Skoda smíðar einstakan topplausan bíl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. júlí 2020 07:00 Skoda Slavia. Skoda hefur framleitt eitt eintak af Skoda Slavia. Slavia er topplaus, hannaður og smíðaður af nemendum, hann byggir á innblæstri frá Skoda frá 1957. Slavia er sjöundi bíllinn sem er smíðaður í tengslum við verkefni nemenda hjá Skoda. Slavia var raunar þverfaglegt verkefni nemenda við Skóda skólann í Mladá Boleslav í Tékklandi. Þar læra nemendur sem hafa áhuga á að vinna að hinum ýmsu verkefnum fyrir Skoda í framtíðinni. Árlega fá nemendur tækifæri til að hanna draumabílinn í sameiningu. Í fyrra var hannaður pallbíll sem dæmi. Í ár samanstóð teymið af 31 nemenda sem valdi Skoda Scala sem grunn til að gera hann að sportlegum topplausum bíl. Skoda Slavia getur lýst upp undirlag sitt í tékknesku fánalitunum (rauðum, bláum og hvítum) ásamt hinum einkennandi Skoda græna lit. Bíllin dregur nafn sitt af reiðhjólum sem stofnendur Skoda framleiddu. Yfirbyggingin er innblásinn af Skoda 1100 OHC sport frá 1957. Sá var tveggja sæta topplaus og einungis 550 kg. og hannaður fyrir þolakstursrallý. Nemendurnir tóku Scala bílinn og styrktu undirvagninn, fjarlægðu þakið og suðu afturhurðirnar fastar. Þannig varð til tveggja dyra, tveggja sæta topplaus bíll. Þá notast bíllinn við 20 tommu felgur undan Kodiaq vRS og hemlunarkerfi úr Octavia vRS. Led ljós í sílsum geta skinið í fánalitum Tékklands. Innra rýmið gefur til kynna að bíllinn skuli nýttur til brautaraksturs. Þar eru fjögurra punkta belti og körfustólar. „Nemendunum hefur tekist að veita bílnum einstakan karakter ásamt því að ná tökum á þeim áskorunum sem felast í því að taka bíl sem venjulega er með þaki og gera að topplausum bíl,“ sagði Zdeněk Stanke, leiðbeinandi liðsins hjá Skoda skólanum. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent
Skoda hefur framleitt eitt eintak af Skoda Slavia. Slavia er topplaus, hannaður og smíðaður af nemendum, hann byggir á innblæstri frá Skoda frá 1957. Slavia er sjöundi bíllinn sem er smíðaður í tengslum við verkefni nemenda hjá Skoda. Slavia var raunar þverfaglegt verkefni nemenda við Skóda skólann í Mladá Boleslav í Tékklandi. Þar læra nemendur sem hafa áhuga á að vinna að hinum ýmsu verkefnum fyrir Skoda í framtíðinni. Árlega fá nemendur tækifæri til að hanna draumabílinn í sameiningu. Í fyrra var hannaður pallbíll sem dæmi. Í ár samanstóð teymið af 31 nemenda sem valdi Skoda Scala sem grunn til að gera hann að sportlegum topplausum bíl. Skoda Slavia getur lýst upp undirlag sitt í tékknesku fánalitunum (rauðum, bláum og hvítum) ásamt hinum einkennandi Skoda græna lit. Bíllin dregur nafn sitt af reiðhjólum sem stofnendur Skoda framleiddu. Yfirbyggingin er innblásinn af Skoda 1100 OHC sport frá 1957. Sá var tveggja sæta topplaus og einungis 550 kg. og hannaður fyrir þolakstursrallý. Nemendurnir tóku Scala bílinn og styrktu undirvagninn, fjarlægðu þakið og suðu afturhurðirnar fastar. Þannig varð til tveggja dyra, tveggja sæta topplaus bíll. Þá notast bíllinn við 20 tommu felgur undan Kodiaq vRS og hemlunarkerfi úr Octavia vRS. Led ljós í sílsum geta skinið í fánalitum Tékklands. Innra rýmið gefur til kynna að bíllinn skuli nýttur til brautaraksturs. Þar eru fjögurra punkta belti og körfustólar. „Nemendunum hefur tekist að veita bílnum einstakan karakter ásamt því að ná tökum á þeim áskorunum sem felast í því að taka bíl sem venjulega er með þaki og gera að topplausum bíl,“ sagði Zdeněk Stanke, leiðbeinandi liðsins hjá Skoda skólanum.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent