Lífið

Vara Ástrala við því að gefa klettahoppurum að éta

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Klettahopparamörgæsir í Schönbrunn-dýragarðinum í Austurríki.
Klettahopparamörgæsir í Schönbrunn-dýragarðinum í Austurríki. EPA/Lisi Niesner

Klettahopparamörgæsir birtast nú í röðum á suðvesturströnd Ástralíu eftir ferðalög sín frá eyjum nærri Suðurskautslandinu.

Klettahopparar hafa vanið komur sínar til Ástralíu á vorin og skipta þar um ham. Stundum kemur það þó fyrir að mörgæsunum gengur ekki alveg nógu vel að komast leiðar sinnar og hafa heimamenn eins og Linda Moyle því tekið það á sig að hjálpa dýrunum.

Almenningur gefi dýrunum ekki

Moyle og aðrir sérfræðingar vara þó við því að almennir borgarar gefi mörgæsunum að éta, enda viti fagfólk best hvað þær vilja.

„Þið þurfið alls ekki að gefa þeim mat eða vatn áður en þið komið með þær til okkar. Starfsfólkið veit hvað á að gefa mörgæsunum,“ sagði Moyle við AP.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×