Íslenski boltinn

Fram sló út Fylki eftir vítaspyrnukeppni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Íshólm varði eina spyrnu í kvöld.
Ólafur Íshólm varði eina spyrnu í kvöld. vísir/hag

Fram er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa slegið út Fylki í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1-1.

Þórður Gunnar Hafþórsson kom Fylki yfir á 44. mínútu en heimamenn fengu gullið tækifæri til að jafna á 65. mínútu er þeir fengu vítaspyrnu.

Þórir Guðjónsson misnotaði hins vegar vítaspyrnuna. Arnór Borg Guðjohnsen, framherji Fylkis, fékk að líta rauða spjaldið á 72. mínútu og í uppbótartíma jafnaði Fred metin fyrir Fram.

Ekkert mark var skorað það sem eftir lifði leiks og ekki heldur í framlengingunni. Því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni.

Magnús Þórðarson klúðraði þriðju spyrnu Fram og Daði Ólafsson fjórðu spyrnu Fylkis. Ásgeir Eyþórsson klúðraði fimmtu spyrnu Fylkis og Fred skoraði svo sigurmark Fram.

Fram er því komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins ásamt ÍBV, FH, HK, Fram, Breiðablik, KR, Stjörnunni og annað hvort Val eða ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×