Lífið

„Við getum verið viss um það að það er ekki kynlífsfíkn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brynjar fór á kostum í viðtalinu.
Brynjar fór á kostum í viðtalinu.

Alþingismaðurinn Brynjar Níelsson var út úr kortinu gestur vikunnar í Brennslunni á FM957 í síðustu viku.

Þar svaraði hann nokkrum skemmtilegum spurningum og úr varð mjög skemmtilegt spjall en Brynjar er þekktur fyrir mikinn húmor.

Þingmaðurinn er mikið fyrir það að fara í bað, að hans matir er lagið Ég er ekki alki eftir Bjartmar Gunnlaugsson það besta í Íslandssögunni og að hans mati er Haraldur Benediktsson fyndnasti alþingismaðurinn.

Brynjar fékk einnig spurninguna hver væri hans helst fíkn og þá svaraði Brynjar: „Við getum verið viss um það að það er ekki kynlífsfíkn en það er nikótínið.“

Þetta skemmtilega viðtal má heyra hér að neðan.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×