Líklegt að hungruðum fjölgi um hundrað milljónir á árinu Heimsljós 14. júlí 2020 15:00 Hungraðir eru flestir í Asíuríkjum en fjölgar hins vegar mest í Afríku. gunisal Talið er að 83 til 132 milljónir manna bætist í hóp hungraðra á árinu vegna beinna og óbeinna afleiðinga kórónaveirunnar. Á síðasta ári drógu 690 milljónir jarðarbúa fram lífið við hungurmörk en þeim fjölgar óumflýjanlega á þessu ári og þar með fjarlægist annað heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu hungurs fyrir árið 2030. Frá þessu greinir í nýrri alþjóðlegri árlegri skýrslu um stöðu fæðuöryggis og næringar í heiminum – The State of Food Security and Nutrition in the World. Hungraðir eru flestir í Asíuríkjum en fjölgar hins vegar mest í Afríku. „Í árslok 2020 er líklegt að COVID-19 heimsfaraldurinn hafi leitt til þess að yfir 100 milljónir manna hafi bæst í hóp hungraðra. Hátt verð og auraleysi hefur líka í för með sér að milljarðar manna á þess ekki kost að neyta heilsusamlegrar næringarríkrar fæðu,“ segir í skýrslunni. Skilgreining á sárafátækt miðast við að daglaun séu ekki hærri en 265 krónur íslenskar, eða 1,90 bandarískir dalir. Í skýrslunni eru færðar sönnur fyrir því að heilsusamleg fæða kosti meira en nemur fyrrnefndum viðmiðunarmörkum. Þar segir að þrír milljaðrar manna, eða fleiri, hafi ekki ráð á heilsusamlegu fæði. „Í Afríku sunnan Sahara og í sunnanverðri Asíu gildir þetta um 57% íbúanna – en enginn heimshluti er undanskilinn, hvorki Norður-Ameríka eða Evrópa.“ Skýrslan er gefin út af fimm alþjóðastofnunum, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Alþjóðasjóði um þróun landbúnaðar (IFAD), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins. Þróunarsamvinna Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent
Talið er að 83 til 132 milljónir manna bætist í hóp hungraðra á árinu vegna beinna og óbeinna afleiðinga kórónaveirunnar. Á síðasta ári drógu 690 milljónir jarðarbúa fram lífið við hungurmörk en þeim fjölgar óumflýjanlega á þessu ári og þar með fjarlægist annað heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu hungurs fyrir árið 2030. Frá þessu greinir í nýrri alþjóðlegri árlegri skýrslu um stöðu fæðuöryggis og næringar í heiminum – The State of Food Security and Nutrition in the World. Hungraðir eru flestir í Asíuríkjum en fjölgar hins vegar mest í Afríku. „Í árslok 2020 er líklegt að COVID-19 heimsfaraldurinn hafi leitt til þess að yfir 100 milljónir manna hafi bæst í hóp hungraðra. Hátt verð og auraleysi hefur líka í för með sér að milljarðar manna á þess ekki kost að neyta heilsusamlegrar næringarríkrar fæðu,“ segir í skýrslunni. Skilgreining á sárafátækt miðast við að daglaun séu ekki hærri en 265 krónur íslenskar, eða 1,90 bandarískir dalir. Í skýrslunni eru færðar sönnur fyrir því að heilsusamleg fæða kosti meira en nemur fyrrnefndum viðmiðunarmörkum. Þar segir að þrír milljaðrar manna, eða fleiri, hafi ekki ráð á heilsusamlegu fæði. „Í Afríku sunnan Sahara og í sunnanverðri Asíu gildir þetta um 57% íbúanna – en enginn heimshluti er undanskilinn, hvorki Norður-Ameríka eða Evrópa.“ Skýrslan er gefin út af fimm alþjóðastofnunum, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Alþjóðasjóði um þróun landbúnaðar (IFAD), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent