Lífið

Segir auglýsinguna senda konum skilaboð um að það sé ekki pláss fyrir þær

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Greta Salóme segir mikilvægt að fyrirtæki sýni ábyrgð.
Greta Salóme segir mikilvægt að fyrirtæki sýni ábyrgð. Aðsendar myndir

„Var enginn frá Keiluhöllinni sem horfði á þessa síðu og hugsaði „það vantar eitthvað“ áður en hún var send í prent?“ skrifar Greta Salóme um nýjustu auglýsingu Keiluhallarinnar. Þar má sjá auglýsingu fyrir viðburði júlímánaðar og vekur söngkonan athygli á því að þar eru einungis karlkyns tónlistarmenn og skemmtikraftar. Þar eru auglýstir að minnsta kosti 12 karlmenn, en engin kona.

„Þetta er ekki spurning um vöntun á góðu kventónlistarfólki eða á neinn hátt verið að lasta þá sem þarna eru að koma fram heldur er þetta spurning um að sýna ábyrgð! Það er árið 2020 og ennþá sjáum við svona heilsíður endalaust! Hvaða skilaboð er verið að senda bæði tónlistarfólki, neytendum og upprennandi tónlistarkonum? Nákvæmlega þau að það sé ekki pláss fyrir þær. Það er kannski ekki gert meðvitað en þangað til við verðum öll meðvituð um að gera það EKKI þá höldum þessari skekkju við!“ 

heldur Greta Salóme áfram.

„Hver er hvatinn fyrir ungar stelpur að elta draumana sína, vinna í listinni sinni, læra það sem þær elska ef þetta eru skilaboðin sem við sendum þeim? Og það tapa allir á því...við missum af því að njóta hæfileika upprennandi tónlistarkvenna og flóran verður einlit. Við getum einfaldlega gert svo miklu miklu betur en þetta....öll....saman!“

Greta Salóme segir í samtali við Vísi að hún hafi ákveðið að tjá sig um málið þar sem hún „gæti ekki skilið þetta.“


Tengdar fréttir

Stjörnufans og Þríeykið syngja saman

Óhætt er að segja að stórskotalið íslensk tónlistarfólks hafi tekið höndum saman við gerð meðfylgjandi myndbands við lagið „Ferðumst innanhúss.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.