Ferðalög

Perlur Íslands: Gönguleiðirnar hver annarri fallegri

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Frá „súrefnishamingju helgarinnar“ hjá Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur. Með henni er sambýlismaður hennar og útivistarbrasari, Jón Haukur Baldvins.
Frá „súrefnishamingju helgarinnar“ hjá Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur. Með henni er sambýlismaður hennar og útivistarbrasari, Jón Haukur Baldvins. Mynd/Kolbrún Pálína

„Það verður að viðurkennast að það er hægara sagt en gert að velja einn uppáhalds stað á landinu okkar því það er hreinlega ævintýri líkast,“ segir Kolbrún Pálína Helgadóttir, fjölmiðlakona og markaðsstýra Kaffi List, Listasafni Íslands.

Mynd/Kolbrún Pálína

„Ég er búin að flakka mikið með góðu fólki um landið undanfarin ár svo þeir eru nokkrir staðirnir sem mér þykir extra vænt um, til að mynda Snæfellsnesið þar sem orkan er hreinlega áþreifanleg og umhverfið einstakt.“ 

„Með molunum mínum á flandri en þau eru dugleg að þvælast með mér um allt.“Mynd/Kolbrún Pálína

„Svo er það Hauganesið og Siglunesið sem ég kynntist í fyrra sumar en allir þessir staðir eiga það sameiginlegt að vera við sjóinn sem hefur mikið aðdráttarafl fyrir mig þar sem ég syndi í honum við öll tækifæri.“

Mynd/Kolbrún Pálína
Mynd/Kolbrún Pálína

„Einnig gekk ég Móskarðshnjúka í fyrsta sinn á dögunum og fegurðin þar er engu lík.“

Mynd/Kolbrún Pálína

Þórsmörkin efst á listanum

„Ég ætla engu að siður að nefna Þórsmörkina sem minn uppáhalds stað að þessu sinni en ég fór í frábæra ferð þangað síðastliðið sumar þar sem náttúran bauð upp á algjöra sýningu. Við gengum nokkrar göngur á svæðinu hver annarri fallegri. Leiðin inn í Þórsmörk er líka ákveðið ævintýri út af fyrir sig sem allir íslenskir náttúruunnendur ættu að upplifa. Í sumar stefni ég að því́ að fara lengri leiðina og ganga Fimmvörðuhálsinn sem er mikið tilhlökkunarefni.

Mynd/Kolbrún Pálína
Mynd/Kolbrún Pálína

Tengdar fréttir








×