Auddi fagnaði fertugsafmælinu með pompi og prakt Andri Eysteinsson skrifar 5. júlí 2020 16:42 Auðunn fagnaði fertugu á toppi Hörpunnar. IG/AudunnBlondal Leikarinn, skemmtikrafturinn og útvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt með sínum nánustu í fjölmennu teiti sem haldið var í Hörpunni í gærkvöldi. Aðstæður til veisluhalda voru til fyrirmyndar enda veður með besta móti. Auðunn sem stýrir útvarpsþættinum FM95Blö á FM957 og leikur í væntanlegum þáttum Stöðvar 2, Júrógarðinum, fékk til sín einvalalið íslenskra tónlistarmanna til þess að halda uppi stuðinu í Hörpunni. Auðunn eignaðist nýlega sitt fyrsta barn með kærustu sinni, fyrirsætunni Rakeli Þormarsdóttur. Auðunn hafði orð á því í Instagram-story að skipulagning afmælisveislunnar hafi reynt meira á samband sitt heldur en frumburðurinn, enda var öllu tjaldað til og veislan hin glæsilegasta. View this post on Instagram A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Jul 4, 2020 at 1:25pm PDT Grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon, sem starfaði með Audda eins og frægt er í Strákunum og 70 Mínútum söng afmælissönginn fyrir Auðunn áður en hin eina sanna Ragnhildur Gísladóttir steig á svið ásamt Halldóri Gunnari Pálssyni. Halldór hélt áfram að spila undir þegar æskufélagi Auðuns frá Sauðárkróki, Sverrir Bergmann, steig á svið. Þá heiðruðu hafnfirsku tónlistarbræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir gesti með nærveru sinni. Þegar leikar virðast hafa tekið að æsast í afmælisveislunni steig Auðunn sjálfur á svið ásamt hinum hluta eins þekktasta tvíeykis Íslands, Sveppa. View this post on Instagram A post shared by EgillGillz (DJ Muscleboy) (@egillgillz) on Jul 4, 2020 at 3:15pm PDT Þá léku Herra Hnetusmjör og Aron Can fyrir dansi og þeim til halds og trausts var plötusnúðurinn Egill Spegill. Flestir hefðu eflaust talið að hér væri upptalningu lokið á þeim tónlistarmönnum sem spiluðu í afmælisveislunni en svo er alls ekki því Ingó Veðurguð og Páll Óskar voru einnig í þeim hópi. Mikill fjöldi gesta var samankominn í Hörpunni og deildu þeir myndum frá herlegheitunum með myllumerkinu #Auddi40. Hér að neðan má sjá nokkrar af þeim myndum sem deilt var. View this post on Instagram A post shared by Pálína María Gunnlaugsdóttir (@palina23) on Jul 4, 2020 at 3:28pm PDT View this post on Instagram A post shared by Ingólfur Þórarinsson (@ingo_vedurgud) on Jul 3, 2020 at 11:44am PDT View this post on Instagram A post shared by Unnur Agnes (@unnuragnes) on Jul 4, 2020 at 2:20pm PDT View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) on Jul 4, 2020 at 4:26pm PDT View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Margrét Gísladóttir (@johannagisla) on Jul 5, 2020 at 5:07am PDT View this post on Instagram A post shared by Mikael Nikulásson (@kingmikebrown) on Jul 4, 2020 at 3:58pm PDT Tímamót FM95BLÖ Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Leikarinn, skemmtikrafturinn og útvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt með sínum nánustu í fjölmennu teiti sem haldið var í Hörpunni í gærkvöldi. Aðstæður til veisluhalda voru til fyrirmyndar enda veður með besta móti. Auðunn sem stýrir útvarpsþættinum FM95Blö á FM957 og leikur í væntanlegum þáttum Stöðvar 2, Júrógarðinum, fékk til sín einvalalið íslenskra tónlistarmanna til þess að halda uppi stuðinu í Hörpunni. Auðunn eignaðist nýlega sitt fyrsta barn með kærustu sinni, fyrirsætunni Rakeli Þormarsdóttur. Auðunn hafði orð á því í Instagram-story að skipulagning afmælisveislunnar hafi reynt meira á samband sitt heldur en frumburðurinn, enda var öllu tjaldað til og veislan hin glæsilegasta. View this post on Instagram A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Jul 4, 2020 at 1:25pm PDT Grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon, sem starfaði með Audda eins og frægt er í Strákunum og 70 Mínútum söng afmælissönginn fyrir Auðunn áður en hin eina sanna Ragnhildur Gísladóttir steig á svið ásamt Halldóri Gunnari Pálssyni. Halldór hélt áfram að spila undir þegar æskufélagi Auðuns frá Sauðárkróki, Sverrir Bergmann, steig á svið. Þá heiðruðu hafnfirsku tónlistarbræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir gesti með nærveru sinni. Þegar leikar virðast hafa tekið að æsast í afmælisveislunni steig Auðunn sjálfur á svið ásamt hinum hluta eins þekktasta tvíeykis Íslands, Sveppa. View this post on Instagram A post shared by EgillGillz (DJ Muscleboy) (@egillgillz) on Jul 4, 2020 at 3:15pm PDT Þá léku Herra Hnetusmjör og Aron Can fyrir dansi og þeim til halds og trausts var plötusnúðurinn Egill Spegill. Flestir hefðu eflaust talið að hér væri upptalningu lokið á þeim tónlistarmönnum sem spiluðu í afmælisveislunni en svo er alls ekki því Ingó Veðurguð og Páll Óskar voru einnig í þeim hópi. Mikill fjöldi gesta var samankominn í Hörpunni og deildu þeir myndum frá herlegheitunum með myllumerkinu #Auddi40. Hér að neðan má sjá nokkrar af þeim myndum sem deilt var. View this post on Instagram A post shared by Pálína María Gunnlaugsdóttir (@palina23) on Jul 4, 2020 at 3:28pm PDT View this post on Instagram A post shared by Ingólfur Þórarinsson (@ingo_vedurgud) on Jul 3, 2020 at 11:44am PDT View this post on Instagram A post shared by Unnur Agnes (@unnuragnes) on Jul 4, 2020 at 2:20pm PDT View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) on Jul 4, 2020 at 4:26pm PDT View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Margrét Gísladóttir (@johannagisla) on Jul 5, 2020 at 5:07am PDT View this post on Instagram A post shared by Mikael Nikulásson (@kingmikebrown) on Jul 4, 2020 at 3:58pm PDT
Tímamót FM95BLÖ Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira