Falsfréttum um kórónaveiruna dreift í nafni alþjóðastofnana 13. mars 2020 09:09 UNICEF/Frank Dejongh Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) fordæmir dreifingu á falsfréttum og röngum upplýsingum um viðbrögð og varnir við Covid-19 veirunni. Þess eru dæmi að slíkum rangupplýsingum hafi verið dreift í nafni UNICEF og annarra alþjóðastofnana, segir í yfirlýsingu frá stofnuninni. „Við höfum aðeins eitt að segja við þá sem dreifa slíkum upplýsingum á tímum sem þessum: Hættið þessu! Að dreifa ónákvæmum upplýsingum og reyna að gera þær trúverðugar í nafni annarra sem njóta trausts er rangt og beinlínis hættulegt,“ segir í yfirlýsingunni. UNICEF ítrekar að almenningur eigi ávallt að leita upplýsinga hjá traustum aðilum, stofnunum og yfirvöldum hverju sinni, en ekki skima fyrirsagnir á samfélagsmiðlum og netmiðlum sem byggi á óljósum heimildum. Þá vekur UNICEF athygli á því að sú staðreynd að Covid-19 kórónaveiran sé nú skilgreind sem heimsfaraldur þýði ekki að hún sé nú orðin banvænni eða hættulegri en áður. Þessi skilgreining sé fremur viðurkenning á útbreiðslu veirunnar. „UNICEF hefur unnið að undirbúningi og viðbragði við Covid-19 um allan heim, vitandi að veiran getur borist til barna og fjölskyldna í öllum löndum. Við munum halda áfram að vinna með stjórnvöldum og samstarfstarfsaðilum við að stöðva smitleiðir og halda börnum og fjölskyldum þeirra öruggum. Á sama tíma lýsum við yfir áhyggjum af óbeinum áhrifum faraldursins og þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og áhrifum þeirra á börn. Eins og skólalokanir, álag sem þær setja á grundvallarþjónustu í heilbrigðiskerfinu og efnahagsleg áhrif á fjölskyldur.“ UNICEF telur að ótti við veiruna ali líka á fordómum og mismunun gagnvart hópum í viðkvæmri stöðu, eins og flóttafólki og hælisleitendum. Það sé algjörlega óásættanlegt. „Við munu halda áfram að vinna á vettvangi við að lágmarka óbein áhrif faraldursins á börn og spyrna við fordómum og tilraunum til að brennimerkja fólk,“ segir í yfirlýsingu UNICEF. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) fordæmir dreifingu á falsfréttum og röngum upplýsingum um viðbrögð og varnir við Covid-19 veirunni. Þess eru dæmi að slíkum rangupplýsingum hafi verið dreift í nafni UNICEF og annarra alþjóðastofnana, segir í yfirlýsingu frá stofnuninni. „Við höfum aðeins eitt að segja við þá sem dreifa slíkum upplýsingum á tímum sem þessum: Hættið þessu! Að dreifa ónákvæmum upplýsingum og reyna að gera þær trúverðugar í nafni annarra sem njóta trausts er rangt og beinlínis hættulegt,“ segir í yfirlýsingunni. UNICEF ítrekar að almenningur eigi ávallt að leita upplýsinga hjá traustum aðilum, stofnunum og yfirvöldum hverju sinni, en ekki skima fyrirsagnir á samfélagsmiðlum og netmiðlum sem byggi á óljósum heimildum. Þá vekur UNICEF athygli á því að sú staðreynd að Covid-19 kórónaveiran sé nú skilgreind sem heimsfaraldur þýði ekki að hún sé nú orðin banvænni eða hættulegri en áður. Þessi skilgreining sé fremur viðurkenning á útbreiðslu veirunnar. „UNICEF hefur unnið að undirbúningi og viðbragði við Covid-19 um allan heim, vitandi að veiran getur borist til barna og fjölskyldna í öllum löndum. Við munum halda áfram að vinna með stjórnvöldum og samstarfstarfsaðilum við að stöðva smitleiðir og halda börnum og fjölskyldum þeirra öruggum. Á sama tíma lýsum við yfir áhyggjum af óbeinum áhrifum faraldursins og þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og áhrifum þeirra á börn. Eins og skólalokanir, álag sem þær setja á grundvallarþjónustu í heilbrigðiskerfinu og efnahagsleg áhrif á fjölskyldur.“ UNICEF telur að ótti við veiruna ali líka á fordómum og mismunun gagnvart hópum í viðkvæmri stöðu, eins og flóttafólki og hælisleitendum. Það sé algjörlega óásættanlegt. „Við munu halda áfram að vinna á vettvangi við að lágmarka óbein áhrif faraldursins á börn og spyrna við fordómum og tilraunum til að brennimerkja fólk,“ segir í yfirlýsingu UNICEF. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent