„Útivistartíminn var liðinn og hann hefði ekki mátt vera boltasækir í kvöld“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júlí 2020 10:00 Ólafur Kristjánsson var í settinu í gær. vísir/s2s Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með innkomu hins unga Loga Hrafns Róbertssonar í leik liðsins gegn Breiðabliki í gærkvöldi en Logi spilaði síðari hálfleikinn í fjörugu 3-3 jafntefli. Logi Hrafn verður ekki sextán ára fyrr en síðar í mánuðinum en hann er fæddur í júlí 2004. Hann lék þó mikið með FH-liðinu á undirbúningstímabilinu þar sem þjálfarinn hreifst af honum en Ólafur var gestur Pepsi Max-tilþrifanna eftir leikinn. „Í sjálfu sér ekki. Hann er búinn að spila mikið í vetur og standa sig feikilega vel. Hann er poll rólegur og leysti þetta verkefni mjög vel,“ sagði Ólafur. FH missti einnig miðvörð út af í síðasta leik gegn Víkingum en þá valdi Ólafur að setja Loga ekki inn á. „Við vorum með leik um daginn í Víkinni þar sem við þurftum að setja miðvörð inn á. Þar fannst mér leikurinn vera þess eðlis að við vorum í brekku og mér fannst ekki rétt að setja hann inn í svo langan tíma. Þegar maður setur ungan strák inn á, þá þarf maður að velja verkefnin vel.“ Logi spilaði ekki bara leik í gær því einnig æfði hann með U17-ára landsliði Íslands. Hann átti upphaflega ekki að vera í hópnum en vegna höfuðmeiðsla Guðmanns Þórissonar og Péturs Viðarssonar endaði hann á því að vera í hópnum. „Það draup ekki af honum. Hann var á 40 mínútna æfingu í dag hjá KSÍ og hann átti ekki upphaflega að vera í leikmannahópnum. Pétur átti að vera en síðan þegar við vorum með Guðmann, sem er með höfuðmeiðsli, og er að detta út úr því. Hann spilaði hálfleik og Pétur er of stutt á veg kominn. Það er fúlt að detta út vegna höfuðmeiðsla í langan tíma.“ Aðspurður hvort að Logi kæmi til greina sem miðvörður liðsins í næstu leikjum svarað Ólafur rólegur. „Logi er ungur og efnilegur og þarf sinn tíma eins og aðrir. Við þurfum ekkert að hæpa hann upp. Hann er poll rólegur og leysir þessi verkefni sem hann fær mjög vel. Hann var inni á miðjunni hjá okkur í vetur. Hann getur komið í miðvörðinn. Hann getur verið framtíðarmaður en útivistartíminn er liðinn og hann hefði ekki mátt vera boltastrákur í kvöld,“ sagði Ólafur léttur en samkvæmt tilmælum KSÍ þurfa boltasækjarar að vera sextán ára og eldri. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Ólafur um Loga Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna og atvikin umdeildu úr leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deildinni Það var mikið fjör og dramatík er fjórir leikir fóru fram í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar en nítján mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins. 9. júlí 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með innkomu hins unga Loga Hrafns Róbertssonar í leik liðsins gegn Breiðabliki í gærkvöldi en Logi spilaði síðari hálfleikinn í fjörugu 3-3 jafntefli. Logi Hrafn verður ekki sextán ára fyrr en síðar í mánuðinum en hann er fæddur í júlí 2004. Hann lék þó mikið með FH-liðinu á undirbúningstímabilinu þar sem þjálfarinn hreifst af honum en Ólafur var gestur Pepsi Max-tilþrifanna eftir leikinn. „Í sjálfu sér ekki. Hann er búinn að spila mikið í vetur og standa sig feikilega vel. Hann er poll rólegur og leysti þetta verkefni mjög vel,“ sagði Ólafur. FH missti einnig miðvörð út af í síðasta leik gegn Víkingum en þá valdi Ólafur að setja Loga ekki inn á. „Við vorum með leik um daginn í Víkinni þar sem við þurftum að setja miðvörð inn á. Þar fannst mér leikurinn vera þess eðlis að við vorum í brekku og mér fannst ekki rétt að setja hann inn í svo langan tíma. Þegar maður setur ungan strák inn á, þá þarf maður að velja verkefnin vel.“ Logi spilaði ekki bara leik í gær því einnig æfði hann með U17-ára landsliði Íslands. Hann átti upphaflega ekki að vera í hópnum en vegna höfuðmeiðsla Guðmanns Þórissonar og Péturs Viðarssonar endaði hann á því að vera í hópnum. „Það draup ekki af honum. Hann var á 40 mínútna æfingu í dag hjá KSÍ og hann átti ekki upphaflega að vera í leikmannahópnum. Pétur átti að vera en síðan þegar við vorum með Guðmann, sem er með höfuðmeiðsli, og er að detta út úr því. Hann spilaði hálfleik og Pétur er of stutt á veg kominn. Það er fúlt að detta út vegna höfuðmeiðsla í langan tíma.“ Aðspurður hvort að Logi kæmi til greina sem miðvörður liðsins í næstu leikjum svarað Ólafur rólegur. „Logi er ungur og efnilegur og þarf sinn tíma eins og aðrir. Við þurfum ekkert að hæpa hann upp. Hann er poll rólegur og leysir þessi verkefni sem hann fær mjög vel. Hann var inni á miðjunni hjá okkur í vetur. Hann getur komið í miðvörðinn. Hann getur verið framtíðarmaður en útivistartíminn er liðinn og hann hefði ekki mátt vera boltastrákur í kvöld,“ sagði Ólafur léttur en samkvæmt tilmælum KSÍ þurfa boltasækjarar að vera sextán ára og eldri. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Ólafur um Loga
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna og atvikin umdeildu úr leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deildinni Það var mikið fjör og dramatík er fjórir leikir fóru fram í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar en nítján mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins. 9. júlí 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Sjáðu markasúpuna og atvikin umdeildu úr leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deildinni Það var mikið fjör og dramatík er fjórir leikir fóru fram í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar en nítján mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins. 9. júlí 2020 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30