Unnur og Vigdís fara með aðalhlutverk í Framúrskarandi vinkona Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júní 2020 13:31 Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir fara með aðalhlutverkin í verkinu. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir munu fara með hlutverk vinkvennanna Elenu og Lilu í sýningunni Framúrskarandi vinkona, sem byggir á Napólísögum Ferrante og hefur farið sigurför um heiminn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Leikhúsiði leitar nú að tveimur stúlkum á aldrinum 8-12 ára til þess að fara með hlutverk vinkvennanna sem börn. Leikstjórinn Yael Farber frá Suður-Afríku muni leikstýra verkinu, en koma hennar þykir mikill hvalreki fyrir leikhúslífið því hún hefur á undanförnum árum verið einn farsælasti og eftirsóttasti leikstjóri heimsins. Vinsældir bókanna um þær Elenu og Lilu hafa verið miklar undanfarin en Þjóðleikhúsið sýnir verkið á Stóra sviðinu í haust. Líkt og þeir sem hafa lesið bækur Ferrante þekkja er um að ræða frásögn tveggja kvenna allt frá nöturlegri barnæsku þeirra í Napólí og fram á efri ár. Áheyrnarprufur verða 15. júní þar sem leitað er að tveimur stúlkum til að fara með hlutverk Elenu og Lilu á yngri árum. Hér er hægt að sjá allar upplýsingar um prufuna. Aldrei áður leikið saman Unnur Ösp og Vigdís Hrefna hafa verið áberandi í leikhúslífinu undanfarin ár. Unnur hefur verið samningsbundin í Borgarleikhúsinu um árabil þar sem hún hefur leikið fjölmörg stór hlutverk auk þess sem hún hefur getið sér gott orð sem leikstjóri. Nú í upphafi ársins færði hún sig yfir til Þjóðleikhússins og er nú samningsbundinn leikstjóri og leikkona. Vigdís Hrefna hefur leikið fjölmörg og ólík hlutverk í Þjóðleikhúsinu þar sem hún hefur verið í hópi fastráðinna leikara um árabil. Síðastliðið ár hefur hún verið í Englandi þar sem hún hefur stundað nám í leikstjórn. Uppsetningin á Framúrskarandi vinkonu mun sameina þær Unni og Vigdísi, en þær hafa verið miklar vinkonur um áratuga skeið - en þó hafa þær ekki leikið saman á sviði síðan þær útskrifuðust úr Leiklistarskóla. „Uppsetning Yael Farber á Framúrskarandi vinkonum verður án vafa mikil leikhúsveisla,“ segir Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri og bætir við: „Við erum ákaflega spennt að sviðsetja þetta verk sem hefur snert streng í hjörtum fólks um alla veröld. Það er leitun að bókaflokki sem hefur náð svo mikilli útbreiðslu á jafn skömmum tíma. Sagan er hjartnæm, grimm en einnig falleg og við getum varla beðið eftir því að hefja vinnu við verkið með leikstjóranum Yael Farber en hún er eftirsóttur leikstjóri um allan heim og við erum ákaflega þakklát að fá að njóta krafta hennar hér í Þjóðleikhúsinu.“ Menning Leikhús Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira
Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir munu fara með hlutverk vinkvennanna Elenu og Lilu í sýningunni Framúrskarandi vinkona, sem byggir á Napólísögum Ferrante og hefur farið sigurför um heiminn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Leikhúsiði leitar nú að tveimur stúlkum á aldrinum 8-12 ára til þess að fara með hlutverk vinkvennanna sem börn. Leikstjórinn Yael Farber frá Suður-Afríku muni leikstýra verkinu, en koma hennar þykir mikill hvalreki fyrir leikhúslífið því hún hefur á undanförnum árum verið einn farsælasti og eftirsóttasti leikstjóri heimsins. Vinsældir bókanna um þær Elenu og Lilu hafa verið miklar undanfarin en Þjóðleikhúsið sýnir verkið á Stóra sviðinu í haust. Líkt og þeir sem hafa lesið bækur Ferrante þekkja er um að ræða frásögn tveggja kvenna allt frá nöturlegri barnæsku þeirra í Napólí og fram á efri ár. Áheyrnarprufur verða 15. júní þar sem leitað er að tveimur stúlkum til að fara með hlutverk Elenu og Lilu á yngri árum. Hér er hægt að sjá allar upplýsingar um prufuna. Aldrei áður leikið saman Unnur Ösp og Vigdís Hrefna hafa verið áberandi í leikhúslífinu undanfarin ár. Unnur hefur verið samningsbundin í Borgarleikhúsinu um árabil þar sem hún hefur leikið fjölmörg stór hlutverk auk þess sem hún hefur getið sér gott orð sem leikstjóri. Nú í upphafi ársins færði hún sig yfir til Þjóðleikhússins og er nú samningsbundinn leikstjóri og leikkona. Vigdís Hrefna hefur leikið fjölmörg og ólík hlutverk í Þjóðleikhúsinu þar sem hún hefur verið í hópi fastráðinna leikara um árabil. Síðastliðið ár hefur hún verið í Englandi þar sem hún hefur stundað nám í leikstjórn. Uppsetningin á Framúrskarandi vinkonu mun sameina þær Unni og Vigdísi, en þær hafa verið miklar vinkonur um áratuga skeið - en þó hafa þær ekki leikið saman á sviði síðan þær útskrifuðust úr Leiklistarskóla. „Uppsetning Yael Farber á Framúrskarandi vinkonum verður án vafa mikil leikhúsveisla,“ segir Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri og bætir við: „Við erum ákaflega spennt að sviðsetja þetta verk sem hefur snert streng í hjörtum fólks um alla veröld. Það er leitun að bókaflokki sem hefur náð svo mikilli útbreiðslu á jafn skömmum tíma. Sagan er hjartnæm, grimm en einnig falleg og við getum varla beðið eftir því að hefja vinnu við verkið með leikstjóranum Yael Farber en hún er eftirsóttur leikstjóri um allan heim og við erum ákaflega þakklát að fá að njóta krafta hennar hér í Þjóðleikhúsinu.“
Menning Leikhús Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira