Fæddi stúlkuna í framsætinu á bílaplani Landspítalans og faðirinn tók á móti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. maí 2020 07:00 Ljósmóðir á Landspítalanum tók þessa mynd af Sandro Fonseca og Helgu Lilju Óskarsdóttur nokkrum mínútum eftir að stúlkan þeirra kom í heiminn í framsæti bílsins. Samsett- Einkasafn/Vísir Vilhelm Lítil stúlka fæddist á bílaplani Landspítalans á dögunum, en foreldrarnir tóku sjálf á móti þar sem henni lá mjög mikið á að komast í heiminn. Helga Lilja Óskarsdóttir og Sandro Fonseca vissu að það væri stutt í barnið þegar þau lögðu af stað upp á deild, en gerðu sér þó enga grein fyrir atburðarrásinni sem beið þeirra. Móður og barni heilsast báðum mjög vel og er fjölskyldan þakklát starfsmanni Neyðarlínunnar fyrir aðstoðina. „Ég á tvö börn fyrir, sá eldri er að verða 11 á þessu ári og þessi yngri er að verða þriggja,“ segir Helga Lilja. Langur aðdragandi var að báðum þessum fyrri fæðingum. Sú fyrri var meira en 48 tímar. „Svo endaði ég í aðgerð af því að fylgjan festist. En þetta gekk samt vel á meðan hann var á leiðinni. Næsta fæðing var þannig að hann var í framhöfuðstöðu og það gekk hægt að koma honum í heiminn. Fyrra fæðingin var tveir dagar en það var ekki svona langt með þann seinni, það var alveg innan við 12 tímar.“ Helga Lilja var heilbrigð á þessari meðgöngu en hún var henni erfiðari en fyrri tvær, útbreiðsla kórónuveirunnar hafði þar áhrif. „Þetta var strembið. Ég varð rosalega ólétt mjög fljótt. Í endann vorum við í sjálfskipaðri sóttkví, ég var með þá báða heima þar sem ég vildi ekki senda þá í skóla eða leikskóla. Þannig að þetta var svolítið þreytuleg meðganga kannski.“ Var mjög róleg í byrjun Með því að vera heima síðustu vikur meðgöngunnar, vonaðist Helga Lilja til þess að komast hjá því að fjölskyldumeðlimur myndi smitast af kórónuveirunni, sem veldur Covid-19. „Ég vildi ekki þurfa að fæða í þannig ástandi að fólk væri nánast í geimbúningum. Ég vildi ekki fæða í einangrun. Maður var líka eiginlega beðinn um það, að konur komnar yfir 36 vikur færu í sjálfskipaða sóttkví.“ Fæðingin fór af stað á ósköp venjulegu föstudagskvöldi í miðju samkomubanninu hér á landi. „Ég byrjaði að finna fyrir fæðingum um átta eða níu um kvöldið en var ekkert ógurlega mikið að stressa mig á þessu, þar sem ég á tvö börn fyrir og manni er eiginlega ekki hleypt inn á deildina fyrr en maður er komin á fullt af stað.“ Á miðnætti hafði Helga Lilja samband við fæðingarvaktina á kvennadeild Landspítalans við Hringbraut. „Þeim fannst ennþá svo langt á milli og svo óreglulegt þannig að ég ákvað bara að vera í rólegheitunum heima. Rétt yfir eitt var mér eiginlega hætt að vera sama svo ég fór niður eftir. Hún skoðaði mig þá og sagði að ég væri ekki komin nógu mikið af stað, að ég ætti bara að taka tvær parkódín.“ Vildi hafa makann hjá sér Helgu Lilju var boðið að fara inn í svokallað hvíldarherbergi á fæðingardeildinni og taka tímann á milli verkja í smá stund. Á þessum tíma voru miklar takmarkanir í gangi á sjúkrahúsinu vegna útbreiðslu kórónuveiru. Konur þurftu að mæta einar í fósturskimanir og hitt foreldrið fékk ekki heldur að vera viðstatt í öllu fæðingarferlinu. Ekki var í boði að bíða á biðstofunni svo maki eða sá stuðningsfélagi sem konur völdu sér þurfti að bíða út í bíl eða fara þangað til fæðingin var komin nógu langt. Þessi óvissa hafði áhrif á ákvörðun Helgu Lilju. „Kannski yrði mér boðið að vera en kannski yrði ég send heim. Pabbinn þurfti náttúrulega að bíða út í bíl á meðan. Kannski þyrfti ég að vera þarna alla nóttina, alein inni í einhverju herbergi og kannski ekki að fara af stað. Hún mælti eiginlega bara með því af því að henni þótti svo ólíklegt að ég væri að fara að eiga þetta barn eitthvað á næstunni, að það væri bara lang best fyrir mig að vera heima. Þannig að ég hlýddi bara og fór heim.“ Á milli tvö og þrjú fóru foreldrarnir því aftur heim til sín og ákváðu að reyna að hvíla sig aðeins og safna kröftum fyrir átökin fram undan. Þau fengu þó ekki langan blund því um klukkan fjögur vaknar Helga Lilja með kröftugar hríðar. Hún áttaði sig strax á því að það væri ekki langt fæðinguna og að þau þyrftu að drífa sig aftur af stað. „Ég var ekki viss um að ég kæmist alla leiðina niður á spítala og var eiginlega að segja að það þyrfti að hringja á sjúkrabíl. Við ákváðum samt að keyra bara í stað þess að þurfa að bíða. Það fór eins og það fór, ég komst ekki alveg alla leið,“ segir Helga Lilja og hlær. Hún segir að bílferðin niður á deild hafi liðið mjög hægt þó að hraðinn á þeim hafi verið mikill. Mægðurnar jöfnuðu sig í nokkrar klukkustundir á Landspítalanum áður en fjölskyldan fór heim.Mynd/Úr einkasafni Korter leið eins og klukkustund „Við vorum ekkert svo lengi á leiðinni þar sem þetta var svo seint um nótt, við hringdum í Neyðarlínuna strax því að við vorum ekki að fara að ná að stoppa á neinum rauðum ljósum á leiðinni úr Mosfellsbæ. Hjá Kringlunni áttaði ég mig á því að hún væri bara að fara að koma, þá fann ég bara rembingsþörf og höfuðið á henni var bara að fara að koma niður.“ Helga Lilja einbeitti sér bara að hríðunum á leiðinni og var eiginlega komin í sinn eigin heim, eins og svo margar konur gera í fæðingu. „Maður er ekkert sjálfur á staðnum andlega þegar maður er að fæða börn, þetta er voðalega sérstakt. Mér fannst bílferðin niður eftir vera klukkutími þegar við vorum á leiðinni niður eftir. Við vorum búin að vera að telja niður á leiðinni hvað það væri langt í okkur við Neyðarlínuna. Það hefur kannski tekið svona korter að keyra þarna niður eftir en svo þegar við komum þarna fyrir utan, þá var enginn mættur.“ Barnið var að koma í heiminn og ætlaði ekki að láta bíða lengur eftir sér svo það var bara eitt hægt að gera í stöðunni, fæða í bílnum á bílaplani spítalans. „Konan Neyðarlínunni þurfti því að skipa pabbanum að mig úr buxunum og taka á móti barninu. Þetta var ákveðin lífsreynsla. Hann sagði það sjálfur að á þessum tímapunkti þá er ekki beint tími til að hugsa, þú ferð bara á sjáfstýringu og hann bara tók á móti barninu. Svo loksins þegar það kom einhver út þá urðu fæturnir á honum eins og gúmmí og hann var ekki alveg að átta sig hvað væri að gerast.“ Eins og bíómynd Þegar faðirinn hafði tekið á móti setti hann stúlkuna varlega í fang móðurinnar. Á því augnabliki kom heilbrigðisstarfsmaður til þeirra, sem hafði verið fyrir tilviljun á gangi fyrir utan spítalann. „Hún var greinilega á vakt og var að fara að labba yfir í hvíldarherbergið þegar hún heyrði lætin í okkur þarna fyrir utan.“ Helga Lilja sagði að þetta hafi verið eins og atriði í bíómynd. „Ljósmóðirin sem tók á móti okkur sagði að Neyðarlínan hefði látið vita að við værum að koma og að það þyrfti að taka á móti okkur.“ Það komst samt ekki strax til skila að þau gætu ekki komið sjálf inn, það þyrftu starfsmenn að fara út til þeirra. Starfsfólkið á deildinni kom því hlaupandi út á bílaplan tveimur til þremur mínútum eftir að þau lögðu þar en litla stelpan var þá komin í heiminn. Helga Lilja hafði fengið rembingsþörf við Kringluna og tveimur eða þremur rembingum síðar fæddi hún stúlkuna sína á Hringbraut. Helga Lilja átti tvö börn fyrir, tvo drengi, sem hafa tekið litlu systur vel þó að sá yngri sé örlítið afbrýðisamur.Vísir/Vilhelm Líkaminn sá um þetta „Maður er alltaf svo út úr heiminum að fyrir mig þá var þetta bara venjuleg fæðing en kannski fyrir alla aðra,“ segir Helga Lilja. „Líkaminn minn bara sá um þetta, það var ekki eins og ég hefði eitthvað val um að bíða eitthvað.“ Hún segir að þau hafi ekki einu sinni náð að halla sætinu en hún komst samt úr bílbeltinu. „Ég sat í framsætinu og ég svo held að ég hafi staðið aðeins. Þetta var voðalega spes sko.“ Litla stúlkan mætti heilbrigð í heiminn, foreldrunum til mikillar gleði. „Hún grét eiginlega alveg strax. Svo öskraði konan hjá Neyðarlínunni hvort hún væri kominn í heiminn og hvort hún grenjaði, svo sagði hún okkur klukkan hvað hún fæddist.“ Fæðingartíminn var 25. apríl 2020 klukkan 04:49. Helga Lilja hafði alls ekki séð fyrir sér svona fæðingu, hún hafði ætlað að biðja um deyfingu í þessari fæðingu og svo var líka planið að ná fallegum myndum af þessu augnabliki. Skiljanlega gafst enginn tími í slíkt. „Við vorum einhverja klukkutíma inni á sængurkvennagangi vegna blæðingar og vildum svo helst komast heim af því að við máttum ekki hafa neinn annan hjá okkur.“ Á morgun er mánuður síðan en foreldrarnir eru enn að átta sig á þessari mögnuðu upplifun. Litla stúlkan verður skírð í dag og völdu foreldrarnir nafnið Anna Krumma Simões Da Fonseca. „Maður er enn að púsla þessu saman í hausnum hvernig þetta fór allt saman.“ Litla stúlkan dafnar vel og í dag fær hún nafn.Mynd/Úr einkasafni Náðu ekki að setja á sig hanska Helga Lilja segir að hún hefði barist harðar gegn því að fara heim í fyrri spítalaheimsókninni þessa nótt, ef ekki hefði verið fyrir óvenjulegar aðstæður á þessum tíma. „Ég hafði það á tilfinningunni að þetta myndi fara einhvern veginn furðulega. En út af þessu Covid dæmi þá ákvað ég að fara heim, það væri alveg eins gott að hanga þar og hafa einhvern hjá sér í stað þess að vera aleinn í einhverju lokuðu herbergi.“ Þau eru ánægð hvað fæðingin gekk vel þrátt fyrir að aðstæðurnar hafi vissulega verið krefjandi. „Við viljum þakka neyðarlínunni fyrir frábær viðbrögð, konan sem við töluðum við lét æsing í okkur ekkert trufla sig og var frábær stuðningur. Hún var gríðarleg hjálp og það er ólíklegt að við hefðum ekki misst okkur í áhyggjum og stressi ef hún hefði ekki haldið fókus og ró allan tímann og gefið okkur frábærar leiðbeiningar.“ Helga Lilja segir að það hafi verið mikilvægt að finna þennan stuðning í fæðingunni og eftir að þau komu inn á sjúkrahúsið. Hún er líka þakklát að það leið ekki yfir Sandro í þessum aðstæðum. „Starfsfólk fæðingarvaktarinnar líka, þegar þær komu hlaupandi í miðju Covid ástandi að aðstoða og sumar höfðu ekki einu sinni tíma til að fara í hanska eða verja sjálfar sig og hlupu strax að aðstoða okkur, án þess að hugsa sig tvisvar um. Þær héldu allar ró sinni og náðu okkur niður á jörðina með góðu viðmóti. Við erum gríðarlega þakklát fyrir fólkið sem kom að þessu ævintýri og gerði upplifunina að skemmtilegri sögu í stað fyrir slæma minningu.“ Helgarviðtal Frjósemi Landspítalinn Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Lítil stúlka fæddist á bílaplani Landspítalans á dögunum, en foreldrarnir tóku sjálf á móti þar sem henni lá mjög mikið á að komast í heiminn. Helga Lilja Óskarsdóttir og Sandro Fonseca vissu að það væri stutt í barnið þegar þau lögðu af stað upp á deild, en gerðu sér þó enga grein fyrir atburðarrásinni sem beið þeirra. Móður og barni heilsast báðum mjög vel og er fjölskyldan þakklát starfsmanni Neyðarlínunnar fyrir aðstoðina. „Ég á tvö börn fyrir, sá eldri er að verða 11 á þessu ári og þessi yngri er að verða þriggja,“ segir Helga Lilja. Langur aðdragandi var að báðum þessum fyrri fæðingum. Sú fyrri var meira en 48 tímar. „Svo endaði ég í aðgerð af því að fylgjan festist. En þetta gekk samt vel á meðan hann var á leiðinni. Næsta fæðing var þannig að hann var í framhöfuðstöðu og það gekk hægt að koma honum í heiminn. Fyrra fæðingin var tveir dagar en það var ekki svona langt með þann seinni, það var alveg innan við 12 tímar.“ Helga Lilja var heilbrigð á þessari meðgöngu en hún var henni erfiðari en fyrri tvær, útbreiðsla kórónuveirunnar hafði þar áhrif. „Þetta var strembið. Ég varð rosalega ólétt mjög fljótt. Í endann vorum við í sjálfskipaðri sóttkví, ég var með þá báða heima þar sem ég vildi ekki senda þá í skóla eða leikskóla. Þannig að þetta var svolítið þreytuleg meðganga kannski.“ Var mjög róleg í byrjun Með því að vera heima síðustu vikur meðgöngunnar, vonaðist Helga Lilja til þess að komast hjá því að fjölskyldumeðlimur myndi smitast af kórónuveirunni, sem veldur Covid-19. „Ég vildi ekki þurfa að fæða í þannig ástandi að fólk væri nánast í geimbúningum. Ég vildi ekki fæða í einangrun. Maður var líka eiginlega beðinn um það, að konur komnar yfir 36 vikur færu í sjálfskipaða sóttkví.“ Fæðingin fór af stað á ósköp venjulegu föstudagskvöldi í miðju samkomubanninu hér á landi. „Ég byrjaði að finna fyrir fæðingum um átta eða níu um kvöldið en var ekkert ógurlega mikið að stressa mig á þessu, þar sem ég á tvö börn fyrir og manni er eiginlega ekki hleypt inn á deildina fyrr en maður er komin á fullt af stað.“ Á miðnætti hafði Helga Lilja samband við fæðingarvaktina á kvennadeild Landspítalans við Hringbraut. „Þeim fannst ennþá svo langt á milli og svo óreglulegt þannig að ég ákvað bara að vera í rólegheitunum heima. Rétt yfir eitt var mér eiginlega hætt að vera sama svo ég fór niður eftir. Hún skoðaði mig þá og sagði að ég væri ekki komin nógu mikið af stað, að ég ætti bara að taka tvær parkódín.“ Vildi hafa makann hjá sér Helgu Lilju var boðið að fara inn í svokallað hvíldarherbergi á fæðingardeildinni og taka tímann á milli verkja í smá stund. Á þessum tíma voru miklar takmarkanir í gangi á sjúkrahúsinu vegna útbreiðslu kórónuveiru. Konur þurftu að mæta einar í fósturskimanir og hitt foreldrið fékk ekki heldur að vera viðstatt í öllu fæðingarferlinu. Ekki var í boði að bíða á biðstofunni svo maki eða sá stuðningsfélagi sem konur völdu sér þurfti að bíða út í bíl eða fara þangað til fæðingin var komin nógu langt. Þessi óvissa hafði áhrif á ákvörðun Helgu Lilju. „Kannski yrði mér boðið að vera en kannski yrði ég send heim. Pabbinn þurfti náttúrulega að bíða út í bíl á meðan. Kannski þyrfti ég að vera þarna alla nóttina, alein inni í einhverju herbergi og kannski ekki að fara af stað. Hún mælti eiginlega bara með því af því að henni þótti svo ólíklegt að ég væri að fara að eiga þetta barn eitthvað á næstunni, að það væri bara lang best fyrir mig að vera heima. Þannig að ég hlýddi bara og fór heim.“ Á milli tvö og þrjú fóru foreldrarnir því aftur heim til sín og ákváðu að reyna að hvíla sig aðeins og safna kröftum fyrir átökin fram undan. Þau fengu þó ekki langan blund því um klukkan fjögur vaknar Helga Lilja með kröftugar hríðar. Hún áttaði sig strax á því að það væri ekki langt fæðinguna og að þau þyrftu að drífa sig aftur af stað. „Ég var ekki viss um að ég kæmist alla leiðina niður á spítala og var eiginlega að segja að það þyrfti að hringja á sjúkrabíl. Við ákváðum samt að keyra bara í stað þess að þurfa að bíða. Það fór eins og það fór, ég komst ekki alveg alla leið,“ segir Helga Lilja og hlær. Hún segir að bílferðin niður á deild hafi liðið mjög hægt þó að hraðinn á þeim hafi verið mikill. Mægðurnar jöfnuðu sig í nokkrar klukkustundir á Landspítalanum áður en fjölskyldan fór heim.Mynd/Úr einkasafni Korter leið eins og klukkustund „Við vorum ekkert svo lengi á leiðinni þar sem þetta var svo seint um nótt, við hringdum í Neyðarlínuna strax því að við vorum ekki að fara að ná að stoppa á neinum rauðum ljósum á leiðinni úr Mosfellsbæ. Hjá Kringlunni áttaði ég mig á því að hún væri bara að fara að koma, þá fann ég bara rembingsþörf og höfuðið á henni var bara að fara að koma niður.“ Helga Lilja einbeitti sér bara að hríðunum á leiðinni og var eiginlega komin í sinn eigin heim, eins og svo margar konur gera í fæðingu. „Maður er ekkert sjálfur á staðnum andlega þegar maður er að fæða börn, þetta er voðalega sérstakt. Mér fannst bílferðin niður eftir vera klukkutími þegar við vorum á leiðinni niður eftir. Við vorum búin að vera að telja niður á leiðinni hvað það væri langt í okkur við Neyðarlínuna. Það hefur kannski tekið svona korter að keyra þarna niður eftir en svo þegar við komum þarna fyrir utan, þá var enginn mættur.“ Barnið var að koma í heiminn og ætlaði ekki að láta bíða lengur eftir sér svo það var bara eitt hægt að gera í stöðunni, fæða í bílnum á bílaplani spítalans. „Konan Neyðarlínunni þurfti því að skipa pabbanum að mig úr buxunum og taka á móti barninu. Þetta var ákveðin lífsreynsla. Hann sagði það sjálfur að á þessum tímapunkti þá er ekki beint tími til að hugsa, þú ferð bara á sjáfstýringu og hann bara tók á móti barninu. Svo loksins þegar það kom einhver út þá urðu fæturnir á honum eins og gúmmí og hann var ekki alveg að átta sig hvað væri að gerast.“ Eins og bíómynd Þegar faðirinn hafði tekið á móti setti hann stúlkuna varlega í fang móðurinnar. Á því augnabliki kom heilbrigðisstarfsmaður til þeirra, sem hafði verið fyrir tilviljun á gangi fyrir utan spítalann. „Hún var greinilega á vakt og var að fara að labba yfir í hvíldarherbergið þegar hún heyrði lætin í okkur þarna fyrir utan.“ Helga Lilja sagði að þetta hafi verið eins og atriði í bíómynd. „Ljósmóðirin sem tók á móti okkur sagði að Neyðarlínan hefði látið vita að við værum að koma og að það þyrfti að taka á móti okkur.“ Það komst samt ekki strax til skila að þau gætu ekki komið sjálf inn, það þyrftu starfsmenn að fara út til þeirra. Starfsfólkið á deildinni kom því hlaupandi út á bílaplan tveimur til þremur mínútum eftir að þau lögðu þar en litla stelpan var þá komin í heiminn. Helga Lilja hafði fengið rembingsþörf við Kringluna og tveimur eða þremur rembingum síðar fæddi hún stúlkuna sína á Hringbraut. Helga Lilja átti tvö börn fyrir, tvo drengi, sem hafa tekið litlu systur vel þó að sá yngri sé örlítið afbrýðisamur.Vísir/Vilhelm Líkaminn sá um þetta „Maður er alltaf svo út úr heiminum að fyrir mig þá var þetta bara venjuleg fæðing en kannski fyrir alla aðra,“ segir Helga Lilja. „Líkaminn minn bara sá um þetta, það var ekki eins og ég hefði eitthvað val um að bíða eitthvað.“ Hún segir að þau hafi ekki einu sinni náð að halla sætinu en hún komst samt úr bílbeltinu. „Ég sat í framsætinu og ég svo held að ég hafi staðið aðeins. Þetta var voðalega spes sko.“ Litla stúlkan mætti heilbrigð í heiminn, foreldrunum til mikillar gleði. „Hún grét eiginlega alveg strax. Svo öskraði konan hjá Neyðarlínunni hvort hún væri kominn í heiminn og hvort hún grenjaði, svo sagði hún okkur klukkan hvað hún fæddist.“ Fæðingartíminn var 25. apríl 2020 klukkan 04:49. Helga Lilja hafði alls ekki séð fyrir sér svona fæðingu, hún hafði ætlað að biðja um deyfingu í þessari fæðingu og svo var líka planið að ná fallegum myndum af þessu augnabliki. Skiljanlega gafst enginn tími í slíkt. „Við vorum einhverja klukkutíma inni á sængurkvennagangi vegna blæðingar og vildum svo helst komast heim af því að við máttum ekki hafa neinn annan hjá okkur.“ Á morgun er mánuður síðan en foreldrarnir eru enn að átta sig á þessari mögnuðu upplifun. Litla stúlkan verður skírð í dag og völdu foreldrarnir nafnið Anna Krumma Simões Da Fonseca. „Maður er enn að púsla þessu saman í hausnum hvernig þetta fór allt saman.“ Litla stúlkan dafnar vel og í dag fær hún nafn.Mynd/Úr einkasafni Náðu ekki að setja á sig hanska Helga Lilja segir að hún hefði barist harðar gegn því að fara heim í fyrri spítalaheimsókninni þessa nótt, ef ekki hefði verið fyrir óvenjulegar aðstæður á þessum tíma. „Ég hafði það á tilfinningunni að þetta myndi fara einhvern veginn furðulega. En út af þessu Covid dæmi þá ákvað ég að fara heim, það væri alveg eins gott að hanga þar og hafa einhvern hjá sér í stað þess að vera aleinn í einhverju lokuðu herbergi.“ Þau eru ánægð hvað fæðingin gekk vel þrátt fyrir að aðstæðurnar hafi vissulega verið krefjandi. „Við viljum þakka neyðarlínunni fyrir frábær viðbrögð, konan sem við töluðum við lét æsing í okkur ekkert trufla sig og var frábær stuðningur. Hún var gríðarleg hjálp og það er ólíklegt að við hefðum ekki misst okkur í áhyggjum og stressi ef hún hefði ekki haldið fókus og ró allan tímann og gefið okkur frábærar leiðbeiningar.“ Helga Lilja segir að það hafi verið mikilvægt að finna þennan stuðning í fæðingunni og eftir að þau komu inn á sjúkrahúsið. Hún er líka þakklát að það leið ekki yfir Sandro í þessum aðstæðum. „Starfsfólk fæðingarvaktarinnar líka, þegar þær komu hlaupandi í miðju Covid ástandi að aðstoða og sumar höfðu ekki einu sinni tíma til að fara í hanska eða verja sjálfar sig og hlupu strax að aðstoða okkur, án þess að hugsa sig tvisvar um. Þær héldu allar ró sinni og náðu okkur niður á jörðina með góðu viðmóti. Við erum gríðarlega þakklát fyrir fólkið sem kom að þessu ævintýri og gerði upplifunina að skemmtilegri sögu í stað fyrir slæma minningu.“
Helgarviðtal Frjósemi Landspítalinn Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira