Formúla 1

Formúlan hefst í byrjun júlí

Sindri Sverrisson skrifar
Eftir rúman mánuð getur Lewis Hamilton hafið titilvörn sína sem ríkjandi heimsmeistari.
Eftir rúman mánuð getur Lewis Hamilton hafið titilvörn sína sem ríkjandi heimsmeistari. VÍSIR/GETTY

Fyrstu kappakstrarnir á nýju tímabili í Formúla 1 munu fara fram í Austurríki 5. og 12. júlí. Austurrísk stjórnvöld hafa samþykkt það.

Keppt verður fyrir luktum dyrum á Red Bull Ring í Spielberg.

Keppnistímabilið átti að hefjast í Ástralíu í mars en vegna kórónuveirufaraldursins var þeirri keppni og níu öðrum frestað. Ef að allt gengur að óskum í Austurríki verður þriðja keppni tímabilsins í Búdapest í Ungverjalandi 19. júlí.

Samið hefur verið um að tvær keppnir verði á Silverstone-brautinni í Bretlandi í ágúst en vinna við endurskipulagða dagskrá tímabilsins er enn í fullum gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×