Rauði krossinn hlýtur styrk til þriggja mannúðar- og þróunarsamvinnuverkefna Heimsljós 13. júlí 2020 13:06 Fulltrúar Rauða krossins og ráðuneytisins eftir undirritun samningsins, Atli Viðar Thorstensen og Ágústa Gísladóttir. stjórnarráðið Fulltrúar utanríkisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi hafa skrifað undir samninga vegna þriggja verkefna, tveggja langtíma þróunarsamvinnuverkefna í Afríkuríkjum og verkefnis sem snýr að mannúðaraðstoð til stríðshrjáðra í Sýrlandi. Verkefnin eru hluti af samstarfi ráðuneytisins við íslensk félagasamtök en auglýst var í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og mannúðaraðstoðar félagasamtaka. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna var til 31. mars en hins vegar var sú breyting gerð að enginn umsóknarfrestur er skilgreindur fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar. Það er því opið fyrir umsóknir allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Nánar má lesa um samstarfið á vef stjórnarráðsins. Þróunarsamvinnuverkefni í Malaví og víðar í Afríku Utanríkisráðuneytið hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi styrki til tveggja þróunarsamvinnuverkefna, annars vegar í Malaví og hins vegar til verkefnis sem nær til fjögurra landsfélaga Rauða krossins í Afríku. Bæði verkefnin eru til fjögurra ára. Fyrra verkefnið kemur til framkvæmdar í Malaví. Um er að ræða áframhaldandi stuðning við verkefni sem miðar að því að auka viðnámsþrótt nærsamfélaga þar í landi. Verkefnið einblínir á það að stuðla að uppbyggingu og valdeflingu, vatn og hreinlæti, félagsleg valdefling kvenna, barna og ungmenna, neyðarvarnir og að lokum uppbygging öflugra landsfélaga Rauða krossins í Malaví. Verkefnið bætir aðgengi berskjaldaðs fólks dreifbýlum svæðum að heilbrigðisþjónustu sem m.a. felur í sér aukna mæðra- og ungbarnavernd og bólusetningar fyrir börn undir fimm ára aldri. Þá er aðgengi að öruggu drykkjarvatni stóraukið, fræðsla um mikilvægi hreinlætis efld og við skóla verður komið upp salernum með aðstöðu fyrir stúlkur á blæðingum til að sinna sínum þörfum. Þá hljóta ungmenni í samfélögunum ýmsa fræðslu og þjálfun í lífsleikni og til þess þau geti stuðlað að jákvæðum breytingum í samfélögum sínum. Einnig verður lögð áhersla á neyðarvarnir á verkefnasvæðunum en þau verða fyrir tíðum hamförum af völdum loftlagsbreytinga. Seinna verkefnið nefnist „ Brúun hins stafræna bils“ og kemur til framkvæmda í fjórum löndum: Gana, Malaví, Síerra Leóne og Suður-Súdan. Fjölmörg landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans víða um heim glíma við miklar hindranir á sviði upplýsinga og samskiptatækni. Áreiðanleg upplýsinga- og samskiptatækni skiptir sköpum þegar kemur að hjálparstarfi og nú sem aldrei fyrr erum við minnt á mikilvægi tækninnar þegar hjálparsamtök um heim allan þurfa að reiða sig á tækni til þess að miðla upplýsingum um COVID-19 til berskjaldaðra samfélaga og samræma aðgerðir innan samtaka og við aðrar hjálparstofnanir með fjarfundarbúnaði og á samskiptaforritum. Markmið verkefnisins er að gera landsfélögum Rauða krossins í Gana, Malaví, Síerra Leóne og Suður-Súdan kleift að stórefla þróunar- og mannúðaraðstoð sína með því að búa yfir og nýta viðeigandi, virka og nútímalega upplýsinga- og samskiptatækni. Íslensk fyrirtæki koma að verkefninu með því að lána sérfræðinga sína í upplýsinga- og samskiptatækni til vinnu í verkefninu að kostnaðarlausu. Mannúðaraðstoð til stríðshrjáðra í Sýrlandi Rauði krossinn á Íslandi hlaut á dögunum 27 milljóna króna styrk til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi. Átökin í Sýrlandi hafa varað í rúm níu ár. Eyðilegging í landinu er gríðarleg og hafa átökin haft í för með sér einn mesta mannúðarvanda síðari tíma þar sem hundruð þúsunda almennra borgara hafa týnt lífi eða særst. Einnig hafa milljónir einstaklinga þurft að þola endurtekinn og langvarandi flótta innan eigin lands. Með styrknum mun Rauði krossinn á Íslandi styðja við starf Alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans (ICRC) í Sýrlandi og miðar stuðningurinn að því að vinna gegn stigvaxandi mannúðarvanda íbúa landsins. Leitast er við að tryggja almennum borgurum þá vernd og virðingu sem kveðið er á um í alþjóðlegum mannúðarlögum, veita öruggan aðgang að grunnþjónustu og gera fólki kleift að endurheimta lífsviðurværi sitt. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins. Þróunarsamvinna Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent
Fulltrúar utanríkisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi hafa skrifað undir samninga vegna þriggja verkefna, tveggja langtíma þróunarsamvinnuverkefna í Afríkuríkjum og verkefnis sem snýr að mannúðaraðstoð til stríðshrjáðra í Sýrlandi. Verkefnin eru hluti af samstarfi ráðuneytisins við íslensk félagasamtök en auglýst var í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og mannúðaraðstoðar félagasamtaka. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna var til 31. mars en hins vegar var sú breyting gerð að enginn umsóknarfrestur er skilgreindur fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar. Það er því opið fyrir umsóknir allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Nánar má lesa um samstarfið á vef stjórnarráðsins. Þróunarsamvinnuverkefni í Malaví og víðar í Afríku Utanríkisráðuneytið hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi styrki til tveggja þróunarsamvinnuverkefna, annars vegar í Malaví og hins vegar til verkefnis sem nær til fjögurra landsfélaga Rauða krossins í Afríku. Bæði verkefnin eru til fjögurra ára. Fyrra verkefnið kemur til framkvæmdar í Malaví. Um er að ræða áframhaldandi stuðning við verkefni sem miðar að því að auka viðnámsþrótt nærsamfélaga þar í landi. Verkefnið einblínir á það að stuðla að uppbyggingu og valdeflingu, vatn og hreinlæti, félagsleg valdefling kvenna, barna og ungmenna, neyðarvarnir og að lokum uppbygging öflugra landsfélaga Rauða krossins í Malaví. Verkefnið bætir aðgengi berskjaldaðs fólks dreifbýlum svæðum að heilbrigðisþjónustu sem m.a. felur í sér aukna mæðra- og ungbarnavernd og bólusetningar fyrir börn undir fimm ára aldri. Þá er aðgengi að öruggu drykkjarvatni stóraukið, fræðsla um mikilvægi hreinlætis efld og við skóla verður komið upp salernum með aðstöðu fyrir stúlkur á blæðingum til að sinna sínum þörfum. Þá hljóta ungmenni í samfélögunum ýmsa fræðslu og þjálfun í lífsleikni og til þess þau geti stuðlað að jákvæðum breytingum í samfélögum sínum. Einnig verður lögð áhersla á neyðarvarnir á verkefnasvæðunum en þau verða fyrir tíðum hamförum af völdum loftlagsbreytinga. Seinna verkefnið nefnist „ Brúun hins stafræna bils“ og kemur til framkvæmda í fjórum löndum: Gana, Malaví, Síerra Leóne og Suður-Súdan. Fjölmörg landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans víða um heim glíma við miklar hindranir á sviði upplýsinga og samskiptatækni. Áreiðanleg upplýsinga- og samskiptatækni skiptir sköpum þegar kemur að hjálparstarfi og nú sem aldrei fyrr erum við minnt á mikilvægi tækninnar þegar hjálparsamtök um heim allan þurfa að reiða sig á tækni til þess að miðla upplýsingum um COVID-19 til berskjaldaðra samfélaga og samræma aðgerðir innan samtaka og við aðrar hjálparstofnanir með fjarfundarbúnaði og á samskiptaforritum. Markmið verkefnisins er að gera landsfélögum Rauða krossins í Gana, Malaví, Síerra Leóne og Suður-Súdan kleift að stórefla þróunar- og mannúðaraðstoð sína með því að búa yfir og nýta viðeigandi, virka og nútímalega upplýsinga- og samskiptatækni. Íslensk fyrirtæki koma að verkefninu með því að lána sérfræðinga sína í upplýsinga- og samskiptatækni til vinnu í verkefninu að kostnaðarlausu. Mannúðaraðstoð til stríðshrjáðra í Sýrlandi Rauði krossinn á Íslandi hlaut á dögunum 27 milljóna króna styrk til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi. Átökin í Sýrlandi hafa varað í rúm níu ár. Eyðilegging í landinu er gríðarleg og hafa átökin haft í för með sér einn mesta mannúðarvanda síðari tíma þar sem hundruð þúsunda almennra borgara hafa týnt lífi eða særst. Einnig hafa milljónir einstaklinga þurft að þola endurtekinn og langvarandi flótta innan eigin lands. Með styrknum mun Rauði krossinn á Íslandi styðja við starf Alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans (ICRC) í Sýrlandi og miðar stuðningurinn að því að vinna gegn stigvaxandi mannúðarvanda íbúa landsins. Leitast er við að tryggja almennum borgurum þá vernd og virðingu sem kveðið er á um í alþjóðlegum mannúðarlögum, veita öruggan aðgang að grunnþjónustu og gera fólki kleift að endurheimta lífsviðurværi sitt. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins.
Þróunarsamvinna Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent