Lífið

Fyrir þrjátíu árum var Helgi Björns líka á hátindi ferilsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helgi Björnsson hefur heldur betur verið lengi í bransanum. 
Helgi Björnsson hefur heldur betur verið lengi í bransanum. 

Í þáttunum Nostalgía á Stöð rifjar Júlíana Sara upp skemmtileg augnablik í sjónvarpssögu okkar Íslendinga. 

Þættirnir fóru aftur af stað í gærkvöldi og þá var litið um öxl og tónleikarnir Coca Cola Rokk rifjaðir upp. Þeir voru haldnir árið 1992 og voru greinilega rosalegir.

Kvikmyndin Veggfóður var einnig rifjuð upp í þættinum og meðal annars hlutverk Ingibjargar Stefánsdóttur sem var vinsæl tónlistarkona á þeim tíma.

Töluvert var fjallað um sjálfan Helga Björns í þættinum sem steig á stokk á tónleikunum og fór til að mynda í athyglisvert viðtal við Eirík Jónsson á Stöð 2 á þessu tímabili. Viðtalið var rifjað upp og má sjá brot úr þætti gærkvöldsins hér að neðan.

Þann 17. júní síðastliðinn var Helgi Björnsson valinn Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2020. Helgi hlaut einnig riddarakrossinn fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og leiklistar.

Helgi Björnsson var gestur Telmu Lucindu Tómasson í mannlífsþættinum Hestalífið á dögunum. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.