Læknanemum vel tekið í hinu hlýja hjarta Afríku Heimsljós 26. júní 2020 12:21 Ingunn Haraldsdóttir, Eygló Dögg Ólafsdóttir og Snædís Ólafsdóttir. Fyrir utan sendiráð Íslands í Malaví. Þrír ungir læknanemar dvöldu í Malaví yfir fjögurra vikna tímabil á fyrri hluta þessa árs við rannsóknir og gagnaöflun fyrir þriðja árs verkefni sín við læknadeild Háskóla Íslands. Þær Eygló Dögg Ólafsdóttir, Ingunn Haraldsdóttir og Snædís Ólafsdóttir héldu kynningu á lokaverkefnum sínum á dögunum í utanríkisráðuneytinu sem öll sneru að því að skoða gæði ferla og heilbrigðisþjónustu á fæðingardeild við héraðssjúkrahúsið í Mangochi, samstarfshéraði Íslands í Malaví. Læknanemunum þremur var vel tekið í hinu hlýja hjarta Afríku eins og íbúar Malaví kalla land sitt gjarnan. Þrátt fyrir ólíkar aðstæður voru þær Eygló, Ingunn og Snædís nokkuð fljótar að aðlagast. Á hverjum degi vöknuðu þær klukkan tuttugu mínútur yfir fimm, við sólarupprás, líkt og heimafólk, fóru út að skokka, á eina tímanum sem það var bærilegt fyrir ungar íslenskar konur, áður en þær röltu af stað á héraðssjúkrahúsið sem þjónar 1,2 milljónum íbúa þess. Áhugi kviknaði í aukaáfanga í Háskóla Íslands Áhugi læknanemana þriggja á viðfangsefninu, að skilja betur þjónustu við fæðandi konur, nýbura og ungbörn í lágtekjuríki eins og Malaví, kviknaði í áfanga hjá Geir Gunnlaugssyni, prófessor í hnattrænni heilsu við Háskóla Íslands. Þann áfanga tóku þær aukalega meðfram skylduáföngum í læknisfræði. Fyrir utan fæðingardeildina við héraðsspítalann í Mangochi. Í kjölfarið var haft samband við sendiráð Íslands í Lilongve um möguleikann á því að læknanemarnir fengju að gera rannsókn í Mangochi á sviði mæðra og ungbarnaheilsu í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í héraðinu. Vísað var til fyrra samstarfs Háskóla Íslands og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem voru með samstarfssamning um rannsóknarverkefni læknanema í Malaví um árabil. Stærsta verkefni Íslendinga í þróunarsamvinnu í Malaví er verkefnastoð sem Ísland fjármagnar en framkvæmd er af héraðsyfirvöldum í Mangochi-héraði (Mangochi Basic Services Programme II) þar sem markmiðið er að bæta grunnþjónustu við íbúa héraðsins. Innan þess er til að mynda áhersla á uppbyggingu mæðra-og ungbarnaverndar og heilsu og var stórum áfanga náð með opnun nýrrar fæðingardeildar í höfuðstað héraðsins, sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra opnaði í janúar 2019. Það þótti því áhugavert að láta reyna á hvernig rannsóknarverkefni þriðja árs læknanema myndi nýtast núverandi nálgun Íslands í þróunarsamvinnu í Malaví Heilbrigðisyfirvöld í Mangochi héraði tóku vel í aðkomu nemanna þar sem ljóst var að gagnaöflun og rannsóknir á þessu sviði gætu nýst heilbrigðisyfirvöldum til að auka skilvirkni og bæta gæði heilbrigðisþjónustu sem veitt er á fæðingardeildinni og í ungbarnaverndinni. Auk þess féllu rannsóknartillögur læknanemanna vel að rannsóknaráætlun héraðsins og við starf heilbrigðisyfirvalda á þessu sviði en samstarfið lagði upp með að öll rannsóknarvinna myndi vera á forsendum heilbrigðisyfirvalda og nýtast þeim. Sendiráðið gat auðveldað aðgang að heilbrigðisyfirvöldum héraðsins og fengu læknanemarnir meðleiðbeinendur þar og aðgang að sjúkraskrám og öðrum gögnum eftir að vísindasiðanefnd héraðssjúkrahússins hafði veitt rannsóknunum leyfi. Það hafði aftur á móti ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Það hafði enginn hugmynd um hvað við værum að fara að gera „Við vorum í sambandi við spítalann í marga mánuði, vorum búnar að senda lýsinguna á verkefnum okkar og segja hvað við ætluðum að gera. Síðan þegar við erum mættar á svæðið kemur aðili frá rannsóknarnefndinni og spyr: Hvað heitið þið og hvað eruð þið að gera hérna? Það hafði enginn hugmynd um hvað við værum að fara að gera,“ segir Snædís í samtali við Heimsljós. Útpóstar eru mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfinu í Malaví Spurðar hvort þær hefðu ekki verið stressaðar um að metnaðarfull lokaverkefni sín væru í uppnámi á þessum tímapunkti svara þær allar í kór: „Jú“ og hlægja saman. „Fyrst héldum við að við værum ekki að fara gera neitt. En svo small þetta saman mjög skyndilega og við vorum beðnar um að mæta á staðinn,“ segir Ingunn. Getur verið upp á líf og dauða Verkefnin þrjú styðja vel hvert við annað og ljóst er að áætlun læknanemana var þaulhugsuð. Eygló rannsakaði fæðingarþjónustuna á héraðssjúkrahúsinu sem gegnir lykilhlutverki í fæðingarþjónustu héraðsins. Fjórðungur barna héraðsins sem fæðast á heilbrigðisstofnunum almennt fæðist á spítalanum sem framkvæmir einnig tvo þriðju hluta allra keisaraaðgerða í héraðinu en jafnan fæðast um 27 börn á hverjum degi á spítalanum. Niðurstöður rannsóknar Eyglóar benda til þess að það þyrfti að bæta aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu og að miðlægur spítali eins og þessi þyrfti að hafa betri birgðakeðju, betri mönnun og aðra skurðstofu enda eru þar framkvæmdar sex aðgerðir á dag þrátt fyrir að þörfin sé meiri. „Skurðstofan var oft upptekin þegar þörf var á sem getur oft verið upp á líf og dauða hjá konunum,“ segir Eygló. Ingunn rannsakaði nýburaþjónustu spítalans. Skortur á gögnum var það sem helsta sem stakk hana, hún komst ekki í nein gögn á tölvutæku formi og virðist sem nýburaþjónustan hafi setið eftir í nýjum tækniuppfærslum spítalans. Segir Ingunn deildina þjóna mörgum og nýtast vel en að hún viti ekki um afdrif allt of margra barna sem þangað koma. Starfsfólkið hafi kvartað undan miklu vinnuálagi, lélegri mönnum og skorti á tækjum til þess að takast á við flókin fyrirburavandamál og að birgðastaða lyfja og aðgengi að tólum og tækjum væri einnig vandamál. Segir Ingunn að 20% barna hafi látist á deildinni á tímabilinu, sem sé allt of hátt hlutfall, oft af völdum fósturköfnunar. Ljóst væri að bætt mönnun og bættur tækjakostur myndi auka gæði þjónustunnar. Konur og börn bíða ungbarnaþjónustu við útpóst í þorpi í Mangochi. „En það er mikil viðleitni hjá starfsfólkinu að nýta það sem það hefur og aðdáunarvert að sjá,“ segir Ingunn. Snædís rannsakaði ungbarnavernd og fyrirbyggjandi þjónustu fyrir börn, með áherslu á bólusetningar. Segir hún hátt hlutfall barna í Mangochi vera bólusett, aðgengi að þjónustu vera gott og að bólusetningar séu samþykktar af samfélaginu. Þó væru alltaf einhver börn sem ekki væru bólusett eða kláruðu ekki áætlaðar bólusetningar. Kom hún auga á mikilvægi útpósta, er heilbrigðisstarfsmenn fara út í þorpin, í þessum anga heilbrigðiskerfisins, enda væri með þeim verið að ná til þeirra barna sem búa lengra frá spítalanum. Þar færi einnig fræðsla fram fyrir mæður. Vissulega mætti þó bæta aðstæður inni á deildum sem og aðgengi að útpóstum. „Það mætti til dæmis bæta vegakerfið og útvega starfsmönnum hjól svo þeir komist út í þorpin,“ segir Snædís. Læknanemarnir þrír sjá ekki eftir þessu ævintýri sínu og mæla eindregið með því að aðrir láti slag standa. „Við munum búa að þessari reynslu mjög lengi. Þetta opnar fyrir okkar nýjan heim,“ segir Ingunn. „Þetta er mögnuð reynsla að hafa í farteskinu. Ég held að þetta muni einnig nýtast rosalega vel úti og einnig verða til þess að samskiptin á milli Íslands og Malaví styrkjast á hvaða hátt sem er,“ segir Eygló. Vonandi auðveldara að koma málum í farveg Ingunn tekur fram að þær hafi fundið vel fyrir því hversu mikilvægt það var fólkinu í Malaví að það sem þær voru að gera myndi skila sér á einhvern hátt til baka til samfélagsins. Sér í lagi er þær tóku viðtöl. Og það er margt sem mun nýtast úr rannsóknum læknanemana þriggja. „Það að við höfðum tíma til þess að vinna úr alls konar gögnum sem starfsmenn þarna gefa sér almennt ekki tíma í að skoða mun nýtast. Við unnum upp úr gögnum sem eru til staðar sem vanalega er ekki gert,“ segir Snædís áður en Eygló tekur við. „Við erum líka búnar að bera kennsl á vandamálin sem fyrir eru og nú er kannski líklegra að eitthvað verði gert í þegar búið er að gefa þetta út, prenta og ræða opinberlega, frekar heldur en að þeir sem stjórna peningunum á spítalanum ákveði að gera eitthvað bara af því að tveir starfsmenn eru búnir að segja ákveðna hluti við stjórnendur á einhverjum tímapunkti. Nú erum við búnar að heyra um margt það sem betur má fara í nokkrum viðtölum, sem auðveldar kannski að koma þessum áherslum okkar í farveg.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Þrír ungir læknanemar dvöldu í Malaví yfir fjögurra vikna tímabil á fyrri hluta þessa árs við rannsóknir og gagnaöflun fyrir þriðja árs verkefni sín við læknadeild Háskóla Íslands. Þær Eygló Dögg Ólafsdóttir, Ingunn Haraldsdóttir og Snædís Ólafsdóttir héldu kynningu á lokaverkefnum sínum á dögunum í utanríkisráðuneytinu sem öll sneru að því að skoða gæði ferla og heilbrigðisþjónustu á fæðingardeild við héraðssjúkrahúsið í Mangochi, samstarfshéraði Íslands í Malaví. Læknanemunum þremur var vel tekið í hinu hlýja hjarta Afríku eins og íbúar Malaví kalla land sitt gjarnan. Þrátt fyrir ólíkar aðstæður voru þær Eygló, Ingunn og Snædís nokkuð fljótar að aðlagast. Á hverjum degi vöknuðu þær klukkan tuttugu mínútur yfir fimm, við sólarupprás, líkt og heimafólk, fóru út að skokka, á eina tímanum sem það var bærilegt fyrir ungar íslenskar konur, áður en þær röltu af stað á héraðssjúkrahúsið sem þjónar 1,2 milljónum íbúa þess. Áhugi kviknaði í aukaáfanga í Háskóla Íslands Áhugi læknanemana þriggja á viðfangsefninu, að skilja betur þjónustu við fæðandi konur, nýbura og ungbörn í lágtekjuríki eins og Malaví, kviknaði í áfanga hjá Geir Gunnlaugssyni, prófessor í hnattrænni heilsu við Háskóla Íslands. Þann áfanga tóku þær aukalega meðfram skylduáföngum í læknisfræði. Fyrir utan fæðingardeildina við héraðsspítalann í Mangochi. Í kjölfarið var haft samband við sendiráð Íslands í Lilongve um möguleikann á því að læknanemarnir fengju að gera rannsókn í Mangochi á sviði mæðra og ungbarnaheilsu í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í héraðinu. Vísað var til fyrra samstarfs Háskóla Íslands og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem voru með samstarfssamning um rannsóknarverkefni læknanema í Malaví um árabil. Stærsta verkefni Íslendinga í þróunarsamvinnu í Malaví er verkefnastoð sem Ísland fjármagnar en framkvæmd er af héraðsyfirvöldum í Mangochi-héraði (Mangochi Basic Services Programme II) þar sem markmiðið er að bæta grunnþjónustu við íbúa héraðsins. Innan þess er til að mynda áhersla á uppbyggingu mæðra-og ungbarnaverndar og heilsu og var stórum áfanga náð með opnun nýrrar fæðingardeildar í höfuðstað héraðsins, sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra opnaði í janúar 2019. Það þótti því áhugavert að láta reyna á hvernig rannsóknarverkefni þriðja árs læknanema myndi nýtast núverandi nálgun Íslands í þróunarsamvinnu í Malaví Heilbrigðisyfirvöld í Mangochi héraði tóku vel í aðkomu nemanna þar sem ljóst var að gagnaöflun og rannsóknir á þessu sviði gætu nýst heilbrigðisyfirvöldum til að auka skilvirkni og bæta gæði heilbrigðisþjónustu sem veitt er á fæðingardeildinni og í ungbarnaverndinni. Auk þess féllu rannsóknartillögur læknanemanna vel að rannsóknaráætlun héraðsins og við starf heilbrigðisyfirvalda á þessu sviði en samstarfið lagði upp með að öll rannsóknarvinna myndi vera á forsendum heilbrigðisyfirvalda og nýtast þeim. Sendiráðið gat auðveldað aðgang að heilbrigðisyfirvöldum héraðsins og fengu læknanemarnir meðleiðbeinendur þar og aðgang að sjúkraskrám og öðrum gögnum eftir að vísindasiðanefnd héraðssjúkrahússins hafði veitt rannsóknunum leyfi. Það hafði aftur á móti ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Það hafði enginn hugmynd um hvað við værum að fara að gera „Við vorum í sambandi við spítalann í marga mánuði, vorum búnar að senda lýsinguna á verkefnum okkar og segja hvað við ætluðum að gera. Síðan þegar við erum mættar á svæðið kemur aðili frá rannsóknarnefndinni og spyr: Hvað heitið þið og hvað eruð þið að gera hérna? Það hafði enginn hugmynd um hvað við værum að fara að gera,“ segir Snædís í samtali við Heimsljós. Útpóstar eru mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfinu í Malaví Spurðar hvort þær hefðu ekki verið stressaðar um að metnaðarfull lokaverkefni sín væru í uppnámi á þessum tímapunkti svara þær allar í kór: „Jú“ og hlægja saman. „Fyrst héldum við að við værum ekki að fara gera neitt. En svo small þetta saman mjög skyndilega og við vorum beðnar um að mæta á staðinn,“ segir Ingunn. Getur verið upp á líf og dauða Verkefnin þrjú styðja vel hvert við annað og ljóst er að áætlun læknanemana var þaulhugsuð. Eygló rannsakaði fæðingarþjónustuna á héraðssjúkrahúsinu sem gegnir lykilhlutverki í fæðingarþjónustu héraðsins. Fjórðungur barna héraðsins sem fæðast á heilbrigðisstofnunum almennt fæðist á spítalanum sem framkvæmir einnig tvo þriðju hluta allra keisaraaðgerða í héraðinu en jafnan fæðast um 27 börn á hverjum degi á spítalanum. Niðurstöður rannsóknar Eyglóar benda til þess að það þyrfti að bæta aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu og að miðlægur spítali eins og þessi þyrfti að hafa betri birgðakeðju, betri mönnun og aðra skurðstofu enda eru þar framkvæmdar sex aðgerðir á dag þrátt fyrir að þörfin sé meiri. „Skurðstofan var oft upptekin þegar þörf var á sem getur oft verið upp á líf og dauða hjá konunum,“ segir Eygló. Ingunn rannsakaði nýburaþjónustu spítalans. Skortur á gögnum var það sem helsta sem stakk hana, hún komst ekki í nein gögn á tölvutæku formi og virðist sem nýburaþjónustan hafi setið eftir í nýjum tækniuppfærslum spítalans. Segir Ingunn deildina þjóna mörgum og nýtast vel en að hún viti ekki um afdrif allt of margra barna sem þangað koma. Starfsfólkið hafi kvartað undan miklu vinnuálagi, lélegri mönnum og skorti á tækjum til þess að takast á við flókin fyrirburavandamál og að birgðastaða lyfja og aðgengi að tólum og tækjum væri einnig vandamál. Segir Ingunn að 20% barna hafi látist á deildinni á tímabilinu, sem sé allt of hátt hlutfall, oft af völdum fósturköfnunar. Ljóst væri að bætt mönnun og bættur tækjakostur myndi auka gæði þjónustunnar. Konur og börn bíða ungbarnaþjónustu við útpóst í þorpi í Mangochi. „En það er mikil viðleitni hjá starfsfólkinu að nýta það sem það hefur og aðdáunarvert að sjá,“ segir Ingunn. Snædís rannsakaði ungbarnavernd og fyrirbyggjandi þjónustu fyrir börn, með áherslu á bólusetningar. Segir hún hátt hlutfall barna í Mangochi vera bólusett, aðgengi að þjónustu vera gott og að bólusetningar séu samþykktar af samfélaginu. Þó væru alltaf einhver börn sem ekki væru bólusett eða kláruðu ekki áætlaðar bólusetningar. Kom hún auga á mikilvægi útpósta, er heilbrigðisstarfsmenn fara út í þorpin, í þessum anga heilbrigðiskerfisins, enda væri með þeim verið að ná til þeirra barna sem búa lengra frá spítalanum. Þar færi einnig fræðsla fram fyrir mæður. Vissulega mætti þó bæta aðstæður inni á deildum sem og aðgengi að útpóstum. „Það mætti til dæmis bæta vegakerfið og útvega starfsmönnum hjól svo þeir komist út í þorpin,“ segir Snædís. Læknanemarnir þrír sjá ekki eftir þessu ævintýri sínu og mæla eindregið með því að aðrir láti slag standa. „Við munum búa að þessari reynslu mjög lengi. Þetta opnar fyrir okkar nýjan heim,“ segir Ingunn. „Þetta er mögnuð reynsla að hafa í farteskinu. Ég held að þetta muni einnig nýtast rosalega vel úti og einnig verða til þess að samskiptin á milli Íslands og Malaví styrkjast á hvaða hátt sem er,“ segir Eygló. Vonandi auðveldara að koma málum í farveg Ingunn tekur fram að þær hafi fundið vel fyrir því hversu mikilvægt það var fólkinu í Malaví að það sem þær voru að gera myndi skila sér á einhvern hátt til baka til samfélagsins. Sér í lagi er þær tóku viðtöl. Og það er margt sem mun nýtast úr rannsóknum læknanemana þriggja. „Það að við höfðum tíma til þess að vinna úr alls konar gögnum sem starfsmenn þarna gefa sér almennt ekki tíma í að skoða mun nýtast. Við unnum upp úr gögnum sem eru til staðar sem vanalega er ekki gert,“ segir Snædís áður en Eygló tekur við. „Við erum líka búnar að bera kennsl á vandamálin sem fyrir eru og nú er kannski líklegra að eitthvað verði gert í þegar búið er að gefa þetta út, prenta og ræða opinberlega, frekar heldur en að þeir sem stjórna peningunum á spítalanum ákveði að gera eitthvað bara af því að tveir starfsmenn eru búnir að segja ákveðna hluti við stjórnendur á einhverjum tímapunkti. Nú erum við búnar að heyra um margt það sem betur má fara í nokkrum viðtölum, sem auðveldar kannski að koma þessum áherslum okkar í farveg.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent