Bílar

Formúlu 1 tímabilið hefst 3. júlí

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Charles Leclerc um borð í Ferrari Formúlu 1 bílnum.
Charles Leclerc um borð í Ferrari Formúlu 1 bílnum.

Kappakstursáhugafólk getur loksins farið að hlakka til. Formúla 1 hefst í næstu viku. Formúlan verður eingöngu sýnd hérlendis á Viaplay, með íslenskum lýsendum. Fyrsta keppnin, verður Austurríkiskappaksturinn á Red Bull brautinni 3.–5 júlí.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Viaplay að Formúlu 1 tímabilið 2020 hafi átt að hefjast í Ástralíu. Covid-19 faraldurinn kom í veg fyrir það. Síðan hafa íslenskir Formúlu 1 aðdáendur beðið spenntir eftir því að það yrði talið óhætt að hefja Formúlu 1 tímabilið á ný. Nú er loksins komið að því og mótorsport-unnendur um allan heim fagna: Formúlu 1 tímabilið hefst í Austurríki um næstu helgi, dagana 3. til 5. júlí.

Fyrsta helgin í júlí verður þannig opnun á sannkölluðu mótorsport-sumri í algjörum sérflokki. Formúla 1 stefnir á að halda um 15 til 18 keppnir á árinu.

„Mótorsportið hefur aldrei lent í öðru eins. Yfir þriggja mánaða lokun er nú loksins yfirstaðin, og ég veit, að allir í mótorsportheiminum hlakka eins og smákrakkar til þess að Formúla 1 fari af stað í Evrópu. Eðlilegt ástand snýr aftur og ég hlakka ótrúlega til“, segir nífaldur Le Mans-sigurvegari og sérfræðingur í Formúlu 1, Tom Kristensen.

Eins og staðan er núna eru átta keppnir komnar á dagskrá fyrir þetta tímabil, en þær sem eftir eru verða settar á dagskrá eftir því sem hægt er að teknu tilliti til allra öryggiskrafna í tengslum við Covid-19 faraldurinn.

Forsvarsfólk Formúlunnar hefur af öryggisástæðum ákveðið að fyrstu keppnirnar verði án áhorfenda. Vonir standa þó til að hægt verði að opna fyrir áhorfendur síðar á tímabilinu.

Formúla 1 er krúnudjásn mótorsportsins, og það er frábært að tímabilið sé loksins að fara í gang. Við hlökkum til að geta boðið íslenskum unnendum sportsins topklassa umfjöllun á Viaplay með þéttari byrjun á Formúlu 1 tímabili en nokkru sinni fyrr með sex keppnum á aðeins sjö vikum“, segir Kim Mikkelsen, NENT Group yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay.

Sýnt verður frá öllum Formúlu 1 keppnunum á Viaplay með íslenskum lýsendum.

Svona lítur Formúlu 1 dagskráin 2020 út, eins og hún liggur fyrir á þessari stundu:

3.–5. júlí: Austurríki (Red Bull Ring, Spielberg, Austurríki)

10.–12. Júlí: Austurríki (Red Bull Ring, Spielberg, Austurríki)

17.–19: júlí: Ungverjaland (Hungaroring, Ungverjalandi)

31. júlí– 2. ágúst: Bretland (Silverstone, Englandi)

7.–9. ágúst: Bretlands (Silverstone, Englandi)

14.–16. ágúst: Spánn (Barcelona-brautin, Katalóníu, Spáni)

28.–30. ágúst: Belgía (Spa-Francorchamps, Belgíu)

4.–6. september: Ítalía (Autodromo Nazionale Monza, Ítalíu)






×