Áhersla verði lögð á jafnréttismál og aðkomu einkageirans í viðbrögðum Alþjóðabankans við COVID-19 Heimsljós 2. júní 2020 16:24 Ráðherra á fjarfundi með Alþjóðabankanum í dag. Viðbrögð og aðgerðir Alþjóðabankans við COVID-19 faraldrinum voru til umfjöllunar á fundi ráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja með David Malpass forseta Alþjóðabankans í dag. „Það er mikilvægt að hagsmunir kvenna gleymist ekki í félagslegri og efnahagslegri uppbyggingu samfélaga eftir COVID-19 faraldurinn. Auk þess er aðkoma einkageirans ákaflega mikilvæg í allri uppbyggingu, með áherslu á nýsköpun og grænar lausnir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á fundinum. Jafnframt minnti ráðherra á málefni hafsins og mikilvægi þess að vernda auðlindir hafsins til að auka viðnámsþrótt og fæðuöryggi samfélaga til lengri tíma. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda eitt kjördæmi hjá Alþjóðabankanum og vinna sameiginlega að áherslum á ákveðnum málaefnasviðum. Ísland er í forsæti ríkjanna í stjórn bankans um þessar mundir. Samráðsfundir kjördæmisins með forseta bankans eru haldnir árlega. Síðasti fundur var haldinn í Reykjavík í mars 2019. Svíar áttu upphaflega að halda fundinn í dag í Stokkhólmi en sökum COVID-19 ástandsins var fundurinn nú haldinn í fyrsta sinn í gegnum fjarbúnað. Þetta er einnig fyrsti tvíhliða fundur kjördæmisins með David Malpass, núverandi forseta bankans, en hann tók formlega við stöðunni í apríl 2019. Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svía, var gestgjafi fundarins og flutti opnunarávarp fundarins en fundarstjórn var í höndum Geirs H. Haarde, aðalfulltrúa ríkjanna átta í stjórn Alþjóðabankans. Ísland hefur beitt sér fyrir jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna bæði í málefnastarfi í gegnum kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, og í samningaviðræðum vegna endurfjármögnunar Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA). Ísland styður einnig við jafnréttissjóð bankans (Umbrella Facility for Gender Equality), en hann gegnir mikilvægu hlutverki í stefnumótun bankans. Sjóðurinn hefur jafnframt stuðlað að aukinni innleiðingu kynjasjónarmiða í starfi bankans almennt, í verkefnum hans og hjá undirstofnunum. Að mati Alþjóðabankans gæti heimsfaraldurinn og áhrif hans á hagkerfi landa leitt til fjölgunar í hópi sárafátækra um 60 milljónir einstaklinga. Bankinn samþykkti í mars síðastliðnum verkefnaramma fyrir 14 milljarða Bandaríkjadala til að aðstoða þróunarríki við að bregðast við faraldrinum og í bígerð er aðstoð upp á allt að 160 milljarða Bandaríkjadala á næstu 15 mánuðum. Neyðaraðgerðir á vegum bankans ná til alls 100 landa, þar af eru 39 í Afríku sunnan Sahara. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent
Viðbrögð og aðgerðir Alþjóðabankans við COVID-19 faraldrinum voru til umfjöllunar á fundi ráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja með David Malpass forseta Alþjóðabankans í dag. „Það er mikilvægt að hagsmunir kvenna gleymist ekki í félagslegri og efnahagslegri uppbyggingu samfélaga eftir COVID-19 faraldurinn. Auk þess er aðkoma einkageirans ákaflega mikilvæg í allri uppbyggingu, með áherslu á nýsköpun og grænar lausnir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á fundinum. Jafnframt minnti ráðherra á málefni hafsins og mikilvægi þess að vernda auðlindir hafsins til að auka viðnámsþrótt og fæðuöryggi samfélaga til lengri tíma. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda eitt kjördæmi hjá Alþjóðabankanum og vinna sameiginlega að áherslum á ákveðnum málaefnasviðum. Ísland er í forsæti ríkjanna í stjórn bankans um þessar mundir. Samráðsfundir kjördæmisins með forseta bankans eru haldnir árlega. Síðasti fundur var haldinn í Reykjavík í mars 2019. Svíar áttu upphaflega að halda fundinn í dag í Stokkhólmi en sökum COVID-19 ástandsins var fundurinn nú haldinn í fyrsta sinn í gegnum fjarbúnað. Þetta er einnig fyrsti tvíhliða fundur kjördæmisins með David Malpass, núverandi forseta bankans, en hann tók formlega við stöðunni í apríl 2019. Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svía, var gestgjafi fundarins og flutti opnunarávarp fundarins en fundarstjórn var í höndum Geirs H. Haarde, aðalfulltrúa ríkjanna átta í stjórn Alþjóðabankans. Ísland hefur beitt sér fyrir jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna bæði í málefnastarfi í gegnum kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, og í samningaviðræðum vegna endurfjármögnunar Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA). Ísland styður einnig við jafnréttissjóð bankans (Umbrella Facility for Gender Equality), en hann gegnir mikilvægu hlutverki í stefnumótun bankans. Sjóðurinn hefur jafnframt stuðlað að aukinni innleiðingu kynjasjónarmiða í starfi bankans almennt, í verkefnum hans og hjá undirstofnunum. Að mati Alþjóðabankans gæti heimsfaraldurinn og áhrif hans á hagkerfi landa leitt til fjölgunar í hópi sárafátækra um 60 milljónir einstaklinga. Bankinn samþykkti í mars síðastliðnum verkefnaramma fyrir 14 milljarða Bandaríkjadala til að aðstoða þróunarríki við að bregðast við faraldrinum og í bígerð er aðstoð upp á allt að 160 milljarða Bandaríkjadala á næstu 15 mánuðum. Neyðaraðgerðir á vegum bankans ná til alls 100 landa, þar af eru 39 í Afríku sunnan Sahara. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent