Mörg lið líkleg til afreka í Lengjudeild: „Slys ef að Eyjamenn færu ekki upp“ Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2020 19:00 Grindvíkingar ætla sér eflaust að komast beint aftur upp í efstu deild. VÍSIR/BÁRA „Þessi samningur skiptir félögin í deildinni gríðarlega miklu máli, sérstaklega út frá kynningu á deildinni. Að halda henni á lofti í umfjöllun. Þetta er mikil landsbyggðardeild og þetta kemur sér mjög vel fyrir félögin,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta, eftir undirritun samninga við Íslenskar getraunir um að 1. deildir karla og kvenna heiti Lengjudeildir í sumar. Íslandsmótið er rétt handan við hornið en það hefur tekið sinn tíma að ganga frá samningum við nýja aðila um að styðja við 1. deild, eftir að Inkasso hætti því. „Við höfum verið að vinna í þessum málum síðan fyrir áramót og vorum í viðræðum við nokkur fyrirtæki. Svo kemur þessi Covid-skellur á okkur og hann breytti aðeins landslaginu, en við höfum átt í þessu samtali við Íslenskar getraunir í tvo mánuði og það endar svona, með farsælum hætti,“ segir Haraldur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Helmingur liðanna geti gert atlögu að því að fara upp Grindavík er eitt þeirra liða sem leika í Lengjudeild karla í sumar og þar verður Sigurbjörn Hreiðarsson við stjórnvölinn, eftir að hafa síðast verið aðstoðarþjálfari Vals. Grindavík og ÍBV féllu úr Pepsi Max-deildinni í fyrra og ætla sér eflaust bæði upp aftur: „Ég myndi telja að það væru 6-7 lið sem að séu líkleg til að gera atlögu að þessu,“ segir Sigurbjörn. „Vonandi náum við að herja á það að komast upp, en það eru fleiri þarna. Keflavík er mjög sterkt, Þórsararnir eru mjög öflugir, Leiknismenn og Framarar, og svo má ekki gleyma öðrum liðum. Það eru 6-7 lið mjög fín þarna,“ segir Sigurbjörn en hann vill meina að Eyjamenn séu með mannskap sem eigi að fljúga aftur upp í efstu deild: „Það væri slys ef að þeir [Eyjamenn] færu ekki upp. En það er hægt að fabúlera um þetta í fjölmiðlum og fyrir mót, en í dag myndi ég halda að Eyjamenn væru líklegastir. Vinur minn Helgi [Sigurðsson] kann þetta líka, það er mjög stutt síðan hann fór með lið upp úr þessari deild, og hann er náttúrulega refur,“ segir Sigurbjörn, sem tekur að vissu leyti undir að bilið á milli efstu og næstefstu deildar sé að breikka: „Ég held að 5-6 bestu liðin á Íslandi séu bara að fara lengra frá öðrum liðum. En ef ég tæki neðsta hlutann úr Pepsi Max og bestu liðin í 1. deild þá getur maður nú oft bara hent nöfnum í hatt og dregið upp úr.“ Klippa: Sportpakkinn - Næstefstu deildir verða Lengjudeildirnar Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
„Þessi samningur skiptir félögin í deildinni gríðarlega miklu máli, sérstaklega út frá kynningu á deildinni. Að halda henni á lofti í umfjöllun. Þetta er mikil landsbyggðardeild og þetta kemur sér mjög vel fyrir félögin,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta, eftir undirritun samninga við Íslenskar getraunir um að 1. deildir karla og kvenna heiti Lengjudeildir í sumar. Íslandsmótið er rétt handan við hornið en það hefur tekið sinn tíma að ganga frá samningum við nýja aðila um að styðja við 1. deild, eftir að Inkasso hætti því. „Við höfum verið að vinna í þessum málum síðan fyrir áramót og vorum í viðræðum við nokkur fyrirtæki. Svo kemur þessi Covid-skellur á okkur og hann breytti aðeins landslaginu, en við höfum átt í þessu samtali við Íslenskar getraunir í tvo mánuði og það endar svona, með farsælum hætti,“ segir Haraldur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Helmingur liðanna geti gert atlögu að því að fara upp Grindavík er eitt þeirra liða sem leika í Lengjudeild karla í sumar og þar verður Sigurbjörn Hreiðarsson við stjórnvölinn, eftir að hafa síðast verið aðstoðarþjálfari Vals. Grindavík og ÍBV féllu úr Pepsi Max-deildinni í fyrra og ætla sér eflaust bæði upp aftur: „Ég myndi telja að það væru 6-7 lið sem að séu líkleg til að gera atlögu að þessu,“ segir Sigurbjörn. „Vonandi náum við að herja á það að komast upp, en það eru fleiri þarna. Keflavík er mjög sterkt, Þórsararnir eru mjög öflugir, Leiknismenn og Framarar, og svo má ekki gleyma öðrum liðum. Það eru 6-7 lið mjög fín þarna,“ segir Sigurbjörn en hann vill meina að Eyjamenn séu með mannskap sem eigi að fljúga aftur upp í efstu deild: „Það væri slys ef að þeir [Eyjamenn] færu ekki upp. En það er hægt að fabúlera um þetta í fjölmiðlum og fyrir mót, en í dag myndi ég halda að Eyjamenn væru líklegastir. Vinur minn Helgi [Sigurðsson] kann þetta líka, það er mjög stutt síðan hann fór með lið upp úr þessari deild, og hann er náttúrulega refur,“ segir Sigurbjörn, sem tekur að vissu leyti undir að bilið á milli efstu og næstefstu deildar sé að breikka: „Ég held að 5-6 bestu liðin á Íslandi séu bara að fara lengra frá öðrum liðum. En ef ég tæki neðsta hlutann úr Pepsi Max og bestu liðin í 1. deild þá getur maður nú oft bara hent nöfnum í hatt og dregið upp úr.“ Klippa: Sportpakkinn - Næstefstu deildir verða Lengjudeildirnar
Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira