Myndband:Nýr Nissan Z sést loksins Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. maí 2020 07:00 Nýr Nissan Z Eftir 12 ár af framleiðslu af 370Z hefur Nissan loksins tilkynnt um að ný kynslóð sé væntanleg. Á Youtube-rás Nissan má sjá myndband þar sem fjöldi nýrra kynslóða kemur fram, þar á meðal Nissan Z. Nissan ætlar sér að kynna 12 nýjar gerðir eða nýjar kynslóðir á næstu 18 mánuðum. Margt bílaáhugafólk mun fagna því að þar á meðal leynist Nissan Z af nýjustu gerð. Myndbandið er titlað „Næst hjá Nissan: Frá A til Z.“ (Nissan Next: From A to Z á frummálinu). Myndbandið byrjar á Nissan Ariya og endar á Z. Svo virðist sem hinar gerðirnar séu Armanda, Frontier, Kicks, Murano, Navara, Note, Pathfinder, Qashqai, Rouge og Terra. Engar nánari upplýsingar eru um nýjan Z en orðrómur er á kreiki um að hann muni kallast 400Z og vélin verði 3,0 lítra V6 sem tveimur forþjöppum. Þá á hún að skila á milli 400 og 500 hestöflum. Líklega verður hann áfram afturhjóladrifin og bæði fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur. Bílar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent
Eftir 12 ár af framleiðslu af 370Z hefur Nissan loksins tilkynnt um að ný kynslóð sé væntanleg. Á Youtube-rás Nissan má sjá myndband þar sem fjöldi nýrra kynslóða kemur fram, þar á meðal Nissan Z. Nissan ætlar sér að kynna 12 nýjar gerðir eða nýjar kynslóðir á næstu 18 mánuðum. Margt bílaáhugafólk mun fagna því að þar á meðal leynist Nissan Z af nýjustu gerð. Myndbandið er titlað „Næst hjá Nissan: Frá A til Z.“ (Nissan Next: From A to Z á frummálinu). Myndbandið byrjar á Nissan Ariya og endar á Z. Svo virðist sem hinar gerðirnar séu Armanda, Frontier, Kicks, Murano, Navara, Note, Pathfinder, Qashqai, Rouge og Terra. Engar nánari upplýsingar eru um nýjan Z en orðrómur er á kreiki um að hann muni kallast 400Z og vélin verði 3,0 lítra V6 sem tveimur forþjöppum. Þá á hún að skila á milli 400 og 500 hestöflum. Líklega verður hann áfram afturhjóladrifin og bæði fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur.
Bílar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent