Nýr leikur gerist á Íslandi: Fékk hugmyndina að framhaldi Senua á ferðalagi um landið Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2020 11:18 Tameem Antoniades, einn stofnanda Ninja Theory, fékk hugmyndina að leiknum á ferðalagi um Ísland. Leikurinn Senua's Saga: Hellblade 2 mun gerast á Íslandi. Þetta var tilkynnt á kynningu Microsoft á fimmtudaginn en fyrirtækið Ninja Theory framleiðir leikinn. Í myndbandi sem sýnt var á kynningunni fór Tameem Antoniades, einn stofnanda Ninja Theory, yfir það hvernig hann hafi fengið hugmyndina að framhaldsleiknum á ferð um Ísland og það hvernig framleiðsluferlið hefur verið. Hann segir teymi sitt hafa skapað níundu aldar útgáfu af Íslandi sem Senua, söguhetja leiksins, eigi að ferðast um. Þeirra útgáfa sé eins „raunveruleg“ og hægt hafi verið að hafa hana. Starfsmenn Ninja Theory og aðrir sem koma að leiknum ferðuðust til Íslands vegna vinnslunnar og tóku myndir, tóku upp hljóð og margt fleira vegna framleiðslunnar. Senua er stríðskona frá Orkneyjum og í fyrri leiknum yfirgaf hún eyjarnar eftir að víkingar brenndu þorp hennar og myrtu nánast alla sem þar bjuggu. Markmið hennar var að bjarga sál kærasta síns en leikurinn átti einnig að endurspegla baráttu fólks við geðræn vandamál. Hér að neðan má sjá umrætt myndband sem sýnt var á fimmtudaginn. Leikjavísir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Leikurinn Senua's Saga: Hellblade 2 mun gerast á Íslandi. Þetta var tilkynnt á kynningu Microsoft á fimmtudaginn en fyrirtækið Ninja Theory framleiðir leikinn. Í myndbandi sem sýnt var á kynningunni fór Tameem Antoniades, einn stofnanda Ninja Theory, yfir það hvernig hann hafi fengið hugmyndina að framhaldsleiknum á ferð um Ísland og það hvernig framleiðsluferlið hefur verið. Hann segir teymi sitt hafa skapað níundu aldar útgáfu af Íslandi sem Senua, söguhetja leiksins, eigi að ferðast um. Þeirra útgáfa sé eins „raunveruleg“ og hægt hafi verið að hafa hana. Starfsmenn Ninja Theory og aðrir sem koma að leiknum ferðuðust til Íslands vegna vinnslunnar og tóku myndir, tóku upp hljóð og margt fleira vegna framleiðslunnar. Senua er stríðskona frá Orkneyjum og í fyrri leiknum yfirgaf hún eyjarnar eftir að víkingar brenndu þorp hennar og myrtu nánast alla sem þar bjuggu. Markmið hennar var að bjarga sál kærasta síns en leikurinn átti einnig að endurspegla baráttu fólks við geðræn vandamál. Hér að neðan má sjá umrætt myndband sem sýnt var á fimmtudaginn.
Leikjavísir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira