Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir HK 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og liðið endi því einu sæti neðar en í fyrra. Síðustu ár hafa verið góð fyrir HK. Liðið vann tíu af ellefu leikjum sínum í seinni umferðinni 2017 og fór síðan sannfærandi upp úr 1. deildinni árið eftir. Í fyrra endaði HK svo í 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar sem er besti árangur í sögu félagsins. HK-ingar vilja forðast mistökin frá 2008 þegar þeir féllu eftir að hafa haldið sér uppi á jómfrúartímabilinu í efstu deild. Það tók HK áratug að endurheimta sæti sitt í deild þeirra bestu. Þjálfari HK er Brynjar Björn Gunnarsson. Eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni í fjögur ár tók Brynjar við HK af Jóhannesi Karli Guðjónssyni haustið 2017. Brynjar, sem er margreyndur atvinnu- og landsliðsmaður, hefur gert frábæra hluti hjá HK og sett saman þétt og öflugt lið. HK 2 tímabil samfellt í efstu deild (2019-) 7 tímabil samfellt í efstu tveimur deildunum (2014-) Aldrei Íslandsmeistari (Best: 9. sæti 2007 og 2019) Aldrei í bikarúrslitaleik (Best: Undanúrslit 2004) 1 ár frá besta árangri liðsins (9. sæti 2019) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 1 sinni í 9. og 11. sæti Síðasta tímabil Nýliðar HK áttu að fara beint aftur niður samkvæmt flestum spám en það var miklu meira spunnið í baráttuglaða HK-inga sem komu mikið á óvart með góðri spilamennsku undir stjórn Brynjars Björns Gunnarssonar. HK skoraði meðal annars sex mörk hjá verðandi Íslandsmeisturum KR sem fengu aðeins á sig samanlagt 17 mörk frá öllum hinum tíu liðum deildarinnar. HK lagði grunninn að góðu sæti í deildinni á frábærum 28 dögum í júlí og ágúst þar sem liðið náði í 19 stig í 8 leikjum. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið HK í sumar.vísir/toggi Byrjunarliðið hjá HK er nánast það sama og í fyrra. Björn Berg Bryde er farinn en Guðmundur Þór Júlíusson og Hafsteinn Briem eru komnir aftur eftir erfið meiðsli. Leikmannahópur HK er veikari en í fyrra og hættulega þunnur, sérstaklega í ljósi þess hversu þétt verður leikið í sumar. Bjarni Gunnarsson er eini eiginlegi framherjinn í leikmananhópi HK og Kópavogsliðið myndi ekki slá hendinni á móti öðrum slíkum. Lykilmennirnir Arnar Freyr Ólafsson, Valgeir Valgeirsson og Ásgeir Marteinsson.vísir/vilhelm Arnar Freyr Ólafsson (f. 1993): Þessi 27 ára gamli markvörður hafði leikið einn leik í efstu deild fyrir síðustu leiktíð en sýndi það og sannaði í fyrra að þar á hann heima. Arnar Freyr, sem er uppalinn hjá Fjölni, hefur varið mark HK síðustu fjögur tímabil. Hann hélt markinu hreinu í fimm leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra, sýndi mikinn stöðugleika og gerði fá mistök. Það mun ekki minna mæða á honum í sumar. Valgeir Valgeirsson (f. 2002): Skaust fram á sjónarsviðið með magnaðri frammistöðu á sinni fyrstu alvöru leiktíð í meistaraflokki. Hann er snöggur, leikinn og gefur ekki þumlung eftir þrátt fyrir ungan aldur. Með sama áframhaldi er aðeins spurning hvenær Valgeir fer í atvinnumennsku en eftir að hafa verið til reynslu hjá AaB og Bröndby í Danmörku í vetur skrifaði hann undir samning til þriggja ára við HK. Ásgeir Marteinsson (f. 1994): Ásgeir, sem einnig hefur spilað með Fram og ÍA í efstu deild, er frábær spyrnumaður og mun búa til mörk fyrir HK-inga bæði með skotum sínum og fyrirgjöfum. Þessi sóknarsinnaði miðjumaður, sem heldur sig oft úti á kanti, skoraði í fimm deildarleikjum síðasta sumar og mun bera mikla ábyrgð á því að sóknarleikurinn verði í lagi. Markaðurinn vísir/toggi HK hefur ekki bætt við sig einum einasta leikmanni frá síðustu leiktíð en misst nokkra. Vissulega hjálpar til að Hörður Árnason hafi snúið við þeirri ákvörðun sinni að hætta, og Alexander Freyr Sindrason kom vel inn í hópinn og verður áfram, en annars virðist ekkert hafa gengið við að styrkja hópinn. HK hefur ekki misst marga lykilmenn en Brynjar Björn hefur viðurkennt að hópurinn þyrfti að vera stærri og horfði meðal annars til Englands í þeim efnum. Félagið hafi reynt við leikmenn en ekki fengið, og það er spurning hvort að of fast tak á buddunni verði HK að falli í sumar. Þarf að gera betur en í fyrra HK keypti Birni Snæ (til vinstri) frá Val um mitt síðasta tímabil.vísir/daníel Hápunktur Birnis í treyju Vals var þegar hann skoraði flautumark gegn HK í Kórnum í lok júní í fyrra. Nokkrum vikum síðar keypti HK hann frá Val. Birnir fór vel af stað með HK-ingum og fór mikinn í 4-1 sigrinum á Íslandsmeisturum KR-inga. Eftir það gerði hann lítið og í sumar þarf hann að borga til baka. Birnir er snöggur og leikinn og ætti að njóta sín vel í skyndisóknabolta Kópavogsliðsins. Heimavöllurinn Kórinn í öllu sínu veldi.vísir/vilhelm Kórinn hefur verið heimavöllur HK-inga frá og með árinu 2014 og er HK fyrsta og eina liðið til að spila alla heimaleiki sína innanhúss í efstu deild. Það virðist angra marga sem standa utan félagsins en leikmenn HK kunna vel við sig í Kórnum og þar fer einnig vel um áhorfendur í stúkunni. Á fjórum heimaleikja HK í fyrra voru yfir þúsund manns í stúkunni, flestir á grannaslagnum magnaða við Breiðablik í upphafi móts eða 1.421. Hvað segir sérfræðingurinn? „Það eru margir sem búast við því að HK-ingar verði í miklu basli og mikilli fallbaráttu, en ég held að þeir nái að öskra sig saman og verði í góðu lagi. Þeir bjuggu til fína liðsheild í fyrra, sóttu reynslu inn í liðið sitt og voru á góðu róli um tíma, en ég held að þeir verði að byggja ofan á stöðugleikann og gera meira af því sem þeir gerðu um mitt mót í fyrra,“ segir Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur úr Pepsi Max-mörkunum. „Ég held að styrkur HK-inga felist í þessari liðsheild sem þeir voru byrjaðir að búa til. Þeir eru með öfluga leikmenn, spræka stráka fram á við, sérstaklega Birni Snæ og Valgeir sem ég tel að muni spila stóra rullu. Varnarleikurinn er spurningamerki hjá þeim. Guðmundur Júlíusson er að koma til baka eftir langa fjarveru og Björn Berg horfinn á brott til Stjörnunnar. Þeir byrjuðu mótið illa í fyrra og unnu bara einn af fyrstu sjö, tóku svo mjög góða syrpu um mitt mót og voru jafnvel í baráttu um Evrópusæti, en þegar þeir svo náðu markmiði sínu um að halda sér í deildinni þá fjaraði undan þeim. Þeir þurfa að halda dampi og setja sér kannski háleitari markmið,“ segir Atli Viðar sem er ekki í vafa um hvaða leikmaður HK muni verða mest í sviðsljósinu: „Ég held að allir knattspyrnuáhugamenn bíði eftir að sjá hvað Valgeir Valgeirsson gerir í sumar. Hann kom eins og mikill stormsveipur inn í deildina í fyrra og stóð sig með miklum sóma, og það búast margir við að hann taki eitt skref í viðbót og verði lykilmaður í liðinu.“ Sagan vísir/toggi HK er á öðru ári í úrvalsdeildinni sem hefur oft verið skeinuhætt ár fyrir félög. Það hefur þó ekki verið raunin undanfarin ár því 6 af 7 liðum á öðru ári frá 2015 hafa haldið sætið sínu í deildinni. HK var eina lið Pepsi Max deildarinnar í fyrra sem vann þrjú efstu liðin (Breiðblik, FH og KR) og var ásamt Íslandsmeisturum KR eina liðið sem var með fleiri sigra en töp á móti efstu þremur liðunum á síðustu leiktíð. HK-liðið var baráttuglatt í deildini fyrra og var bæði liðið sem vann flesta bolta og hæsta hlutfall tæklinga í sínum leikjum. Toppmenn HK í tölfræðinni á síðasta tímabili vísir/toggi Ásgeir Marteinsson var bæði markahæstur í liði HK í Pepsi Max deild karla í fyrra (5) og sá sem gaf flestar stoðsendingar (3). Ásgeir skoraði jafnmörg mörk og Atli Arnarson og gaf svo jafnmargar stoðsendingar og Birkir Valur Jónsson. Ásgeir Marteinsson átti líka þátt í flestum mörkum HK (9), var sá sem tók þátt í flestum markasóknum (14) og tók flest skot hjá HK-liðinu (39). Ásgeir Börkur Ásgeirsson braut oftast af sér, Leifur Andri Leifsson vann oftast boltann og Birnir Snær Ingason reyndi flesta einleiki. Valgeir Valgeirsson fiskaði flestar aukaspyrnur, Atli Arnarson fór í flestar tæklingar og Emil Atlason fór upp í flest skallaeinvígi. Að lokum Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, lék hverja einustu mínútu í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili.vísir/bára Fá lið eru öruggari í sínu skinni en HK. Leikmenn liðsins þekkja sín hlutverk og vita hvað þeir geta og geta ekki. Varnarleikurinn er sterkur og HK er með leikmenn eins og Valgeir og Birni sem geta brotið upp leiki. Eins og áður sagði er hópurinn þunnskipaður, sérstaklega í framlínunni. Þrátt fyrir alla áruna í kringum Kórinn var HK aðeins með áttunda besta heimavallarárangurinn í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Brynjar Björn hefði eflaust kosið að fara inn í tímabilið með breiðari og betri hóp og fleiri möguleika fremst á vellinum. En kjarninn ætti að vera nógur góður til að HK haldi sjó. Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir HK 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og liðið endi því einu sæti neðar en í fyrra. Síðustu ár hafa verið góð fyrir HK. Liðið vann tíu af ellefu leikjum sínum í seinni umferðinni 2017 og fór síðan sannfærandi upp úr 1. deildinni árið eftir. Í fyrra endaði HK svo í 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar sem er besti árangur í sögu félagsins. HK-ingar vilja forðast mistökin frá 2008 þegar þeir féllu eftir að hafa haldið sér uppi á jómfrúartímabilinu í efstu deild. Það tók HK áratug að endurheimta sæti sitt í deild þeirra bestu. Þjálfari HK er Brynjar Björn Gunnarsson. Eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni í fjögur ár tók Brynjar við HK af Jóhannesi Karli Guðjónssyni haustið 2017. Brynjar, sem er margreyndur atvinnu- og landsliðsmaður, hefur gert frábæra hluti hjá HK og sett saman þétt og öflugt lið. HK 2 tímabil samfellt í efstu deild (2019-) 7 tímabil samfellt í efstu tveimur deildunum (2014-) Aldrei Íslandsmeistari (Best: 9. sæti 2007 og 2019) Aldrei í bikarúrslitaleik (Best: Undanúrslit 2004) 1 ár frá besta árangri liðsins (9. sæti 2019) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 1 sinni í 9. og 11. sæti Síðasta tímabil Nýliðar HK áttu að fara beint aftur niður samkvæmt flestum spám en það var miklu meira spunnið í baráttuglaða HK-inga sem komu mikið á óvart með góðri spilamennsku undir stjórn Brynjars Björns Gunnarssonar. HK skoraði meðal annars sex mörk hjá verðandi Íslandsmeisturum KR sem fengu aðeins á sig samanlagt 17 mörk frá öllum hinum tíu liðum deildarinnar. HK lagði grunninn að góðu sæti í deildinni á frábærum 28 dögum í júlí og ágúst þar sem liðið náði í 19 stig í 8 leikjum. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið HK í sumar.vísir/toggi Byrjunarliðið hjá HK er nánast það sama og í fyrra. Björn Berg Bryde er farinn en Guðmundur Þór Júlíusson og Hafsteinn Briem eru komnir aftur eftir erfið meiðsli. Leikmannahópur HK er veikari en í fyrra og hættulega þunnur, sérstaklega í ljósi þess hversu þétt verður leikið í sumar. Bjarni Gunnarsson er eini eiginlegi framherjinn í leikmananhópi HK og Kópavogsliðið myndi ekki slá hendinni á móti öðrum slíkum. Lykilmennirnir Arnar Freyr Ólafsson, Valgeir Valgeirsson og Ásgeir Marteinsson.vísir/vilhelm Arnar Freyr Ólafsson (f. 1993): Þessi 27 ára gamli markvörður hafði leikið einn leik í efstu deild fyrir síðustu leiktíð en sýndi það og sannaði í fyrra að þar á hann heima. Arnar Freyr, sem er uppalinn hjá Fjölni, hefur varið mark HK síðustu fjögur tímabil. Hann hélt markinu hreinu í fimm leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra, sýndi mikinn stöðugleika og gerði fá mistök. Það mun ekki minna mæða á honum í sumar. Valgeir Valgeirsson (f. 2002): Skaust fram á sjónarsviðið með magnaðri frammistöðu á sinni fyrstu alvöru leiktíð í meistaraflokki. Hann er snöggur, leikinn og gefur ekki þumlung eftir þrátt fyrir ungan aldur. Með sama áframhaldi er aðeins spurning hvenær Valgeir fer í atvinnumennsku en eftir að hafa verið til reynslu hjá AaB og Bröndby í Danmörku í vetur skrifaði hann undir samning til þriggja ára við HK. Ásgeir Marteinsson (f. 1994): Ásgeir, sem einnig hefur spilað með Fram og ÍA í efstu deild, er frábær spyrnumaður og mun búa til mörk fyrir HK-inga bæði með skotum sínum og fyrirgjöfum. Þessi sóknarsinnaði miðjumaður, sem heldur sig oft úti á kanti, skoraði í fimm deildarleikjum síðasta sumar og mun bera mikla ábyrgð á því að sóknarleikurinn verði í lagi. Markaðurinn vísir/toggi HK hefur ekki bætt við sig einum einasta leikmanni frá síðustu leiktíð en misst nokkra. Vissulega hjálpar til að Hörður Árnason hafi snúið við þeirri ákvörðun sinni að hætta, og Alexander Freyr Sindrason kom vel inn í hópinn og verður áfram, en annars virðist ekkert hafa gengið við að styrkja hópinn. HK hefur ekki misst marga lykilmenn en Brynjar Björn hefur viðurkennt að hópurinn þyrfti að vera stærri og horfði meðal annars til Englands í þeim efnum. Félagið hafi reynt við leikmenn en ekki fengið, og það er spurning hvort að of fast tak á buddunni verði HK að falli í sumar. Þarf að gera betur en í fyrra HK keypti Birni Snæ (til vinstri) frá Val um mitt síðasta tímabil.vísir/daníel Hápunktur Birnis í treyju Vals var þegar hann skoraði flautumark gegn HK í Kórnum í lok júní í fyrra. Nokkrum vikum síðar keypti HK hann frá Val. Birnir fór vel af stað með HK-ingum og fór mikinn í 4-1 sigrinum á Íslandsmeisturum KR-inga. Eftir það gerði hann lítið og í sumar þarf hann að borga til baka. Birnir er snöggur og leikinn og ætti að njóta sín vel í skyndisóknabolta Kópavogsliðsins. Heimavöllurinn Kórinn í öllu sínu veldi.vísir/vilhelm Kórinn hefur verið heimavöllur HK-inga frá og með árinu 2014 og er HK fyrsta og eina liðið til að spila alla heimaleiki sína innanhúss í efstu deild. Það virðist angra marga sem standa utan félagsins en leikmenn HK kunna vel við sig í Kórnum og þar fer einnig vel um áhorfendur í stúkunni. Á fjórum heimaleikja HK í fyrra voru yfir þúsund manns í stúkunni, flestir á grannaslagnum magnaða við Breiðablik í upphafi móts eða 1.421. Hvað segir sérfræðingurinn? „Það eru margir sem búast við því að HK-ingar verði í miklu basli og mikilli fallbaráttu, en ég held að þeir nái að öskra sig saman og verði í góðu lagi. Þeir bjuggu til fína liðsheild í fyrra, sóttu reynslu inn í liðið sitt og voru á góðu róli um tíma, en ég held að þeir verði að byggja ofan á stöðugleikann og gera meira af því sem þeir gerðu um mitt mót í fyrra,“ segir Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur úr Pepsi Max-mörkunum. „Ég held að styrkur HK-inga felist í þessari liðsheild sem þeir voru byrjaðir að búa til. Þeir eru með öfluga leikmenn, spræka stráka fram á við, sérstaklega Birni Snæ og Valgeir sem ég tel að muni spila stóra rullu. Varnarleikurinn er spurningamerki hjá þeim. Guðmundur Júlíusson er að koma til baka eftir langa fjarveru og Björn Berg horfinn á brott til Stjörnunnar. Þeir byrjuðu mótið illa í fyrra og unnu bara einn af fyrstu sjö, tóku svo mjög góða syrpu um mitt mót og voru jafnvel í baráttu um Evrópusæti, en þegar þeir svo náðu markmiði sínu um að halda sér í deildinni þá fjaraði undan þeim. Þeir þurfa að halda dampi og setja sér kannski háleitari markmið,“ segir Atli Viðar sem er ekki í vafa um hvaða leikmaður HK muni verða mest í sviðsljósinu: „Ég held að allir knattspyrnuáhugamenn bíði eftir að sjá hvað Valgeir Valgeirsson gerir í sumar. Hann kom eins og mikill stormsveipur inn í deildina í fyrra og stóð sig með miklum sóma, og það búast margir við að hann taki eitt skref í viðbót og verði lykilmaður í liðinu.“ Sagan vísir/toggi HK er á öðru ári í úrvalsdeildinni sem hefur oft verið skeinuhætt ár fyrir félög. Það hefur þó ekki verið raunin undanfarin ár því 6 af 7 liðum á öðru ári frá 2015 hafa haldið sætið sínu í deildinni. HK var eina lið Pepsi Max deildarinnar í fyrra sem vann þrjú efstu liðin (Breiðblik, FH og KR) og var ásamt Íslandsmeisturum KR eina liðið sem var með fleiri sigra en töp á móti efstu þremur liðunum á síðustu leiktíð. HK-liðið var baráttuglatt í deildini fyrra og var bæði liðið sem vann flesta bolta og hæsta hlutfall tæklinga í sínum leikjum. Toppmenn HK í tölfræðinni á síðasta tímabili vísir/toggi Ásgeir Marteinsson var bæði markahæstur í liði HK í Pepsi Max deild karla í fyrra (5) og sá sem gaf flestar stoðsendingar (3). Ásgeir skoraði jafnmörg mörk og Atli Arnarson og gaf svo jafnmargar stoðsendingar og Birkir Valur Jónsson. Ásgeir Marteinsson átti líka þátt í flestum mörkum HK (9), var sá sem tók þátt í flestum markasóknum (14) og tók flest skot hjá HK-liðinu (39). Ásgeir Börkur Ásgeirsson braut oftast af sér, Leifur Andri Leifsson vann oftast boltann og Birnir Snær Ingason reyndi flesta einleiki. Valgeir Valgeirsson fiskaði flestar aukaspyrnur, Atli Arnarson fór í flestar tæklingar og Emil Atlason fór upp í flest skallaeinvígi. Að lokum Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, lék hverja einustu mínútu í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili.vísir/bára Fá lið eru öruggari í sínu skinni en HK. Leikmenn liðsins þekkja sín hlutverk og vita hvað þeir geta og geta ekki. Varnarleikurinn er sterkur og HK er með leikmenn eins og Valgeir og Birni sem geta brotið upp leiki. Eins og áður sagði er hópurinn þunnskipaður, sérstaklega í framlínunni. Þrátt fyrir alla áruna í kringum Kórinn var HK aðeins með áttunda besta heimavallarárangurinn í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Brynjar Björn hefði eflaust kosið að fara inn í tímabilið með breiðari og betri hóp og fleiri möguleika fremst á vellinum. En kjarninn ætti að vera nógur góður til að HK haldi sjó.
HK 2 tímabil samfellt í efstu deild (2019-) 7 tímabil samfellt í efstu tveimur deildunum (2014-) Aldrei Íslandsmeistari (Best: 9. sæti 2007 og 2019) Aldrei í bikarúrslitaleik (Best: Undanúrslit 2004) 1 ár frá besta árangri liðsins (9. sæti 2019) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 1 sinni í 9. og 11. sæti
Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00