Lífið samstarf

Upplifðu töfra íslenska hálendisins - Hálendisrútan skutlar þér

Kynnisferðir – Reykjavik Excursions
Landmannalaugar er magnað svæði sem kalla má vin í hálendiseyðimörk Íslands.
Landmannalaugar er magnað svæði sem kalla má vin í hálendiseyðimörk Íslands.

Hálendisrúta Kynnisferða – Reykjavik Excursions er frábær kostur fyrir ferðalanga sem vilja upplifa töfra Þórsmerkur, Landmannalauga eða Skóga á eigin vegum og losna við að fara á einkabílnum. Hálendisrútan keyrir daglega inn í Landmannalaugar, Þórsmörk og að Skógum. Ef fólk ætlar sér að ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuháls er Hálendispassinn tilvalinn þar sem að valinn er upphafs- og endastaður eftir hentugleika. Bóka þarf sæti fyrirfram.

Hálendispassinn

Hálendispassinn er frábær valkostur fyrir sjálfstæða ferðalanginn og fullkomin leið til að kynnast tveimur af vinsælustu gönguleiðum Íslands, Fimmvörðuhálsi og Laugavegi. Þú kaupir einfaldlega einn Hálendispassa og færð far frá Reykjavík eða Hvolsvelli að upphafsstað gönguleiðarinnar og aftur til Reykjavíkur/Hvolsvallar þaðan sem gangan endar. Hálendisrútan ekur á hverjum morgni frá BSÍ í Reykjavík og einnig frá Lava Centre á Hvolsvelli. Bóka þarf sæti fyrirfram.

Fyrir farþega sem ætla í gönguferð sem endar í Þórsmörk er boðið upp á pakkasendingar í Húsadal, Langadal eða Bása. Þú getur bætt við farangri þegar þú bókar Hálendispassann og bílstjórinn sem fer í Þórsmörk tekur við pakkanum þínum á BSÍ í Reykjavík og kemur honum á áfangastað.

Landmannalaugar og Laugavegur

Landmannalaugar er magnað svæði sem kalla má vin í hálendiseyðimörk Íslands, umkringd litríkum líparítfjöllum og jarðböðum og fjölda fallegra gönguleiða er að finna á svæðinu. Flestir göngugarpar sem ganga Laugaveginn hefja gönguna í Landmannalaugum og gefa sér þrjá til fjóra daga til að ganga yfir í Þórsmörk. Laugavegurinn er sannkallað augnayndi þar sem fjölbreytt og stórbrotið landslagið kemur stöðugt á óvart.

Þórsmörk og Fimmvörðuháls

Þórsmörk er ævintýralegt svæði umkringt jöklum og skriðjöklum. Hálendisrútan ekur inn í Húsadal, Langadal og Bása og hjá Volcano Huts í Húsadal er hægt að gista í smáhýsum, fjallaskálum og sérstökum lúxustjöldum eða Glamping (glamorous camping) og þar eru spennandi gönguleiðir á hverju strái.

Glamping eða "glamorous camping" er einstök leið til þess að upplifa hálendið.

Fimmvörðuháls er önnur vinsæl gönguleið sem hefur slegið í gegn á undanförnum árum eftir eldgos á miðri leiðinni árið 2010. Gönguleiðin liggur frá hinum sívinsæla Skógafossi yfir í Þórsmörk, eða öfugt, og þræðir leið á milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls með tilheyrandi útsýni. Fimmvörðuháls er styttri en Laugavegurinn, tekur á bilinu 8-10 tíma, eftir hraða göngufólksins. Einnig kjósa margir að gista í skála á leiðinni og gefa sér tvo þægilega daga í gönguna. Það liggur nefnilega ekkert á í svona fallegu umhverfi.

Ferð yfir Fimmvörðuháls er magnað ævintýri.

Skógar

Töfrandi staður undir Eyjafjöllum þar sem Skógafoss steypist fram af bjarginu. Á leið að Skógum má sjá margar af helstu náttúruperlum Suðurlands eins og Vestmannaeyjar, Heklu, Eyjafjallajökul og Seljalandsfoss. Ef ætlunin er að ganga yfir Fimmvörðuháls þá hefst gangan frá Skógum og um að gera að nýta sér Hálendispassann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×