Lífið samstarf

Græja grillveislur fyrir hverskonar viðburði og hópa

Matarkompaní

„Nú er akkúrat rétti tíminn fyrir eitthvað gott á grillið og kjörið að gera sér glaðan dag. Við mætum með grillveisluna á staðinn,“ segir Guðmundur Óli Sigurjónsson, matreiðslumaður og eigandi Matarkompanísins en kokkarnir á Matarkompaníinu græja grillpakka fyrir veislur og viðburði af öllum stærðum og gerðum, fermingar, árshátíðir, stórafmæli, óvissuferðir og vinnustaðafögnuði.

„Við bjóðum upp á fjölbreytta pakka og mætum sjálfir á staðinn með grill og allar græjur og sjáum um allt varðandi matinn, fólkið þarf bara að mæta með góða skapið,“ segir Guðmundur

Úrval af fjölbreyttum grillpökkum er að finna á vefsíðu Matarkompanísins. Vinsælasti pakkinn að sögn Guðmundar er Lampalærispakkinn en hann inniheldur Sous vide eldað lambalæri sem klárað er á grillinu, grillaða kartöflu, bernaise sósu frá Matarkompaní og ferskt salat með mangó og fetaosti.

„Svo er líka hægt að blanda saman mismunandi pökkum og koma með séróskir, við reynum alltaf að koma til móts við þær. Það er best ef okkur er gefinn vikufyrirvari á pöntun, þá getum við undirbúið kjötið eins og best verður á kosið og allt meðlætið,“ segir Guðmundur.

Matar Kompaní sérhæfir sig í veisluþjónustu og hádegismat fyrir fyrirtæki. Pantaðu grillpakka hér eða með því að hringja í síma 6266400. Allar nánari upplýsingar um þjónustuna eru á matarkompani.is og á  facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.