Vandræðagemsinn Mongús vonast eftir öðru tækifæri í Hveragerði Sylvía Hall skrifar 1. júní 2020 22:41 Villikettir náðu loksins í skottið á Mongúsi eftir ítrekaðar tilraunir. Þar fékk hann þá aðhlynningu sem hann þurfti og mun hann nú reyna að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði eftir að hafa verið til mikilla vandræða undanfarin ár. Facebook Kötturinn Mongús hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin ár. Hann hefur verið á vergangi í mörg ár eftir að eigandi hans féll frá, átti það til að hrella aðra ketti í bænum og ætlaði sér að ná stjórn á bænum. Saga Mongúsar er sögð í Facebook-færslu á síðu Villikatta. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum, sem gekk þó erfiðlega fyrst en hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús ætti samastað hjá fólki í Hveragerði sem gaf honum mat og skjól. Hann fékk þó þá aðstoð sem hann þurfti hjá Villiköttum, enda kom í ljós að hann var með miklar sýkingar í kinnum, rifinn í kringum eyru og nef, með brotna tönn og tannpínu. „Nú er Mongús orðinn geldur, bólusettur, ormahreinsaður, örmerktur og búið að fjarlægja tönnina og gera að sárum hans. Hann var hjá VILLIKÖTTUM í mánuð, feldurinn var kembdur mörgum sinnum á dag og hann náði að þyngjast meðan á dvölinni stóð. Þegar Mongúsi fór að líða betur malaði hann sæll, snyrti sig stanslaust og vafðist um fætur manns,“ segir í færslu Villikatta. Mongús var alræmdur í bænum en að sögn Villikatta þekktu margir til hans og vissu um aðstæður hans. Í ljósi þess hversu miklir dýravinir Hvergerðingar eru voru því margir sem gáfu honum mat þegar hann leitaði til þeirra. Fólkið sem hafði hugsað um Mongús ætlar nú að veita honum húsaskjól og gera hann aftur að heimiliskisu. Aðeins tíminn muni leiða í ljós hvort hann sé tilbúinn að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði en nú sé komið að Hvergerðingum að gefa honum annan séns. „Batnandi kisum er best að lifa. Og allir eiga skilið annað tækifæri,“ segir í færslunni. Dýr Hveragerði Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Sjá meira
Kötturinn Mongús hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin ár. Hann hefur verið á vergangi í mörg ár eftir að eigandi hans féll frá, átti það til að hrella aðra ketti í bænum og ætlaði sér að ná stjórn á bænum. Saga Mongúsar er sögð í Facebook-færslu á síðu Villikatta. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum, sem gekk þó erfiðlega fyrst en hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús ætti samastað hjá fólki í Hveragerði sem gaf honum mat og skjól. Hann fékk þó þá aðstoð sem hann þurfti hjá Villiköttum, enda kom í ljós að hann var með miklar sýkingar í kinnum, rifinn í kringum eyru og nef, með brotna tönn og tannpínu. „Nú er Mongús orðinn geldur, bólusettur, ormahreinsaður, örmerktur og búið að fjarlægja tönnina og gera að sárum hans. Hann var hjá VILLIKÖTTUM í mánuð, feldurinn var kembdur mörgum sinnum á dag og hann náði að þyngjast meðan á dvölinni stóð. Þegar Mongúsi fór að líða betur malaði hann sæll, snyrti sig stanslaust og vafðist um fætur manns,“ segir í færslu Villikatta. Mongús var alræmdur í bænum en að sögn Villikatta þekktu margir til hans og vissu um aðstæður hans. Í ljósi þess hversu miklir dýravinir Hvergerðingar eru voru því margir sem gáfu honum mat þegar hann leitaði til þeirra. Fólkið sem hafði hugsað um Mongús ætlar nú að veita honum húsaskjól og gera hann aftur að heimiliskisu. Aðeins tíminn muni leiða í ljós hvort hann sé tilbúinn að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði en nú sé komið að Hvergerðingum að gefa honum annan séns. „Batnandi kisum er best að lifa. Og allir eiga skilið annað tækifæri,“ segir í færslunni.
Dýr Hveragerði Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Sjá meira