Tæplega 800 milljónir til UNICEF á síðasta ári Heimsljós 12. júní 2020 13:21 UNICEF Framlög utanríkisráðuneytisins til verkefna Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) námu 787 milljónum króna á síðasta ári en UNICEF er skilgreind sem ein af fjórum lykilstofnunum í marghliða þróunarsamvinnu Íslands ásamt Alþjóðabankanum, UN Women og Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). „Íslenska ríkið er álitið fyrirmyndar styktaraðili UNICEF vegna hárra kjarnaframlaga og mjög mikils stuðnings miðað við höfðatölu,“ segir í nýrri ársskýrslu landsnefndar UNICEF. Kjarnaframlögin námu tæplega 130 milljónum króna en slík framlög eru ekki eyrnamerkt ákveðnum verkefnum og hjálpa UNCEF að sinna þróunar- og hjálparstarfi á svæðum sem eru ekki í kastljósi fjölmiðla og umheimsins. „Við færum íslenskum yfirvöldum hugheilar þakkir fyrir hönd þeirra ótal barna sem njóta góðs af stuðningnum,“ segir í ársskýrslu UNICEF. „Fyrir utan hin mikilvægu kjarnaframlög, styður Ísland ýmis verkefni UNICEF víða um heim. Íslenska ríkið styður rausnarlega við mikilvæg vatns- og hreinlætisverkefni UNICEF í Síerra Leóne og Líberíu. Verkefnin snúa bæði að stórum hluta að því að auka verðmæti og gæði fiskafurða og bæta lífsviðurværi þeirra sem í starfa í fiskverkun, en konur eru þar í miklum meirihluta. Styrkur til Síerra Leóne nam rúmum 258 milljónum og til Líberíu um 116 milljónum króna. UNICEF og UNFPA eru í framlínu þeirra sem bregðast við COVID-19 faraldrinum og mun UNICEF leggja fram beiðni um að nýta hluta framlagsins í COVID-19 tengd verkefni,“ segir í skýrslunni. Utanríkisráðuneytið studdi einnig við þróunar- og mannúðarverkefni í flóttamannabyggðum UNICEF í Úganda um tæpar 95 milljónir króna. Verkefnið nær til yfir 12 þúsund íbúa, bæði flóttamanna og heimamanna og snýr að uppbyggingu vatns- og salernismála. Ráðuneytið studdi einnig við verkefni í Síerra Leóne um rúmar 37 milljónir sem snýr að því að sporna við brottfalli stúlkna úr skólum og bæta hreinlætisaðstöðu þegar þær eru á blæðingum. Þá styrkti ráðuneytið einnig við verkefni UNICEF í Palestínu á sviði heilbrigðismála um 20 milljónir króna og verkefni UNICEF í Sýrlandi um tæplega 27 milljónir króna. „Til viðbótar við ofantalinn fjárstuðning hafa íslenskt stjórnvöld verið drjúgur bandamaður UNICEF við réttindavörslu barna og þátttöku barna á alþjóðavettvangi og er það afar þakkarvert,“ segir í ársskýrslu UNICEF. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent
Framlög utanríkisráðuneytisins til verkefna Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) námu 787 milljónum króna á síðasta ári en UNICEF er skilgreind sem ein af fjórum lykilstofnunum í marghliða þróunarsamvinnu Íslands ásamt Alþjóðabankanum, UN Women og Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). „Íslenska ríkið er álitið fyrirmyndar styktaraðili UNICEF vegna hárra kjarnaframlaga og mjög mikils stuðnings miðað við höfðatölu,“ segir í nýrri ársskýrslu landsnefndar UNICEF. Kjarnaframlögin námu tæplega 130 milljónum króna en slík framlög eru ekki eyrnamerkt ákveðnum verkefnum og hjálpa UNCEF að sinna þróunar- og hjálparstarfi á svæðum sem eru ekki í kastljósi fjölmiðla og umheimsins. „Við færum íslenskum yfirvöldum hugheilar þakkir fyrir hönd þeirra ótal barna sem njóta góðs af stuðningnum,“ segir í ársskýrslu UNICEF. „Fyrir utan hin mikilvægu kjarnaframlög, styður Ísland ýmis verkefni UNICEF víða um heim. Íslenska ríkið styður rausnarlega við mikilvæg vatns- og hreinlætisverkefni UNICEF í Síerra Leóne og Líberíu. Verkefnin snúa bæði að stórum hluta að því að auka verðmæti og gæði fiskafurða og bæta lífsviðurværi þeirra sem í starfa í fiskverkun, en konur eru þar í miklum meirihluta. Styrkur til Síerra Leóne nam rúmum 258 milljónum og til Líberíu um 116 milljónum króna. UNICEF og UNFPA eru í framlínu þeirra sem bregðast við COVID-19 faraldrinum og mun UNICEF leggja fram beiðni um að nýta hluta framlagsins í COVID-19 tengd verkefni,“ segir í skýrslunni. Utanríkisráðuneytið studdi einnig við þróunar- og mannúðarverkefni í flóttamannabyggðum UNICEF í Úganda um tæpar 95 milljónir króna. Verkefnið nær til yfir 12 þúsund íbúa, bæði flóttamanna og heimamanna og snýr að uppbyggingu vatns- og salernismála. Ráðuneytið studdi einnig við verkefni í Síerra Leóne um rúmar 37 milljónir sem snýr að því að sporna við brottfalli stúlkna úr skólum og bæta hreinlætisaðstöðu þegar þær eru á blæðingum. Þá styrkti ráðuneytið einnig við verkefni UNICEF í Palestínu á sviði heilbrigðismála um 20 milljónir króna og verkefni UNICEF í Sýrlandi um tæplega 27 milljónir króna. „Til viðbótar við ofantalinn fjárstuðning hafa íslenskt stjórnvöld verið drjúgur bandamaður UNICEF við réttindavörslu barna og þátttöku barna á alþjóðavettvangi og er það afar þakkarvert,“ segir í ársskýrslu UNICEF. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent