Haltu mér, slepptu mér Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 14. júní 2020 21:32 Getty Flest höfum við heyrt af fólki sem nær aftur saman eftir fjölda ára í sundur. Fallegar ástarsögur þar sem ástin hefur legið í dvala og öðlast svo nýtt líf. Svo eru það dæmin af samböndum sem eru alltaf að hætta og byrja aftur. Haltu mér, slepptu mér sambönd þar sem fólk virðist hvorki geta lifað með né án hvors annars. Hvenær vitum við hvort að við séum að gefa ástinni nýtt tækifæri eða að eyða dýrmætum tíma í samband sem á sér enga von? Að hætta saman og byrja svo saman aftur getur stundum veitt fólki einhverja spennu og sælutilfinningu sem sumir geta jafnvel ánetjast. Ef þetta gerist aftur og aftur getur skapast mikið ójafnvægi í sambandinu og fólk upplifað mikið óöryggi. Makmál könnuðu í síðustu viku hversu margir hafa leitað aftur í samband með fyrrverandi maka og sögðust rúmlega helmingur hafa leitað aftur á fyrri mið. Í nýlegri grein úr tímaritinu Man Repeller var farið yfir fimm atriði sem geta reynst gagnleg að hugleiða áður en ákveðið er að taka aftur upp samband með fyrrverandi maka. 1. Ertu viss um að þú viljir sambandið, eða er ástarsorgin að tala? Að slíta sambandi er yfirleitt alltaf erfitt og þegar við upplifum sorg er auðvelt að falla í þá gryfju að taka aftur saman bara til að sefa sorgina. Við þurfum yfirleitt öll tíma til að komast yfir sorgina þó að við vitum að sambandið sé búið svo að vertu viss um hvort að þú raunverulega viljir sambandið aftur eða hvort þú sért bara að sefa sorgina. 2. Hvað myndir þú ráðleggja þínum besta vini ef hann væri í sömu aðstæðum og þú? Það er stundum erfitt að sjá skóginn fyrir trjánum og leitum við þess vegna oft í ráð frá nánum vinum okkar. Þó að utanaðkomandi aðilar viti aldrei alveg hvernig sambandið þitt var þá er gott að rýna í viðbrögð vina við sambandsslitunum. Oft höfum við betri dómgreind á aðstæður vina en okkar eigin og ef þú prófar að setja besta vin þinn í þínar aðstæður er gott að hugsa það vel hvað þú myndir ráðleggja honum. 3. Hvað þarf að gera til að laga vandamálin sem ollu sambandsslitunum og eru báðir aðilar tilbúnir til að laga þau? Auðveldasti parturinn er að vilja taka aftur saman, en hvað svo? Ef annar aðilinn er ekki tilbúinn til að horfast í augu við það sem var að í sambandinu og reyna að laga það, þá ertu með svarið. 4. Hefur þú gefið sambandsslitunum nægt andrými? Er vika síðan þið hættuð saman? Tvær? Gefðu því lengri tíma. Upplifðu sorgina og gefðu þér tíma til að reyna að sjá skýrt og komast úr sorgar-þokunni. Reyndu að finna hvort að hugsunin um það að taka aftur saman sé auðvelda leiðin eða sú rétta. Stundum er auðvelda leiðin bara skammgóður vermir. 5. Hvað er það sem raunverulega hræðir þig? Hræðir það þig að vera í ástarsorg, vera einn, eða að byrja aftur í slæmu sambandi? Gefðu þér tíma til að átta þig á því hvað það er sem hræðir þig og stígðu inn í óttann. Ef þú getur ekki verið glaður einn, eru litlar líkur á því að þú getir orðið glaður aftur með fyrrverandi maka. Þeir sem vilja deila sögu sinni með Makamálum geta sent póst á netfangið: makamal@syn.is. Fullum trúnaði heitið. Ástin og lífið Tengdar fréttir Helmingur segist hafa leitað aftur í gamla sambandið Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála segist helmingur lesenda hafa tekið aftur upp samband með fyrrverandi maka. 13. júní 2020 12:29 Spurning vikunnar: Finnst þér makinn þinn fyndinn? Það eru mismundandi hlutir sem fá okkur til að heillast og hrífast af annari manneskju. En hversu mikilvægur þáttur er hlátur og húmor? 12. júní 2020 08:12 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Hláturinn lengir sambandið Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Flest höfum við heyrt af fólki sem nær aftur saman eftir fjölda ára í sundur. Fallegar ástarsögur þar sem ástin hefur legið í dvala og öðlast svo nýtt líf. Svo eru það dæmin af samböndum sem eru alltaf að hætta og byrja aftur. Haltu mér, slepptu mér sambönd þar sem fólk virðist hvorki geta lifað með né án hvors annars. Hvenær vitum við hvort að við séum að gefa ástinni nýtt tækifæri eða að eyða dýrmætum tíma í samband sem á sér enga von? Að hætta saman og byrja svo saman aftur getur stundum veitt fólki einhverja spennu og sælutilfinningu sem sumir geta jafnvel ánetjast. Ef þetta gerist aftur og aftur getur skapast mikið ójafnvægi í sambandinu og fólk upplifað mikið óöryggi. Makmál könnuðu í síðustu viku hversu margir hafa leitað aftur í samband með fyrrverandi maka og sögðust rúmlega helmingur hafa leitað aftur á fyrri mið. Í nýlegri grein úr tímaritinu Man Repeller var farið yfir fimm atriði sem geta reynst gagnleg að hugleiða áður en ákveðið er að taka aftur upp samband með fyrrverandi maka. 1. Ertu viss um að þú viljir sambandið, eða er ástarsorgin að tala? Að slíta sambandi er yfirleitt alltaf erfitt og þegar við upplifum sorg er auðvelt að falla í þá gryfju að taka aftur saman bara til að sefa sorgina. Við þurfum yfirleitt öll tíma til að komast yfir sorgina þó að við vitum að sambandið sé búið svo að vertu viss um hvort að þú raunverulega viljir sambandið aftur eða hvort þú sért bara að sefa sorgina. 2. Hvað myndir þú ráðleggja þínum besta vini ef hann væri í sömu aðstæðum og þú? Það er stundum erfitt að sjá skóginn fyrir trjánum og leitum við þess vegna oft í ráð frá nánum vinum okkar. Þó að utanaðkomandi aðilar viti aldrei alveg hvernig sambandið þitt var þá er gott að rýna í viðbrögð vina við sambandsslitunum. Oft höfum við betri dómgreind á aðstæður vina en okkar eigin og ef þú prófar að setja besta vin þinn í þínar aðstæður er gott að hugsa það vel hvað þú myndir ráðleggja honum. 3. Hvað þarf að gera til að laga vandamálin sem ollu sambandsslitunum og eru báðir aðilar tilbúnir til að laga þau? Auðveldasti parturinn er að vilja taka aftur saman, en hvað svo? Ef annar aðilinn er ekki tilbúinn til að horfast í augu við það sem var að í sambandinu og reyna að laga það, þá ertu með svarið. 4. Hefur þú gefið sambandsslitunum nægt andrými? Er vika síðan þið hættuð saman? Tvær? Gefðu því lengri tíma. Upplifðu sorgina og gefðu þér tíma til að reyna að sjá skýrt og komast úr sorgar-þokunni. Reyndu að finna hvort að hugsunin um það að taka aftur saman sé auðvelda leiðin eða sú rétta. Stundum er auðvelda leiðin bara skammgóður vermir. 5. Hvað er það sem raunverulega hræðir þig? Hræðir það þig að vera í ástarsorg, vera einn, eða að byrja aftur í slæmu sambandi? Gefðu þér tíma til að átta þig á því hvað það er sem hræðir þig og stígðu inn í óttann. Ef þú getur ekki verið glaður einn, eru litlar líkur á því að þú getir orðið glaður aftur með fyrrverandi maka. Þeir sem vilja deila sögu sinni með Makamálum geta sent póst á netfangið: makamal@syn.is. Fullum trúnaði heitið.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Helmingur segist hafa leitað aftur í gamla sambandið Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála segist helmingur lesenda hafa tekið aftur upp samband með fyrrverandi maka. 13. júní 2020 12:29 Spurning vikunnar: Finnst þér makinn þinn fyndinn? Það eru mismundandi hlutir sem fá okkur til að heillast og hrífast af annari manneskju. En hversu mikilvægur þáttur er hlátur og húmor? 12. júní 2020 08:12 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Hláturinn lengir sambandið Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Helmingur segist hafa leitað aftur í gamla sambandið Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála segist helmingur lesenda hafa tekið aftur upp samband með fyrrverandi maka. 13. júní 2020 12:29
Spurning vikunnar: Finnst þér makinn þinn fyndinn? Það eru mismundandi hlutir sem fá okkur til að heillast og hrífast af annari manneskju. En hversu mikilvægur þáttur er hlátur og húmor? 12. júní 2020 08:12