Hálendið þarf ekki að stoppa hjólhýsið Fleygur 25. júní 2020 16:12 Dúnmjúkt fjöðrunarkerfi undir hjólhýsi frá stálsmiðjunni Fleyg hafa slegið í gegn í sumar en með kerfið undir hjólhýsinu má auðveldlega ferðast með hýsið yfir grófa hálendisvegi landsins. Sigurbjörn Jakob Þórmundsson stálsmiður og annar eigandi Fleygs segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann fór djarflega í yfirlýsingar á góðri stund með félögunum og talið barst að fjöðrunarkerfi hjólhýsa. „Það má segja að þetta sé afleiðing að einu Stroh- glasi,“ segir Sigurbjörn hress. „Félagi minn er að sýna okkur loftpúða undir hýsi og ég slengi því fram að ég geti nú gert þetta mikið betur. Ég varð auðvitað að standa við það. Ég fór því að rífa fjöðrunarkerfi sem fyrir voru undan hjólhýsum og set undir þau loftpúða og loftdælu. Ég fer með loftpúðana aftur fyrir hásingarna sem skilar skemmtilegri fjöðun.“ Sigurbjörn segir fjöðrunina oft svo stífa í hjólhýsum að innréttingum sé hætt við að losna og skemmast ef farið er út fyrir malbikið. „Þetta gefur fólki aukna möguleika á að komast víðar á ferðalagi. Með loftpúðunum er fjöðrunin svo mjúk að það er hægt að komast yfir hálendið og yfir ófærur með hjólhýsið, innan skynsamlegra marka þó,“ segir Sigurbjörn. „Það má lyfta hýsunum yfir 20 sentimetra þegar fara þarf yfir ófæru.“ Það tekur Sigurbjörn um tíu daga að smíða fjöðrunina undir hjólhýsi en það þýðir ekki að leggja þurfi hjólhýsinu allan tímann. „Það er óþarfi að stoppa útilegurnar, fólk pantar hjá mér og ég tek málin á hýsinu. Eftir það getur fólk farið í ferðalag meðan ég er að smíða. Svo kemur það til baka með hjólhýsið og ég er þrjá daga að setja nýju fjöðrunina undir. Þá er hægt að leggja aftur af stað og nú eru nánast allir vegir færir,“ segir Sigurbjörn. Stálsmiðjan Fleygur að Lambhagavegi 25 í Reykjavík sinnir allri almennri stálsmíði svo sem handrið, kerrur, hestakerrur og ýmiskonar tækifærisgjafir. Nánari upplýsingar er að finna á fleygur.is Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Lífið Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Dúnmjúkt fjöðrunarkerfi undir hjólhýsi frá stálsmiðjunni Fleyg hafa slegið í gegn í sumar en með kerfið undir hjólhýsinu má auðveldlega ferðast með hýsið yfir grófa hálendisvegi landsins. Sigurbjörn Jakob Þórmundsson stálsmiður og annar eigandi Fleygs segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann fór djarflega í yfirlýsingar á góðri stund með félögunum og talið barst að fjöðrunarkerfi hjólhýsa. „Það má segja að þetta sé afleiðing að einu Stroh- glasi,“ segir Sigurbjörn hress. „Félagi minn er að sýna okkur loftpúða undir hýsi og ég slengi því fram að ég geti nú gert þetta mikið betur. Ég varð auðvitað að standa við það. Ég fór því að rífa fjöðrunarkerfi sem fyrir voru undan hjólhýsum og set undir þau loftpúða og loftdælu. Ég fer með loftpúðana aftur fyrir hásingarna sem skilar skemmtilegri fjöðun.“ Sigurbjörn segir fjöðrunina oft svo stífa í hjólhýsum að innréttingum sé hætt við að losna og skemmast ef farið er út fyrir malbikið. „Þetta gefur fólki aukna möguleika á að komast víðar á ferðalagi. Með loftpúðunum er fjöðrunin svo mjúk að það er hægt að komast yfir hálendið og yfir ófærur með hjólhýsið, innan skynsamlegra marka þó,“ segir Sigurbjörn. „Það má lyfta hýsunum yfir 20 sentimetra þegar fara þarf yfir ófæru.“ Það tekur Sigurbjörn um tíu daga að smíða fjöðrunina undir hjólhýsi en það þýðir ekki að leggja þurfi hjólhýsinu allan tímann. „Það er óþarfi að stoppa útilegurnar, fólk pantar hjá mér og ég tek málin á hýsinu. Eftir það getur fólk farið í ferðalag meðan ég er að smíða. Svo kemur það til baka með hjólhýsið og ég er þrjá daga að setja nýju fjöðrunina undir. Þá er hægt að leggja aftur af stað og nú eru nánast allir vegir færir,“ segir Sigurbjörn. Stálsmiðjan Fleygur að Lambhagavegi 25 í Reykjavík sinnir allri almennri stálsmíði svo sem handrið, kerrur, hestakerrur og ýmiskonar tækifærisgjafir. Nánari upplýsingar er að finna á fleygur.is
Stálsmiðjan Fleygur að Lambhagavegi 25 í Reykjavík sinnir allri almennri stálsmíði svo sem handrið, kerrur, hestakerrur og ýmiskonar tækifærisgjafir. Nánari upplýsingar er að finna á fleygur.is
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Lífið Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira