Blikar með fimm stigum minna en á sama tíma í fyrra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2020 17:00 Eftir góða byrjun á tímabilinu hefur fjarað undan Blikum. vísir/bára Breiðablik er með fimm stigum minna en liðið var með eftir sjö umferðir í Pepsi Max-deild karla á síðasta tímabili. Blikar lutu í lægra haldi fyrir Valsmönnum í gær, 1-2, og eru án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Breiðablik er með ellefu stig eftir sjö leiki í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Eftir sjö umferðir í fyrra voru Blikar með sextán stig á toppi deildarinnar, jafn mörg og Skagamenn en hagstæðari markatölu. Blikar enduðu í 2. sæti deildarinnar í fyrra með 38 stig og voru fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR-inga. Eftir tímabilið var Ágúst Gylfason látinn taka pokann sinn og við tók Óskar Hrafn Þorvaldsson sem hafði komið Gróttu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Breiðablik byrjaði þetta tímabil af miklum krafti og vann fyrstu þrjá deildarleiki sína með markatölunni 7-1. En Blikar hafa ekki unnið deildarleik síðan þeir sigruðu Fjölni, 3-1, 29. júní. Breiðablik gerði jafntefli við KA og FH og hefur síðan tapað tveimur leikjum í röð fyrir KR og Val. Blikar eru nú fjórum stigum á eftir toppliði KR-inga sem á auk þess leik til góða. Eftir leikinn í gær sagði Óskar Hrafn að úrslitin hefðu verið ósanngjörn. „Bara þjófnaður, hreinn og beinn þjófnaður hjá Val. Við áttum allan seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum var kannski ekkert sérstaklega góð hjá okkur,“ sagði Óskar Hrafn við Vísi. Kollegi hans hjá Val, Heimir Guðjónsson, var ekki á sama máli. „Mér fannst þetta ekki vera rán en auðvitað áttu þeir sína möguleika. Ég man samt ekki eftir því að Hannes [Þór Halldórsson] hafi þurft að taka á honum stóra sínum. En eins og ég sagði áðan þá eru þeir frábærir út á vellinum, láta boltann ganga hratt á milli manna en mér fannst þeir ekki skapa mikið af opnum færum á móti okkur,“ sagði Heimir. Næsti leikur Breiðabliks er gegn nágrönnunum í HK í Kórnum á fimmtudagskvöldið. HK-ingar hafa farið illa af stað og eru með fimm stig í 10. sæti deildarinnar. HK hefur tapað öllum þremur heimaleikjum sínum og fengið á sig flest mörk allra í Pepsi Max-deildinni, eða nítján talsins. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 „Ætlast til að Blikarnir stígi upp og sýni að þeir séu meistarakandídatar“ Máni Pétursson hefur tröllatrú á verkefni Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Kópavogi. 19. júlí 2020 17:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Breiðablik er með fimm stigum minna en liðið var með eftir sjö umferðir í Pepsi Max-deild karla á síðasta tímabili. Blikar lutu í lægra haldi fyrir Valsmönnum í gær, 1-2, og eru án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Breiðablik er með ellefu stig eftir sjö leiki í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Eftir sjö umferðir í fyrra voru Blikar með sextán stig á toppi deildarinnar, jafn mörg og Skagamenn en hagstæðari markatölu. Blikar enduðu í 2. sæti deildarinnar í fyrra með 38 stig og voru fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR-inga. Eftir tímabilið var Ágúst Gylfason látinn taka pokann sinn og við tók Óskar Hrafn Þorvaldsson sem hafði komið Gróttu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Breiðablik byrjaði þetta tímabil af miklum krafti og vann fyrstu þrjá deildarleiki sína með markatölunni 7-1. En Blikar hafa ekki unnið deildarleik síðan þeir sigruðu Fjölni, 3-1, 29. júní. Breiðablik gerði jafntefli við KA og FH og hefur síðan tapað tveimur leikjum í röð fyrir KR og Val. Blikar eru nú fjórum stigum á eftir toppliði KR-inga sem á auk þess leik til góða. Eftir leikinn í gær sagði Óskar Hrafn að úrslitin hefðu verið ósanngjörn. „Bara þjófnaður, hreinn og beinn þjófnaður hjá Val. Við áttum allan seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum var kannski ekkert sérstaklega góð hjá okkur,“ sagði Óskar Hrafn við Vísi. Kollegi hans hjá Val, Heimir Guðjónsson, var ekki á sama máli. „Mér fannst þetta ekki vera rán en auðvitað áttu þeir sína möguleika. Ég man samt ekki eftir því að Hannes [Þór Halldórsson] hafi þurft að taka á honum stóra sínum. En eins og ég sagði áðan þá eru þeir frábærir út á vellinum, láta boltann ganga hratt á milli manna en mér fannst þeir ekki skapa mikið af opnum færum á móti okkur,“ sagði Heimir. Næsti leikur Breiðabliks er gegn nágrönnunum í HK í Kórnum á fimmtudagskvöldið. HK-ingar hafa farið illa af stað og eru með fimm stig í 10. sæti deildarinnar. HK hefur tapað öllum þremur heimaleikjum sínum og fengið á sig flest mörk allra í Pepsi Max-deildinni, eða nítján talsins.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 „Ætlast til að Blikarnir stígi upp og sýni að þeir séu meistarakandídatar“ Máni Pétursson hefur tröllatrú á verkefni Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Kópavogi. 19. júlí 2020 17:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30
Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40
Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15
„Ætlast til að Blikarnir stígi upp og sýni að þeir séu meistarakandídatar“ Máni Pétursson hefur tröllatrú á verkefni Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Kópavogi. 19. júlí 2020 17:30