Lífið

Upplifði eins og ég væri að skemma mig og það væri ekki hægt að laga það

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tobba fer um víðan völl í þættinum. 
Tobba fer um víðan völl í þættinum.  vísir/vilhelm

Athafnakonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur.

Tobba hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði hún í áraraðir í fjölmiðlum. Í dag er hún gift Karli Sigurðssyni í Baggalúti og á með honum tvær dætur. Tobba er gestur vikunnar í Einkalífinu en undir lok síðasta árs munaði engu að hún fengi taugaáfall sökum anna.

„Þetta var ógeðslega erfitt og sérstaklega þarna í desember. Kalli var ekki heima og við vorum að stofna þetta fyrirtæki. Litla barnið svaf nánast ekkert og þú ert vakin á tveggja tíma fresti stanslaust sem er í raun bara pyntingaraðferð,“ segir Tobba en eins og alþjóð veit eru Baggalútsmenn nánast allan desembermánuð að koma fram í Háskólabíói með jólatónleika sveitarinnar.

„Ég var farin að hafa það á tilfinningunni að ég væri að skemma mig þannig að það væri bara ekki hægt að laga það. Þegar þú gengur svona stanslaust á þig en getur ekki hætt því þú ert bara að reyna gera hluti sem þér finnst mikilvægir. Þetta snýst um það að reyna fækka áreitunum og minnka álagið.“

Í þættinum hér að ofan ræðir Tobba einnig um upphaf fjölmiðlaferilsins, móðurhlutverkið, fæðingar, brúðkaupið á Ítalíu síðasta sumar, nýja fyrirtækið, álagið að vera ofurkona, hvernig hún tekst á við áföll en hún missti systur sína fyrir nokkrum árum og margt fleira.


Tengdar fréttir

Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn

Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.