Vala Eiríks: „Ást er fallegasta aflið í heiminum” Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 23. júní 2020 08:00 Vala segir frá uppáhalds ástarsorgarlaginu sínu, fyrsta kossinum og fyrstu gjöfinni sem kærastinn hennar gaf henni. Aðsend mynd Vala Eiríks heillaði landann upp úr skónum í sjónvarpsþættinum Allir geta dansað sem var á dagskrá Stöðvar tvö síðasta vetur þar sem Vala bar svo eftirminnilega sigur úr bítum. Þegar Vala er spurð um starfstitil er hún ekki lengi að svara. Ég er útvarpskona, söngkona, danskona, raddleikkona og bara allskonar kona! Ást er: Er nýr viðtalsliður á Makamálum þar sem viðmælendur segja meðal annars frá uppáhalds ástarsorgarlaginu , fyrstu gjöf makans, rómantískasta staðnum og fleiri atriðum tengdum ástinni. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: About Time, sem ég sá í fyrsta skipti bara um daginn. Sameining þess sem ég elska mest. Ást og ævintýri. En ég elska líka fallegar klisjur og verð alltaf jafn hissa þegar þau enda saman í lokin. 2. Fyrsti kossinn: Breytti öllu! 3. Uppáhalds ástarsorgar power ballaðan mín er:Crazy með Patsy Cline. Þetta er uppáhalds ástarsorgarlagið mitt, en ef við ætlum að hágrenja og öskursyngja á dramatískan máta, þá liggur It must have been love með Roxette beint við. Eða jafnvel I‘d rather go blind með Etta James! 4. Lagið „okkar“ er: Spooky Boogie með Gentle Giant. 5. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Að njóta á eigin forsendum. Stundum viljum við klæða okkur upp og fara fínt út að borða, en yfirleitt er okkar rómantík bara að njóta heima á sófa í kózýgallanum með kertaljós, skemmtilegt borðspil, Þursaflokkinn á plötuspilaranum og bjór. 6. Uppáhaldsmaturinn minn: Humar, naut, önd, pasta. Ég bý svo vel að hafa valið mér matreiðslumeistara sem lífsförunaut, svo eiginlega allt sem Matti minn eldar er uppáhald. Nema kannski fiskur. 7. Fyrsta gjöfin sem kærastinn gaf mér: Er kisukertastjaki og matardiskur. Reyndar mjög dúlluleg saga á bakvið matardiskinn. Ég átti sett sem var keypt í Indiska, uppáhalds búðinni minni sem lokaði fyrir nokkru hér á landi. Matardiskarnir sem voru fyrsta gjöf kærastans til Völu.Aðsend mynd Ég braut einn diskinn og var alveg ónýt því ég er ÞAÐ dramatísk. Hann fór svo í sérstakan leiðangur í Svíþjóðarheimsókn og færði mér nýjan disk sem ég braut svo reyndar viku seinna. Þá sendi hann vin sinn, sem er búsettur í Svíþjóð, út í búð eftir tveimur svona diskum. Þeir eru blessunarlega ennþá heilir. 8. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Pottaplanta. 9. Ég elska að: Vera til! 10. Kærastinn minn er: Besti vinur minn. Vala og kærasti hennar, Matti sem hún segir vera sinn besta vin. Aðsend mynd 11. Rómantískasti staðurinn á landinu er: Enginn einn ákveðinn. Mér finnst yndislegt að njóta úti í náttúrunni, fjarri mannalátum og borgarljósum. Þar sem kyrrð og fuglasöngur fylla hjartað. Það er rómantík fyrir mér. Völu finnst yndislegt að njóta úti í náttúrunni, fjarri mannalátum og borgarljósum. Aðsend mynd 12. Ást er: Fallegasta aflið í heiminum. Ástin er fallegasta aflið í heiminum , segir Vala. Aðsend mynd Ástin og lífið Ást er... Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Hláturinn lengir sambandið Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Vala Eiríks heillaði landann upp úr skónum í sjónvarpsþættinum Allir geta dansað sem var á dagskrá Stöðvar tvö síðasta vetur þar sem Vala bar svo eftirminnilega sigur úr bítum. Þegar Vala er spurð um starfstitil er hún ekki lengi að svara. Ég er útvarpskona, söngkona, danskona, raddleikkona og bara allskonar kona! Ást er: Er nýr viðtalsliður á Makamálum þar sem viðmælendur segja meðal annars frá uppáhalds ástarsorgarlaginu , fyrstu gjöf makans, rómantískasta staðnum og fleiri atriðum tengdum ástinni. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: About Time, sem ég sá í fyrsta skipti bara um daginn. Sameining þess sem ég elska mest. Ást og ævintýri. En ég elska líka fallegar klisjur og verð alltaf jafn hissa þegar þau enda saman í lokin. 2. Fyrsti kossinn: Breytti öllu! 3. Uppáhalds ástarsorgar power ballaðan mín er:Crazy með Patsy Cline. Þetta er uppáhalds ástarsorgarlagið mitt, en ef við ætlum að hágrenja og öskursyngja á dramatískan máta, þá liggur It must have been love með Roxette beint við. Eða jafnvel I‘d rather go blind með Etta James! 4. Lagið „okkar“ er: Spooky Boogie með Gentle Giant. 5. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Að njóta á eigin forsendum. Stundum viljum við klæða okkur upp og fara fínt út að borða, en yfirleitt er okkar rómantík bara að njóta heima á sófa í kózýgallanum með kertaljós, skemmtilegt borðspil, Þursaflokkinn á plötuspilaranum og bjór. 6. Uppáhaldsmaturinn minn: Humar, naut, önd, pasta. Ég bý svo vel að hafa valið mér matreiðslumeistara sem lífsförunaut, svo eiginlega allt sem Matti minn eldar er uppáhald. Nema kannski fiskur. 7. Fyrsta gjöfin sem kærastinn gaf mér: Er kisukertastjaki og matardiskur. Reyndar mjög dúlluleg saga á bakvið matardiskinn. Ég átti sett sem var keypt í Indiska, uppáhalds búðinni minni sem lokaði fyrir nokkru hér á landi. Matardiskarnir sem voru fyrsta gjöf kærastans til Völu.Aðsend mynd Ég braut einn diskinn og var alveg ónýt því ég er ÞAÐ dramatísk. Hann fór svo í sérstakan leiðangur í Svíþjóðarheimsókn og færði mér nýjan disk sem ég braut svo reyndar viku seinna. Þá sendi hann vin sinn, sem er búsettur í Svíþjóð, út í búð eftir tveimur svona diskum. Þeir eru blessunarlega ennþá heilir. 8. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Pottaplanta. 9. Ég elska að: Vera til! 10. Kærastinn minn er: Besti vinur minn. Vala og kærasti hennar, Matti sem hún segir vera sinn besta vin. Aðsend mynd 11. Rómantískasti staðurinn á landinu er: Enginn einn ákveðinn. Mér finnst yndislegt að njóta úti í náttúrunni, fjarri mannalátum og borgarljósum. Þar sem kyrrð og fuglasöngur fylla hjartað. Það er rómantík fyrir mér. Völu finnst yndislegt að njóta úti í náttúrunni, fjarri mannalátum og borgarljósum. Aðsend mynd 12. Ást er: Fallegasta aflið í heiminum. Ástin er fallegasta aflið í heiminum , segir Vala. Aðsend mynd
Ástin og lífið Ást er... Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Hláturinn lengir sambandið Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira