Blómlegir tónleikar fyrir fullan sal af plöntum í óperuhúsinu í Barcelona Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 23. júní 2020 11:22 Kvartettinn tekur lokaæfingu fyrir tónleikana blómlegu í Gran Teatre del Liceu í Barcelona. AP/Emilio Morenatti Liceu óperuhúsið í Barcelona opnaði dyr sínar í fyrsta sinn í rúma þrjá mánuði í gær. Tilefnið voru tónleikar fyrir laufskrúðugan áhorfendahóp, nánar tiltekið 2.292 stofublóm og pottaplöntur. UceLi kvartettinn lék I Crisantemi eftir Giacomo Puccini fyrir plönturnar sem fylltu hvert sæti salarins. Tónleikunum var jafnframt streymt svo að mannverur gætu líka fylgst með. Hægt er að sjá upptöku af streyminu hér að neðan. Óperuhúsið hefur verið lokað síðan takmörkunum vegna kórónuveirunnar var komið á á Spáni, en takmörkununum var aflétt á sunnudaginn. Landið hefur orðið afar illa úti í faraldrinum, en 293.584 hafa smitast og eru dauðsföll orðin 28.324 þegar þetta er skrifað. Listamaðurinn Eugenio Ampudia á hugmyndina að viðburðinum, en móðir jörð veitti honum innblástur í faraldrinum. „Ég heyrði í mun fleiri fuglum syngja,“ sagði listamaðurinn og sagðist einnig hafa tekið eftir að plöntur í garði sínum hafi vaxið hraðar. „Ég taldi mig þá geta tengt betur við bæði fólk og náttúruna, og á mun innilegri hátt.“ Í lok tónleikanna ómaði laufaþytur um salinn líkt og lófatak. Samkvæmt starfsfólki óperuhússins er ætlunin að gefa plönturnar til framlínustarfsmanna í heilbrigðisgeiranum. Menning Garðyrkja Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Liceu óperuhúsið í Barcelona opnaði dyr sínar í fyrsta sinn í rúma þrjá mánuði í gær. Tilefnið voru tónleikar fyrir laufskrúðugan áhorfendahóp, nánar tiltekið 2.292 stofublóm og pottaplöntur. UceLi kvartettinn lék I Crisantemi eftir Giacomo Puccini fyrir plönturnar sem fylltu hvert sæti salarins. Tónleikunum var jafnframt streymt svo að mannverur gætu líka fylgst með. Hægt er að sjá upptöku af streyminu hér að neðan. Óperuhúsið hefur verið lokað síðan takmörkunum vegna kórónuveirunnar var komið á á Spáni, en takmörkununum var aflétt á sunnudaginn. Landið hefur orðið afar illa úti í faraldrinum, en 293.584 hafa smitast og eru dauðsföll orðin 28.324 þegar þetta er skrifað. Listamaðurinn Eugenio Ampudia á hugmyndina að viðburðinum, en móðir jörð veitti honum innblástur í faraldrinum. „Ég heyrði í mun fleiri fuglum syngja,“ sagði listamaðurinn og sagðist einnig hafa tekið eftir að plöntur í garði sínum hafi vaxið hraðar. „Ég taldi mig þá geta tengt betur við bæði fólk og náttúruna, og á mun innilegri hátt.“ Í lok tónleikanna ómaði laufaþytur um salinn líkt og lófatak. Samkvæmt starfsfólki óperuhússins er ætlunin að gefa plönturnar til framlínustarfsmanna í heilbrigðisgeiranum.
Menning Garðyrkja Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira