi ekki verið auðvelt að komast í splitt uppi á stól fyrir tökurnar. Æfði hún splittið sérstaklega fyrir þetta myndband og viðurkenndi að hafa ekki teygt í heilt ár þegar hún hóf æfingar fyrir þetta verkefni. Myndbandið fær góðar viðtökur aðdáenda en einhverjir eru þó ósáttir við að raunveruleikastjarnan og snyrtivörurisinn Kylie Jenner kæmur þar fram en Normani, Rosalía, Rubi Rose, Sukihana og Mulatto sjást þar líka. Sumir gengu svo langt að setja af stað undirskriftarsöfnun þar sem þess var krafist að Jenner yrði klippt út úr myndbandinu. Kylie Jenner kemur fram í myndbandinu WAP.Skjáskot/Youtube Cardi B svaraði fyrir þetta á Twitter og benti á að hún hafi sínar ástæður fyrir vali á öllum þessum konum. Kylie hafi reynst henni vel og móðir hennar, umboðsmaðurinn Kris Jenner, hafi alltaf verið til staðar fyrir hana sömuleiðis. Önnur gagnrýni á myndbandið kom frá stórkattaeigandanum Carole Baskin, sem öðlaðist frægð sem viðmælandi í heimildarþáttunum Tiger King á Netflix. Baskin sagði að rappararnir væru að blekkja fólk með því að klippa stórketti inn í myndbandið og sýndu stórkattaeign í töfraljóma. Auk þess væru þetta pottþétt kettir sem byggju við hræðilegar aðstæður og hefðu þurft að mæta í upptökur í upptökuveri, en ekki fengið að vera úti í náttúrunni eða í athvarfi eins og hennar, The Big Cat Rescue athvarfsins. Búist er við því að lagið nái toppnum á bandaríska listanum þegar hann verður birtur á föstudag. Hægt er að horfa á myndbandið við WAP í spilaranum hér fyrir neðan.
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira