Fyrsta einkasýningin af þessari stærðargráðu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júlí 2020 15:30 Sigurður Atli Aðsend mynd Í gær opnaði Sigurður Atli Sigurðsson myndlistarsýninguna, Stigveldi, í Ásmundarsal. Þetta er fyrsta einkasýning Sigurðar Atla í Reykjavík sem er af þessari stærðargráðu en hún er framhald af þeim verkum sem hann hefur verið að þróa aðferðir við að vinna með kartonskurð sem aðferð við listsköpun og silkyþrykk á striga. Sigurður Atli Sigurðsson stundaði nám við Listaháskóla Íslands og framhaldsnám við École Supérieure d'Art et de Design Marseille-Méditerranée á árunum 2008 til 2013. Undanfarið hefur hann meðal annars haldið einkasýningar í PRÁM Studio í Prag og Skaftfelli á Seyðisfirði og tekið þátt í sýningum á Listasafni Íslands, Gallerí i8, Palais de Tokyo í París og International Print Center New York. Sigurður Atli rekur Prent & vini ásamt Leifi Ými Eyjólfssyni og hefur kennt við Listaháskóla Íslands frá 2016. Texti um sýninguna eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttir: „Sandkorn á botni sundlauga þyrpast saman undan straumi vatna, undan aðkomu straumvalda. Sandkorn í hvítunni augasteinn verður perla horfir inn um glugga með slökkt ljós. Horfir út um glugga í átt að myrkvuðum skógi, eða eru þetta þúfur og kjarr? Kassalaga reglulega byggjum við upp grunna, grunnum þá og setjum fram formfestu, skapalón sem fyllt er út með mönnum. Hver á fætur öðrum mynda þeir mismunandi einingar líkt og hliðar á teningi. Teningi sem kastað er aftur og aftur en ólíkt hendingum leitast hann við að mynda strúktúr þáverandi núverandi samþykktra gilda. „Fyrsta sannfæringin er kassalaga hola sem erfitt er að komast uppúr nema byggja stiga," sagði tvistafjarkasexan, „stiga úr rjóma í fötu og reyndu nú mús," sagði hún og hló. Staðfestingarskekkjan greiðir leið, kindastígurinn liggur beint við, liggur upp að hurð. Hurð sem talar timburlituð með hreyfingu vinda, gegnumtrekkir klukkuna frá einum punkti til annars, frá einni einingu til annarrar. En vísinum er miðstýrt af sandkorni augans. Við setjumst, augun beina fram, rétt eins og vísirinn bendir. Vandlega skorðuð bil mynda öryggi og reglu. Boltuð borð og stólar, rúsínur og gull? gildi? goggun? Mannsslit í líkama sögu eða samhengis eru för eftir stólfætur. Hér er ekki pláss fyrir pallbíl sem leggur skakkt í brekku. Hér eru ekki fléttur sem breiða úr sér eða þyrping spörfugla. Hér er setustofa og biðstofa og kennslustofa og fyrirlestrarsalur og fundarsalur og bíósalur og leikhús og ræðuhöld. Og armar og loftræsting og innstungur og áklæði og stólbök fyrir menn að vera menn og önnur stólbök fyrir menn að vera öðruvísi menn með annarri klukku og skekkju og næturtifi inn útum glugga að skógi af þúfum eða sandi?“ Myndlist Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Í gær opnaði Sigurður Atli Sigurðsson myndlistarsýninguna, Stigveldi, í Ásmundarsal. Þetta er fyrsta einkasýning Sigurðar Atla í Reykjavík sem er af þessari stærðargráðu en hún er framhald af þeim verkum sem hann hefur verið að þróa aðferðir við að vinna með kartonskurð sem aðferð við listsköpun og silkyþrykk á striga. Sigurður Atli Sigurðsson stundaði nám við Listaháskóla Íslands og framhaldsnám við École Supérieure d'Art et de Design Marseille-Méditerranée á árunum 2008 til 2013. Undanfarið hefur hann meðal annars haldið einkasýningar í PRÁM Studio í Prag og Skaftfelli á Seyðisfirði og tekið þátt í sýningum á Listasafni Íslands, Gallerí i8, Palais de Tokyo í París og International Print Center New York. Sigurður Atli rekur Prent & vini ásamt Leifi Ými Eyjólfssyni og hefur kennt við Listaháskóla Íslands frá 2016. Texti um sýninguna eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttir: „Sandkorn á botni sundlauga þyrpast saman undan straumi vatna, undan aðkomu straumvalda. Sandkorn í hvítunni augasteinn verður perla horfir inn um glugga með slökkt ljós. Horfir út um glugga í átt að myrkvuðum skógi, eða eru þetta þúfur og kjarr? Kassalaga reglulega byggjum við upp grunna, grunnum þá og setjum fram formfestu, skapalón sem fyllt er út með mönnum. Hver á fætur öðrum mynda þeir mismunandi einingar líkt og hliðar á teningi. Teningi sem kastað er aftur og aftur en ólíkt hendingum leitast hann við að mynda strúktúr þáverandi núverandi samþykktra gilda. „Fyrsta sannfæringin er kassalaga hola sem erfitt er að komast uppúr nema byggja stiga," sagði tvistafjarkasexan, „stiga úr rjóma í fötu og reyndu nú mús," sagði hún og hló. Staðfestingarskekkjan greiðir leið, kindastígurinn liggur beint við, liggur upp að hurð. Hurð sem talar timburlituð með hreyfingu vinda, gegnumtrekkir klukkuna frá einum punkti til annars, frá einni einingu til annarrar. En vísinum er miðstýrt af sandkorni augans. Við setjumst, augun beina fram, rétt eins og vísirinn bendir. Vandlega skorðuð bil mynda öryggi og reglu. Boltuð borð og stólar, rúsínur og gull? gildi? goggun? Mannsslit í líkama sögu eða samhengis eru för eftir stólfætur. Hér er ekki pláss fyrir pallbíl sem leggur skakkt í brekku. Hér eru ekki fléttur sem breiða úr sér eða þyrping spörfugla. Hér er setustofa og biðstofa og kennslustofa og fyrirlestrarsalur og fundarsalur og bíósalur og leikhús og ræðuhöld. Og armar og loftræsting og innstungur og áklæði og stólbök fyrir menn að vera menn og önnur stólbök fyrir menn að vera öðruvísi menn með annarri klukku og skekkju og næturtifi inn útum glugga að skógi af þúfum eða sandi?“
Myndlist Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira