„Það er yndislegt að geta byrjað aftur eftir mikið líkamlegt hark í Covid-ástandinu. Við vorum bara að hlaupa og gera styrktaræfingar. Maður var farinn að sakna þess að sparka í tuðruna,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson er blaðamaður Vísis truflaði hann í hádegismat á dögunum. Höskuldur er nýr fyrirliði Breiðabliks sem flestir spá að muni berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Blikar hafa endað í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar undanfarin tvö ár og með komu Óskars Hrafns Þorvaldssonar í þjálfarastólinn vonast þeir til að geta tekið stóra skrefið og orðið Íslandsmeistarar. Að sögn Höskuldar koma Blikar ágætlega undan hléinu sem gert var vegna kórónuveirufaraldursins. „Það kom skemmtilega á óvart hversu hátt tempó var í fyrsta æfingaleiknum eftir Covid. Við erum með mæla sem sýna hlaupatölur og annað og það kom betur út en við mátti búast miðað við að það voru ellefu vikur frá síðasta leik.“ Nýir og breyttir tímar Breiðablik fékk áðurnefndan Óskar Hrafn frá Gróttu sem fór upp um tvær deildir á jafn mörgum árum undir hans stjórn. Hann hefur innleitt nýjan leikstíl hjá Breiðabliki þar sem áhersla er lögð á að halda boltanum, spila frá markverði og út úr pressu og setja síðan stífa pressu á andstæðinginn þegar boltinn tapast. Höskuldur hefur leikið 88 leiki fyrir Breiðablik í efstu deild og skorað átján mörk.vísir/bára Höskuldur er ekki á því að hléið hafi haft meiri áhrif á Blika en önnur lið þótt liðið sé enn að venjast breyttum leikstíl. „Ég myndi ekki segja það. Þetta riðlaði taktinum aðeins og maður fann það í fyrsta æfingaleiknum eftir Covid gegn Val. Við vorum ekki alveg í sama takti og við vorum komnir áður en hléið skall á. En við verðum fljótir að ná því aftur,“ sagði Höskuldur. Mannskapur sem hentar leikstílnum Honum finnst sem Blikar hafi náð tökum á nýjum leikstíl þótt enn megi ýmislegt bæta. „Við munum alltaf verða betri og betri í þessu. Þetta eru svolítið sérstakar áherslur og nýtt fyrir alla. En í grunninn snýst þetta um að senda boltann og hreyfa sig rétt án hans. Við erum með góðan mannskap í það. Við erum á góðum stað og þetta verður bara betra,“ sagði Höskuldur og bætti við að leikmannahópur Breiðabliks hafi tekið vel í hugmyndir Óskars Hrafns. Þetta eru breyttar áherslur en þjálfarateymið hefur matað okkur í réttum skömmtum. Öllu var ekki hent í okkur á degi eitt. Þeir tóku þetta í réttum skrefum. Fyrst var þetta pínu skrítið og þetta er mjög áhættusamur fótbolti. En þegar við byrjuðum að sjá ávinninginn af þessu keyptu menn þetta og fóru að hafa meiri trú á þessu. Í vetur tók Höskuldur við fyrirliðabandinu hjá Breiðabliki af Gunnleifi Gunnleifssyni. Hann segir að það hafi ekki komið sér mikið á óvart að fá þessa ábyrgðarstöðu. Höskuldur lék sinn fyrsta A-landsleik í janúar á þessu ári.vísir/vilhelm „Ég bjóst við því frekar en ekki. Þótt ég sé enn tiltölulega ungur hef ég spilað í meistaraflokki síðan 2011 og er kominn með mikla reynslu. Þetta er fyrst og fremst mikill heiður og ég tók þessu fagnandi. Ég vona að ég vaxi í þessu hlutverki og leiða liðið á næstu árum,“ sagði Höskuldur. Þyrstir í árangur Kantmaðurinn knái er uppalinn Bliki úr vesturbæ Kópavogs. Hann man vel þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari fyrir tíu árum og dreymir upplifa sigurtilfinninguna sem leikmaður en ekki bara sem áhorfandi. „Alveg klárlega, maður er með blóð á tönnunum,“ sagði Höskuldur. „Mér finnst við vera með nógu góðan hóp og blöndu af leikmönnum til að gera alvöru atlögu að Íslandsmeistaratitlinum, í ár og á næstu árum.“ Höskuldur sló í gegn sumarið 2015 þegar hann lék þ20 leiki og skoraði sex mörk fyrir Breiðablik sem lenti í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. Að tímabilinu loknu var Höskuldur var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Dvelur í núinu Höskuldur lék áfram með Breiðabliki 2016 og fram á mitt sumar 2017 þegar sænska félagið Halmstad keypti hann. Höskuldur kom svo aftur heim fyrir síðasta tímabil þegar hann var lánaður til Breiðabliks. Hann skoraði sjö mörk í 20 deildarleikjum á síðasta tímabili og skrifaði svo undir þriggja ára samning við Breiðablik í vetur. Höskuldur og félagar í Breiðabliki skoruðu flest mörk allra í Pepsi Max-deildinni í fyrra (45).vísir/vilhelm „Einbeitingin er fyrst og fremst á Breiðablik en ég loka ekkert á það að fara aftur út. Ég er enn nokkuð ungur. En í gegnum árin ég hef lært að einbeita mér að því sem ég er að gera hér og nú,“ sagði Höskuldur sem lék 36 deildarleiki fyrir Halmstad og skoraði fimm mörk. „Þessi reynsla var mjög dýrmæt. Það gekk vel, sérstaklega fyrstu tvö tímabilin. Ég var í góðum bæ í suður-Svíþjóð hjá topp félagi. Það var ótrúlega gaman að spila í Allsvenskan [sænsku úrvalsdeildinni] en því miður féllum við. En burtséð frá fótboltanum var líka gaman að læra nýtt tungumál og standa á eigin fótum.“ Hark og heilbrigð samkeppni Höskuldur er fæddur 1994 og er einn þriggja úr þeim árgangi sem er í lykilhlutverki í liði Breiðabliks ásamt Viktori Erni Margeirssyni og Gísla Eyjólfssyni. Þá leikur jafnaldri þeirra, Árni Vilhjálmsson, sem atvinnumaður hjá Kolos Kovalivka í Úkraínu. Það hefur því orðið heilmikið úr árgangi sem var ekki jafn umtalaður og t.d. 1995-árgangurinn í Breiðabliki. Við flugum svolítið undir radarinn og erum vanmetni árgangurinn. Við höfum alltaf þurft að harka og hafa fyrir hlutunum og það herti okkur félagana. Það hefur skilað sér. Höskuldur segir að strákarnir í 1994-árganginum í Breiðabliki hafi þurft að leggja mikla vinnu á sig til að vera sýnilegir ef svo má segja. „Það var svolítið þannig ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Þetta var ekkert ástand en það var heilbrigð samkeppni milli 1994- og 1995-árganganna. Það ýtti undir vinnusemi hjá okkur.“ Höskuldur ásamt dyggum stuðningsmanni Breiðabliks.vísir/vilhelm Höskuldur hefur nóg að gera utan fótboltans. Hann stundar nám í viðskiptafræði og vinnur á sambýli í vesturbænum í Kópavogi. Þá aðstoðar hann samherja sinn, Guðjón Pétur Lýðsson, við hinar ýmsu framkvæmdir. „Ég er ekki ofvirkur en aktífur og með marga bolta á lofti,“ sagði Höskuldur og bætti við að vinnan á sambýlinu fari vel með fótboltanum. „Þetta er vaktavinna og ég er með góða yfirmenn sem eru fótboltaunnendur og sýna skilning á sveiflukenndri dagskrá og alls konar æfingatímum.“ Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2020: Flýgur Hrafninn í Kópavoginum? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 11. júní 2020 10:00 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti
„Það er yndislegt að geta byrjað aftur eftir mikið líkamlegt hark í Covid-ástandinu. Við vorum bara að hlaupa og gera styrktaræfingar. Maður var farinn að sakna þess að sparka í tuðruna,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson er blaðamaður Vísis truflaði hann í hádegismat á dögunum. Höskuldur er nýr fyrirliði Breiðabliks sem flestir spá að muni berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Blikar hafa endað í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar undanfarin tvö ár og með komu Óskars Hrafns Þorvaldssonar í þjálfarastólinn vonast þeir til að geta tekið stóra skrefið og orðið Íslandsmeistarar. Að sögn Höskuldar koma Blikar ágætlega undan hléinu sem gert var vegna kórónuveirufaraldursins. „Það kom skemmtilega á óvart hversu hátt tempó var í fyrsta æfingaleiknum eftir Covid. Við erum með mæla sem sýna hlaupatölur og annað og það kom betur út en við mátti búast miðað við að það voru ellefu vikur frá síðasta leik.“ Nýir og breyttir tímar Breiðablik fékk áðurnefndan Óskar Hrafn frá Gróttu sem fór upp um tvær deildir á jafn mörgum árum undir hans stjórn. Hann hefur innleitt nýjan leikstíl hjá Breiðabliki þar sem áhersla er lögð á að halda boltanum, spila frá markverði og út úr pressu og setja síðan stífa pressu á andstæðinginn þegar boltinn tapast. Höskuldur hefur leikið 88 leiki fyrir Breiðablik í efstu deild og skorað átján mörk.vísir/bára Höskuldur er ekki á því að hléið hafi haft meiri áhrif á Blika en önnur lið þótt liðið sé enn að venjast breyttum leikstíl. „Ég myndi ekki segja það. Þetta riðlaði taktinum aðeins og maður fann það í fyrsta æfingaleiknum eftir Covid gegn Val. Við vorum ekki alveg í sama takti og við vorum komnir áður en hléið skall á. En við verðum fljótir að ná því aftur,“ sagði Höskuldur. Mannskapur sem hentar leikstílnum Honum finnst sem Blikar hafi náð tökum á nýjum leikstíl þótt enn megi ýmislegt bæta. „Við munum alltaf verða betri og betri í þessu. Þetta eru svolítið sérstakar áherslur og nýtt fyrir alla. En í grunninn snýst þetta um að senda boltann og hreyfa sig rétt án hans. Við erum með góðan mannskap í það. Við erum á góðum stað og þetta verður bara betra,“ sagði Höskuldur og bætti við að leikmannahópur Breiðabliks hafi tekið vel í hugmyndir Óskars Hrafns. Þetta eru breyttar áherslur en þjálfarateymið hefur matað okkur í réttum skömmtum. Öllu var ekki hent í okkur á degi eitt. Þeir tóku þetta í réttum skrefum. Fyrst var þetta pínu skrítið og þetta er mjög áhættusamur fótbolti. En þegar við byrjuðum að sjá ávinninginn af þessu keyptu menn þetta og fóru að hafa meiri trú á þessu. Í vetur tók Höskuldur við fyrirliðabandinu hjá Breiðabliki af Gunnleifi Gunnleifssyni. Hann segir að það hafi ekki komið sér mikið á óvart að fá þessa ábyrgðarstöðu. Höskuldur lék sinn fyrsta A-landsleik í janúar á þessu ári.vísir/vilhelm „Ég bjóst við því frekar en ekki. Þótt ég sé enn tiltölulega ungur hef ég spilað í meistaraflokki síðan 2011 og er kominn með mikla reynslu. Þetta er fyrst og fremst mikill heiður og ég tók þessu fagnandi. Ég vona að ég vaxi í þessu hlutverki og leiða liðið á næstu árum,“ sagði Höskuldur. Þyrstir í árangur Kantmaðurinn knái er uppalinn Bliki úr vesturbæ Kópavogs. Hann man vel þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari fyrir tíu árum og dreymir upplifa sigurtilfinninguna sem leikmaður en ekki bara sem áhorfandi. „Alveg klárlega, maður er með blóð á tönnunum,“ sagði Höskuldur. „Mér finnst við vera með nógu góðan hóp og blöndu af leikmönnum til að gera alvöru atlögu að Íslandsmeistaratitlinum, í ár og á næstu árum.“ Höskuldur sló í gegn sumarið 2015 þegar hann lék þ20 leiki og skoraði sex mörk fyrir Breiðablik sem lenti í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. Að tímabilinu loknu var Höskuldur var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Dvelur í núinu Höskuldur lék áfram með Breiðabliki 2016 og fram á mitt sumar 2017 þegar sænska félagið Halmstad keypti hann. Höskuldur kom svo aftur heim fyrir síðasta tímabil þegar hann var lánaður til Breiðabliks. Hann skoraði sjö mörk í 20 deildarleikjum á síðasta tímabili og skrifaði svo undir þriggja ára samning við Breiðablik í vetur. Höskuldur og félagar í Breiðabliki skoruðu flest mörk allra í Pepsi Max-deildinni í fyrra (45).vísir/vilhelm „Einbeitingin er fyrst og fremst á Breiðablik en ég loka ekkert á það að fara aftur út. Ég er enn nokkuð ungur. En í gegnum árin ég hef lært að einbeita mér að því sem ég er að gera hér og nú,“ sagði Höskuldur sem lék 36 deildarleiki fyrir Halmstad og skoraði fimm mörk. „Þessi reynsla var mjög dýrmæt. Það gekk vel, sérstaklega fyrstu tvö tímabilin. Ég var í góðum bæ í suður-Svíþjóð hjá topp félagi. Það var ótrúlega gaman að spila í Allsvenskan [sænsku úrvalsdeildinni] en því miður féllum við. En burtséð frá fótboltanum var líka gaman að læra nýtt tungumál og standa á eigin fótum.“ Hark og heilbrigð samkeppni Höskuldur er fæddur 1994 og er einn þriggja úr þeim árgangi sem er í lykilhlutverki í liði Breiðabliks ásamt Viktori Erni Margeirssyni og Gísla Eyjólfssyni. Þá leikur jafnaldri þeirra, Árni Vilhjálmsson, sem atvinnumaður hjá Kolos Kovalivka í Úkraínu. Það hefur því orðið heilmikið úr árgangi sem var ekki jafn umtalaður og t.d. 1995-árgangurinn í Breiðabliki. Við flugum svolítið undir radarinn og erum vanmetni árgangurinn. Við höfum alltaf þurft að harka og hafa fyrir hlutunum og það herti okkur félagana. Það hefur skilað sér. Höskuldur segir að strákarnir í 1994-árganginum í Breiðabliki hafi þurft að leggja mikla vinnu á sig til að vera sýnilegir ef svo má segja. „Það var svolítið þannig ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Þetta var ekkert ástand en það var heilbrigð samkeppni milli 1994- og 1995-árganganna. Það ýtti undir vinnusemi hjá okkur.“ Höskuldur ásamt dyggum stuðningsmanni Breiðabliks.vísir/vilhelm Höskuldur hefur nóg að gera utan fótboltans. Hann stundar nám í viðskiptafræði og vinnur á sambýli í vesturbænum í Kópavogi. Þá aðstoðar hann samherja sinn, Guðjón Pétur Lýðsson, við hinar ýmsu framkvæmdir. „Ég er ekki ofvirkur en aktífur og með marga bolta á lofti,“ sagði Höskuldur og bætti við að vinnan á sambýlinu fari vel með fótboltanum. „Þetta er vaktavinna og ég er með góða yfirmenn sem eru fótboltaunnendur og sýna skilning á sveiflukenndri dagskrá og alls konar æfingatímum.“
Pepsi Max-spáin 2020: Flýgur Hrafninn í Kópavoginum? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 11. júní 2020 10:00