Lífið

Sindri les upp andstyggileg ummæli um sig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sindri fékk að heyra það í Brennslunni.
Sindri fékk að heyra það í Brennslunni.

Fjölmiðlamaðurinn Sindri Sindrason mætti í Brennsluna á dögunum og tók þátt í reglulegum dagskrálið þar sem hann les upp viðbjóðslegar athugasemdir um sig.

Undanfarnar vikur hafa gestir mætt í Brennsluna og gert slíkt hið sama og er í raun magnað hvað fólki dettur í hug að rita á opinberum vettvangi.

Sindri las upp eftirfarandi færslur:

„Mér er skapi næsta að kveikja í hárinu á mér þegar ég sé aumingja, kúgaða, hvíta, ófatlaða, Epal-hommann með alla sjónvarpsþættina.“

„Er það virkilega þannig að ef maður ætlar að taka sumarfrí á áskrift hjá ykkur með því að leiðarljósi að halda áfram í haust að maður þurfi að segja upp fyrir 11. janúar? maður er þá þvingaður til að horfa á homma ryðjast inn á heimili fólks og taka það upp.“

„Ég vildi óska að Sindri fengi sjónina aftur þá hyrfi þessi fordómablinda. Hann er maður í valdastöðu sem spyrill á sjónvarpsmiðli.“

„Til hamingju með að hafa ekki upplifað það Sindri. Nennir þú núna að hætta bögga fólk sem hefur upplifað það sem telja nánast alla sem eru í yfirþyngd og líkamlega fatlaðir.“

„Mjög hlutdrægur og sérstaklega dónalegur þegar hann fer að ryðjast inn í skápa hjá fólki í þessum þáttum sínum.“

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×