Lífið

„Musteri hins Bláa ópals“ í Árbæjarsafni

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Musterið er hluti af sýningunni sem opnuð var í Árbæjarsafni í dag.
Musterið er hluti af sýningunni sem opnuð var í Árbæjarsafni í dag. Vísir/Sigurjón

Konfektkassar, súkkulaðistykki og páskaegg, að ógleymdu musteri hins Bláa ópals, eru meðal þess sem berja má augum á óvenjulegri sýningu sem opnuð var í Árbæjarsafni í dag. Það gæti reynst erfitt fyrir nammigrísi sem heimsækja sýninguna að hemja sig en munirnir sem þar eru til sýnis eru flestir bæði litríkir og stútfullir af sykri.

„Tilefnið er 100 ára afmæli Nóa Síríus, það eru sem sagt orðin 100 ár síðan Brjóstsykursgerðin Nói var stofnuð,“ segir Helga Beck, markaðsþróunarstjóri hjá Nóa.

Hluti sýningarinnar er sérstaklega tileinkaður Bláum ópal, vörunni sem er líklega ein sú alræmdasta í sögu fyrirtækisins að sögn Helgu, en framleiðslu sælgætisins var hætt árið 2005. „Þar ætlum við líka að gefa fólki tækifæri á að skrifa undir og óska eftir að stjórnvöld leyfi okkur að framleiða einn skammt í viðbót af þessari góðu vöru,“ segir Helga.

„Það er klóróform í snefilmagni í þessari vöru sem ekki er leyft lengur en við ætlum að fá leyfi til þess að uppfylla kröfur almennings og fá að framleiða einn skammt í viðbót.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.