Lífið

Með sex grill á pallinum: „Þetta er bara áhugamál og della“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alfreð fór vel yfir það hvernig maður grillar kjúkling í þættinum.
Alfreð fór vel yfir það hvernig maður grillar kjúkling í þættinum.

Grindvíkingurinn Alfreð Fannar Björnsson er án efa mesti dellumaður landsins, tekur allt með trompi hvort sem það snýr að veiðinni, bílasprautun eða öðru. Og síðasta æðið hans er að grilla. Og þá þýðir ekkert að eiga eitt grill. Nei, á pallinn eru komin sex grill.

Hann hefur vakið svo mikla athygli á Instagram fyrir eldamennsku að nú er hann kominn með sex þátta seríu, BBQ kóngurinn, sem fer af stað í þessari viku á Stöð 2.

Í Íslandi í dag á Stöð2 á föstudagskvöldið hitti Sindri Sindrason Alfreð og fékk hann að smakka góða grillrétti sem Alfreð reiddi fram í bakgarðinum þar sem hann hefur sex grill til að vinna með. Hann á reyndar fleiri grill en á pallinum í dag er hann með sex stykki.

„Ef ég finn eitthvað sniðugt á netinu, þá kaupi ég það,“ segir Alfreð um þennan rosalega grilláhuga.

„Þetta er bara áhugamál og della. Ég er rosalegur dellukall og skipti um dellu á svona fjögurra ára fresti. Ég er búinn að vera í veiðidellu, bíladellu og skotveiðidellu.“

Hann segir að konan verði nokkuð stressuð þegar þau fara saman inn í Byko eða Bauhaus.

„Þetta er svona svipað og þegar ég fer með henni í fatabúðir.“

Í þættinum á föstudaginn var farið vel yfir grillaðferðir Alfreðs og margt fleira eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.