Bæta við fleiri listamönnum á sumarhátíðina Stefán Árni Pálsson skrifar 17. júlí 2020 13:30 Secret Solstice hefur bætt við listamönnum á sumarhátíðina sína en frítt er inn. Tónleikarnir fara allir fram í garðinum fyrir aftan skemmtistaðinn Dillon. Þriðja helgin í sumartónleikaröð Secret Solstice - Reykjavík Live - er framundan en meðal þeirra sem hafa komið fram eru Högni Egils, Elín Ey, Bjartmar Guðlaugsson og Þórunn Antonía. Nú er búið að tilkynna um stóran hóp listamanna sem koma fram næstu helgar og má þar nefna Vök, Auður, Cell7, SUNCITY, Krassasig og Soma. Vök hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarið, bæði hér heima og erlendis. Hljómsveitin og meðlimir fengu þrenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum nú í ár. Plata hljómsveitarinnar In The Dark var valin poppplata ársins ásamt því sem söngkona sveitarinnar Margrét Rán Magnúsdóttir var bæði valin söngkona ársins sem og lagahöfundur ársins. Hljómsveitin mun koma fram sunnudaginn 9. ágúst ásamt hljómsveitunum We Made God, Afro/Cuban Kvartett Einars Scheving og Exes, en Exes er ný hljómsveit sem er skipuð þeim Jóni Má úr Une Misere, Valla úr Mammút og Árna úr Rythmatik. Það er ekki bara hljómsveitin Vök sem bætist við dagskrána, heldur bætist við heill dagur að auki, en umboðsskrifstofan Iceland Sync tekur yfir garðinn föstudaginn 21. ágúst með heldur betur glæsilega dagskrá en Krassasig, SUNCITY, Cell7 og Auður munu stíga á stokk það kvöld. Menningarnæturdagskrá hátíðarinnar verður því þrír dagar. Meðal annarra sem munu koma fram á sumartónleikaröð Secret Solstice eru Vintage Caravan, Krummi, Une Misere, Jói Pé og Króli, Sprite Zero Klan, Rúnar Þór, Magnús Sigmundsson, Björn Thoroddsen, Sváfnir Sig, Ateria, Rythmatik og Blóðmörásamt fleirum. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um hátíðina og dagskrána hér. Secret Solstice Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Secret Solstice hefur bætt við listamönnum á sumarhátíðina sína en frítt er inn. Tónleikarnir fara allir fram í garðinum fyrir aftan skemmtistaðinn Dillon. Þriðja helgin í sumartónleikaröð Secret Solstice - Reykjavík Live - er framundan en meðal þeirra sem hafa komið fram eru Högni Egils, Elín Ey, Bjartmar Guðlaugsson og Þórunn Antonía. Nú er búið að tilkynna um stóran hóp listamanna sem koma fram næstu helgar og má þar nefna Vök, Auður, Cell7, SUNCITY, Krassasig og Soma. Vök hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarið, bæði hér heima og erlendis. Hljómsveitin og meðlimir fengu þrenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum nú í ár. Plata hljómsveitarinnar In The Dark var valin poppplata ársins ásamt því sem söngkona sveitarinnar Margrét Rán Magnúsdóttir var bæði valin söngkona ársins sem og lagahöfundur ársins. Hljómsveitin mun koma fram sunnudaginn 9. ágúst ásamt hljómsveitunum We Made God, Afro/Cuban Kvartett Einars Scheving og Exes, en Exes er ný hljómsveit sem er skipuð þeim Jóni Má úr Une Misere, Valla úr Mammút og Árna úr Rythmatik. Það er ekki bara hljómsveitin Vök sem bætist við dagskrána, heldur bætist við heill dagur að auki, en umboðsskrifstofan Iceland Sync tekur yfir garðinn föstudaginn 21. ágúst með heldur betur glæsilega dagskrá en Krassasig, SUNCITY, Cell7 og Auður munu stíga á stokk það kvöld. Menningarnæturdagskrá hátíðarinnar verður því þrír dagar. Meðal annarra sem munu koma fram á sumartónleikaröð Secret Solstice eru Vintage Caravan, Krummi, Une Misere, Jói Pé og Króli, Sprite Zero Klan, Rúnar Þór, Magnús Sigmundsson, Björn Thoroddsen, Sváfnir Sig, Ateria, Rythmatik og Blóðmörásamt fleirum. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um hátíðina og dagskrána hér.
Secret Solstice Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira