Tvöfaldur sigur Jakobs í Meistaradeildinni Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2020 13:30 Jakob Svavar Sigurðsson með verðlaunin sín. mynd/meistaradeild.is Annað árið í röð stóð Jakob Svavar Sigurðsson uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum en hann vann öruggan sigur. Lið hans, Hjarðartún, vann liðakeppnina. Keppnistímabilið dróst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins en því lauk í gærkvöld á mótssvæði Sleipnis á Selfossi, með keppni í tölti og 100 m flugskeiði. Jakob var með nokkuð örugga forystu fyrir lokakvöldið, náði að halda henni og er því Meistarinn 2020. Hann hlaut 48,5 stig en næstur kom Viðar Ingólfsson með 35 stig og í 3. sæti varð Konráð Valur Sveinsson með 28 stig sem hann safnaði reyndar einungis í skeiðgreinum. Fjórgangur: 1.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Slaktaumatölt: 5.sæti – Vallarsól frá Völlum Fimmgangur: 1.sæti – Skýr frá Skálakoti Gæðingafimi: 4.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Gæðingaskeið: 10.sæti – Nökkvi frá Syðra-Skörðugili Flugskeið: 6.sæti – Jarl frá Kílhrauni Tölt: 4.-5.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Jakob var auk þess í liði Hjarðartúns sem sigraði liðakeppni Meistaradeildarinnar. Hjarðartún safnaði 377 stig og var með forystuna allt tímabilið. Liðið hlaut liðaplattann í fjórgangi (deildi honum með liði Eques/Kingsland), fimmgangi og 150 m skeiði. Hjarðartún vann liðakeppnina.mynd/meistaradeild.is Auk Jakobs voru í liðinu þau Helga Una Björnsdóttir (liðsstjóri), Elvar Þormarsson, Hans Þór Hilmarsson og Þórarinn Ragnarsson. Í 2. sæti varð lið Hrímnis/Export með 317,5 stig og í 3. sæti Hestvit/Árbakki með 311,5 stig. Heildarniðurstöður úr einstaklings- og liðakeppninni. Sigursteinn og Viðar unnu lokagreinarnar Sigursteinn Sumarliðason vann flugskeiðið í gær á Krókusi frá Dalbæ en þeir fóru 100 metrana á 7,37 sekúndum, 7/100 úr sekúndu hraðar en Jóhann Magnússon á Fröken frá Bessastöðum. Allir knapar klæddust bleikum bol til stuðnings Eddu Rúnar Ragnarsdóttur en stofnaður hefur verið styrktarsjóður henni og fjölskyldu hennar til stuðnings, en hún lenti í slysi þegar hún féll af hestbaki í byrjun maí. Viðar náði að saxa á Jakob í heildarkeppninni með því að vinna töltið af öryggi, á Maístjörnu frá Árbæjarhjáleigu II. Fengu þeir 8,83 í einkunn. Næstur kom Siguroddur Pétursson á Stegg frá Hrísdal en þeir fengu 8,5 í einkunn. Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Annað árið í röð stóð Jakob Svavar Sigurðsson uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum en hann vann öruggan sigur. Lið hans, Hjarðartún, vann liðakeppnina. Keppnistímabilið dróst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins en því lauk í gærkvöld á mótssvæði Sleipnis á Selfossi, með keppni í tölti og 100 m flugskeiði. Jakob var með nokkuð örugga forystu fyrir lokakvöldið, náði að halda henni og er því Meistarinn 2020. Hann hlaut 48,5 stig en næstur kom Viðar Ingólfsson með 35 stig og í 3. sæti varð Konráð Valur Sveinsson með 28 stig sem hann safnaði reyndar einungis í skeiðgreinum. Fjórgangur: 1.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Slaktaumatölt: 5.sæti – Vallarsól frá Völlum Fimmgangur: 1.sæti – Skýr frá Skálakoti Gæðingafimi: 4.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Gæðingaskeið: 10.sæti – Nökkvi frá Syðra-Skörðugili Flugskeið: 6.sæti – Jarl frá Kílhrauni Tölt: 4.-5.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Jakob var auk þess í liði Hjarðartúns sem sigraði liðakeppni Meistaradeildarinnar. Hjarðartún safnaði 377 stig og var með forystuna allt tímabilið. Liðið hlaut liðaplattann í fjórgangi (deildi honum með liði Eques/Kingsland), fimmgangi og 150 m skeiði. Hjarðartún vann liðakeppnina.mynd/meistaradeild.is Auk Jakobs voru í liðinu þau Helga Una Björnsdóttir (liðsstjóri), Elvar Þormarsson, Hans Þór Hilmarsson og Þórarinn Ragnarsson. Í 2. sæti varð lið Hrímnis/Export með 317,5 stig og í 3. sæti Hestvit/Árbakki með 311,5 stig. Heildarniðurstöður úr einstaklings- og liðakeppninni. Sigursteinn og Viðar unnu lokagreinarnar Sigursteinn Sumarliðason vann flugskeiðið í gær á Krókusi frá Dalbæ en þeir fóru 100 metrana á 7,37 sekúndum, 7/100 úr sekúndu hraðar en Jóhann Magnússon á Fröken frá Bessastöðum. Allir knapar klæddust bleikum bol til stuðnings Eddu Rúnar Ragnarsdóttur en stofnaður hefur verið styrktarsjóður henni og fjölskyldu hennar til stuðnings, en hún lenti í slysi þegar hún féll af hestbaki í byrjun maí. Viðar náði að saxa á Jakob í heildarkeppninni með því að vinna töltið af öryggi, á Maístjörnu frá Árbæjarhjáleigu II. Fengu þeir 8,83 í einkunn. Næstur kom Siguroddur Pétursson á Stegg frá Hrísdal en þeir fengu 8,5 í einkunn.
Fjórgangur: 1.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Slaktaumatölt: 5.sæti – Vallarsól frá Völlum Fimmgangur: 1.sæti – Skýr frá Skálakoti Gæðingafimi: 4.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Gæðingaskeið: 10.sæti – Nökkvi frá Syðra-Skörðugili Flugskeið: 6.sæti – Jarl frá Kílhrauni Tölt: 4.-5.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti
Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira