Hyundai Motor Group kynnir nýtt miðstöðvarkerfi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. ágúst 2020 07:00 Stjórnborð miðstöðvarkerfisins. Hyundai Motor Group hefur hannað nýtt miðstöðvarkerfi fyrir fólksbíla sem stjórnar betur lofgæðunum í farþegarýminu. Í aðalatriðum eyðir kerfið raka sem myndast í miðstöðvarkerfi bíla og valdið getur sveppa- og bakteríumyndun í kerfinu og neikvæðri lykt sem myndast einkum þegar loftkælingin er notuð á heitum dögum. Til að koma í veg fyrir lyktina er tækni sem Hyundai kallar „After blow“ ræst eftir að slökkt hefur verið á bílnum. Kerfið þurrkar þá og hreinsar lagnir miðstöðvarkerfisins til að hamla bakteríumyndun sem þrífst best í raka í kerfinu. Þurrkunin ræsist sjálfkrafa 30 mínútum eftir að slökkt hefur verið á bílnum og gengur þá í 10 mínútur. Nýja miðstöðvarkerfið inniheldur einnig tækniviðbótina „Multi-Air Mode“ sem dreifir lofti jafnar og betur um farþegarýmið, m.a. um ný loftgöt í bílsætunum auk lofttúðanna í innréttingunni. Kerfið viðheldur sama loftmagni í farþegarýminu en dreifir því betur um rýmið til að mýkja loftið og gera það þægilegra fyrir farþega. Miðstöðvarkerfið. Að síðustu inniheldur nýja miðstöðvarkerfið tækni sem mælir stöðugt smáagnarykið (Fine Dust Indicator) í farþegarýminu til upplýsingar fyrir ökumann til að gera honum kleift að stjórna betur loftgæðunum. Séu lofgæðin góð sýnir kerfið blátt ljós í mælaborðinu sem breytist eftir því sem þau versna og þýðir rautt ljós mjög slæm loftgæði. Þessi mismunandi ljósaskilaboð geta einnig gefið til kynna hvenær tímabært sé að skipta um smáagnasíurnar í miðstöðvarkerfinu. Tæknin verður til að byrja með reynd í völdum bílgerðum framleiðenda samstæðunnar á Kóreumarkaði og verður í framhaldinu innleidd í alla nýja bíla á öllum helstu mörkuðum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent
Hyundai Motor Group hefur hannað nýtt miðstöðvarkerfi fyrir fólksbíla sem stjórnar betur lofgæðunum í farþegarýminu. Í aðalatriðum eyðir kerfið raka sem myndast í miðstöðvarkerfi bíla og valdið getur sveppa- og bakteríumyndun í kerfinu og neikvæðri lykt sem myndast einkum þegar loftkælingin er notuð á heitum dögum. Til að koma í veg fyrir lyktina er tækni sem Hyundai kallar „After blow“ ræst eftir að slökkt hefur verið á bílnum. Kerfið þurrkar þá og hreinsar lagnir miðstöðvarkerfisins til að hamla bakteríumyndun sem þrífst best í raka í kerfinu. Þurrkunin ræsist sjálfkrafa 30 mínútum eftir að slökkt hefur verið á bílnum og gengur þá í 10 mínútur. Nýja miðstöðvarkerfið inniheldur einnig tækniviðbótina „Multi-Air Mode“ sem dreifir lofti jafnar og betur um farþegarýmið, m.a. um ný loftgöt í bílsætunum auk lofttúðanna í innréttingunni. Kerfið viðheldur sama loftmagni í farþegarýminu en dreifir því betur um rýmið til að mýkja loftið og gera það þægilegra fyrir farþega. Miðstöðvarkerfið. Að síðustu inniheldur nýja miðstöðvarkerfið tækni sem mælir stöðugt smáagnarykið (Fine Dust Indicator) í farþegarýminu til upplýsingar fyrir ökumann til að gera honum kleift að stjórna betur loftgæðunum. Séu lofgæðin góð sýnir kerfið blátt ljós í mælaborðinu sem breytist eftir því sem þau versna og þýðir rautt ljós mjög slæm loftgæði. Þessi mismunandi ljósaskilaboð geta einnig gefið til kynna hvenær tímabært sé að skipta um smáagnasíurnar í miðstöðvarkerfinu. Tæknin verður til að byrja með reynd í völdum bílgerðum framleiðenda samstæðunnar á Kóreumarkaði og verður í framhaldinu innleidd í alla nýja bíla á öllum helstu mörkuðum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent