„Maður á auðvitað alltaf frekar að hringja heldur en að leyfa einhverjum hryllingi að viðgangast“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2020 10:15 Snærós vinnur hjá RÚV núll. Mynd/Ragnar Visage fyrir RÚV núll „Það fyrsta sem kom í hugann var auðvitað að það væri verið að meiða þessa konu,“ segir Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll, sem segir frá atburðarrás á Twitter sem átti sér stað í vesturbænum í nótt. „Í nótt rumskaði ég við öskur og óp í konu sem reyndust koma úr næsta húsi. Ég þaut út á svalir til að sjá hvað væri í gangi en sá aðallega mæðgin á efstu hæð hússins horfa áhyggjufull niður húsið sitt og móðurina hringja símtal - sem ég gerði ráð fyrir að vera í lögguna,“ skrifar Snærós á Twitter. Í nótt rumskaði ég við öskur og óp í konu sem reyndust koma úr næsta húsi. Ég þaut út á svalir til að sjá hvað væri í gangi en sá aðallega mæðgin á efstu hæð hússins horfa áhyggjufull niður húsið sitt og móðurina hringja símtal - sem ég gerði ráð fyrir að vera í lögguna. 1/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Ég vildi þó ekki taka sénsinn á því svo ég hringdi líka og vel að merkja, löggan hafði fengið fleiri en eitt símtal um öskur og sársaukavein í húsinu og var á leiðinni. Á meðan ég beið breyttust öskrin í kokhljóð. Gæti verið gubb, gæti líka verið einhver hryllingur,“ skrifar hún einnig. Ég vildi þó ekki taka sénsinn á því svo ég hringdi líka og vel að merkja, löggan hafði fengið fleiri en eitt símtal um öskur og sársaukavein í húsinu og var á leiðinni. Á meðan ég beið breyttust öskrin í kokhljóð. Gæti verið gubb, gæti líka verið einhver hryllingur. 2/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Ég er samt fegin að ég hringdi. Ég var greinilega ekki sú eina í götunni með áhyggjur. Sá fleira fólk út í glugga að spá hvað væri í gangi og einhver blaðberi sem átti leið hjá var augljóslega stressaður líka,“ segir Snærós í samtali við Vísi. „Ég heyrði samt aldrei í neinum öðrum en konunni og var smá hvumsa yfir þessum líklega hljóðlátasta ofbeldismanni veraldar. En ok. Löggan mætti og ég stóð eins og Soffía frænka í öllu mínu veldi á svölunum í einhverjum pels og á inniskónum og kallaði til þeirra,“ skrifar Snærós. Ég heyrði samt aldrei í neinum öðrum en konunni og var smá hvumsa yfir þessum líklega hljóðlátasta ofbeldismanni veraldar. En ok. Löggan mætti og ég stóð eins og Soffía frænka í öllu mínu veldi á svölunum í einhverjum pels og á inniskónum og kallaði til þeirra 3/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 "Þetta er í þessari íbúð. Það hljómar eins og einhver sé að gubba" - Löggan fer inn og upphefst þá þvílíkt öskur frá konunni sem hljómaði bara nákvæmlega eins og öskrin í konunni á dinernum í fyrsta atriðinu í Pulp Fiction https://t.co/vwlb6SA49r 4/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 "GET THE FUCK OUT. WHO THE FUCK CALLED YOU?! I HAVE MIGRAINE YOU IDIOT. ITS JUST A FUCKING MIGRAINE. GET OUT" - og þar með var þessu hetjumómenti mínu lokið. Löggan gekk út og ég lét mig hverfa af svölunum áður en þau sáu mig aftur. Já já. Pant ekki fá mígreni. 5/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Maður á auðvitað alltaf frekar að hringja heldur en að leyfa einhverjum hryllingi að viðgangast. Tek ekki sénsinn á því,“ segir Snærós. Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Sjá meira
„Það fyrsta sem kom í hugann var auðvitað að það væri verið að meiða þessa konu,“ segir Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll, sem segir frá atburðarrás á Twitter sem átti sér stað í vesturbænum í nótt. „Í nótt rumskaði ég við öskur og óp í konu sem reyndust koma úr næsta húsi. Ég þaut út á svalir til að sjá hvað væri í gangi en sá aðallega mæðgin á efstu hæð hússins horfa áhyggjufull niður húsið sitt og móðurina hringja símtal - sem ég gerði ráð fyrir að vera í lögguna,“ skrifar Snærós á Twitter. Í nótt rumskaði ég við öskur og óp í konu sem reyndust koma úr næsta húsi. Ég þaut út á svalir til að sjá hvað væri í gangi en sá aðallega mæðgin á efstu hæð hússins horfa áhyggjufull niður húsið sitt og móðurina hringja símtal - sem ég gerði ráð fyrir að vera í lögguna. 1/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Ég vildi þó ekki taka sénsinn á því svo ég hringdi líka og vel að merkja, löggan hafði fengið fleiri en eitt símtal um öskur og sársaukavein í húsinu og var á leiðinni. Á meðan ég beið breyttust öskrin í kokhljóð. Gæti verið gubb, gæti líka verið einhver hryllingur,“ skrifar hún einnig. Ég vildi þó ekki taka sénsinn á því svo ég hringdi líka og vel að merkja, löggan hafði fengið fleiri en eitt símtal um öskur og sársaukavein í húsinu og var á leiðinni. Á meðan ég beið breyttust öskrin í kokhljóð. Gæti verið gubb, gæti líka verið einhver hryllingur. 2/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Ég er samt fegin að ég hringdi. Ég var greinilega ekki sú eina í götunni með áhyggjur. Sá fleira fólk út í glugga að spá hvað væri í gangi og einhver blaðberi sem átti leið hjá var augljóslega stressaður líka,“ segir Snærós í samtali við Vísi. „Ég heyrði samt aldrei í neinum öðrum en konunni og var smá hvumsa yfir þessum líklega hljóðlátasta ofbeldismanni veraldar. En ok. Löggan mætti og ég stóð eins og Soffía frænka í öllu mínu veldi á svölunum í einhverjum pels og á inniskónum og kallaði til þeirra,“ skrifar Snærós. Ég heyrði samt aldrei í neinum öðrum en konunni og var smá hvumsa yfir þessum líklega hljóðlátasta ofbeldismanni veraldar. En ok. Löggan mætti og ég stóð eins og Soffía frænka í öllu mínu veldi á svölunum í einhverjum pels og á inniskónum og kallaði til þeirra 3/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 "Þetta er í þessari íbúð. Það hljómar eins og einhver sé að gubba" - Löggan fer inn og upphefst þá þvílíkt öskur frá konunni sem hljómaði bara nákvæmlega eins og öskrin í konunni á dinernum í fyrsta atriðinu í Pulp Fiction https://t.co/vwlb6SA49r 4/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 "GET THE FUCK OUT. WHO THE FUCK CALLED YOU?! I HAVE MIGRAINE YOU IDIOT. ITS JUST A FUCKING MIGRAINE. GET OUT" - og þar með var þessu hetjumómenti mínu lokið. Löggan gekk út og ég lét mig hverfa af svölunum áður en þau sáu mig aftur. Já já. Pant ekki fá mígreni. 5/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Maður á auðvitað alltaf frekar að hringja heldur en að leyfa einhverjum hryllingi að viðgangast. Tek ekki sénsinn á því,“ segir Snærós.
Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Sjá meira