Tæplega helmingur karla segist hafa „feikað“ fullnægingu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. ágúst 2020 21:40 Getty Alþjóðlegi dagur fullnægingarinnar var síðasta föstudag, þann 31. júlí. Af því tilefni tóku Makamál viðtal við Siggu Dögg kynfræðing þar sem hún talaði meðal annars um það hvað pressan að fá fullnægingu í kynlífi getur skemmt nautnina fyrir fólki. Einnig sagði hún að fólk geti fallið í þá gryfju að gera sér upp fullnægingu til þess eins að láta bólfélaganum líða vel með sig. „Konur eiga kannski erfiðara með að fá fullnægingu þegar þær byrja að stunda kynlíf með nýjum bólfélaga og þá geta þær dottið í þá gryfju að gera sér hana upp. Þetta getur orðið algjör vítahringur ef sambandið heldur svo áfram. Hvenær eiga þær að hætta? Í svona aðstöðu er mjög mikilvægt að leyfa sér að taka sér tíma í kynlífið og þora að gefa leiðbeiningar. En þetta gerist líka hjá karlmönnum, af sömu ástæðu.“ - Sigga Dögg Yfirleitt er talað um þá staðreynd að konur geri sér upp fullnægingu en sjaldnast er minnst á karlmenn í því samhengi. Út frá þessum hugleiðingum spurðum við lesendur Vísis hvort þeir hafi gert sér upp fullnægingu og tóku alls 3800 manns þátt í könnuninni. Könnunin var að þessu sinni kynjaskipt. Athygli vakti að ekki er eins afgerandi munur á svörum karla og kvenna eins og mætti ætla en tæplega helmingur karla segist hafa gert sér upp fullnægingu á móti 71% kvenna. Við heyrðum aftur í Siggu Dögg, bárum undir hana niðurstöðurnar og spurðum hana hvort þær hafi komið henni á óvart. „Nei, þetta kemur alls ekkert á óvart. Þessi tala er miklu hærri í öðrum rannsóknum. Strákar gera þetta líka en það er yfirleitt bara talað um það þegar konur gera sér upp fullnægingu. Ég hugsa að það séu margar konur sem hafi ekki hugmynd um að karlmenn geri þetta líka.“ Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður úr könnuninni hér: Konur (1700 manns) Já - 71% Nei - 29% Karlar (2000 manns) Já - 42%Nei - 58% Makamál mættu í Brennsluna á FM957 síðasta föstudag og ræddu niðurstöðurnar. Einnig var kynnt til leiks ný Spurning vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan. *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Rúmfræði Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Sönn íslensk makamál: Tekin! Makamál Skiptir það þig máli hvernig maki þinn klæðir sig? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Alþjóðlegi dagur fullnægingarinnar var síðasta föstudag, þann 31. júlí. Af því tilefni tóku Makamál viðtal við Siggu Dögg kynfræðing þar sem hún talaði meðal annars um það hvað pressan að fá fullnægingu í kynlífi getur skemmt nautnina fyrir fólki. Einnig sagði hún að fólk geti fallið í þá gryfju að gera sér upp fullnægingu til þess eins að láta bólfélaganum líða vel með sig. „Konur eiga kannski erfiðara með að fá fullnægingu þegar þær byrja að stunda kynlíf með nýjum bólfélaga og þá geta þær dottið í þá gryfju að gera sér hana upp. Þetta getur orðið algjör vítahringur ef sambandið heldur svo áfram. Hvenær eiga þær að hætta? Í svona aðstöðu er mjög mikilvægt að leyfa sér að taka sér tíma í kynlífið og þora að gefa leiðbeiningar. En þetta gerist líka hjá karlmönnum, af sömu ástæðu.“ - Sigga Dögg Yfirleitt er talað um þá staðreynd að konur geri sér upp fullnægingu en sjaldnast er minnst á karlmenn í því samhengi. Út frá þessum hugleiðingum spurðum við lesendur Vísis hvort þeir hafi gert sér upp fullnægingu og tóku alls 3800 manns þátt í könnuninni. Könnunin var að þessu sinni kynjaskipt. Athygli vakti að ekki er eins afgerandi munur á svörum karla og kvenna eins og mætti ætla en tæplega helmingur karla segist hafa gert sér upp fullnægingu á móti 71% kvenna. Við heyrðum aftur í Siggu Dögg, bárum undir hana niðurstöðurnar og spurðum hana hvort þær hafi komið henni á óvart. „Nei, þetta kemur alls ekkert á óvart. Þessi tala er miklu hærri í öðrum rannsóknum. Strákar gera þetta líka en það er yfirleitt bara talað um það þegar konur gera sér upp fullnægingu. Ég hugsa að það séu margar konur sem hafi ekki hugmynd um að karlmenn geri þetta líka.“ Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður úr könnuninni hér: Konur (1700 manns) Já - 71% Nei - 29% Karlar (2000 manns) Já - 42%Nei - 58% Makamál mættu í Brennsluna á FM957 síðasta föstudag og ræddu niðurstöðurnar. Einnig var kynnt til leiks ný Spurning vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan. *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Rúmfræði Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Sönn íslensk makamál: Tekin! Makamál Skiptir það þig máli hvernig maki þinn klæðir sig? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira