„Ekki bara mál feitra kvenna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. maí 2020 20:00 Elva Björk Ágústsdóttir sálfræðingur leggur mikla áherslu á mikilvægi líkamsvirðingar. Vísir/Vilhelm „Ég er svo hrædd um að ég megi ekki tala um minn líkama og breytingar á mínum líkama út af því að ég er grönn,“ segir Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar. Andrea segir að hún hafi stækkað „út í hið óendanlega“ á fimmtu meðgöngunni sinni en var hrædd við að ræða líkamsmynd sína á samfélagsmiðlum sínum Kviknar. „Ég er komin í svona hóp, ég er grönn og óslitin og þá á ég í rauninni ekki pláss í líkamsvirðingarumræðunni. En það er ekki það að ég er óánægð með líkamann minn, heldur er hann bara rosalega breyttur. Hann er allt öðruvísi en hann var áður en ég gekk með öll börnin mín fimm en sérstaklega núna síðast.“ Andrea ræddi breytingarnar sem gerast á líkama kvenna eftir meðgöngu og fæðingu við sálfræðinginn Elvu Björk Ágústsdóttur sálfræðing í hlaðvarpinu Kviknar. Elva Björk er móðir og hefur nýlega gegnið í gegnum líkamsbreytingarnar sem fylgja þessu ferli, eins og Andrea. Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar fjallar um raunina í nýjasta þætti.Kviknar/Þorleifur Kamban Allar að upplifa eitthvað „Slæm líkamsímynd eða að vera óánægður með líkama sinn eða upplifa einhvers konar skrítnar tilfinningar gagnvart líkamanum, einhvers konar áhyggjur eða pirring eða eitthvað slíkt, á sér stað alveg óháð því hvernig við lítum út. Svo hef ég verið að vinna með ungum stúlkum sem eru í áhættu fyrir átröskun eða eitthvað slíkt og ég er að vinna með stúlkur í öllum stærðum og gerðum. Þannig að þetta er ekki bara mál feitra kvenna. Auðvitað eiga allir að eiga rödd þarna, þetta er líka bara svo hugrænt.“ Elva Björk segir að eftir fæðingu séu allar konur að ganga í gegnum það sama, bara í mismiklu mæli. Líkaminn er breyttur og sumar upplifa það jafnvel þannig að líkaminn sé þeim ókunnugur. „Líkami grannra stelpna breytist alveg eins og líkami feitra stelpna, í sumum tilfellum jafnvel meira en hjá einhverjum sem er feitur. Það er bara allur gangur á þessu. Við erum allar að upplifa eitthvað.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í þættinum Raunin af hlaðvarpinu Kviknar. Viðtalið við Elvu Björk hefst á mínútu 32:06 í þættinum. Sjálf hefur Elva Björk farið í gegnum mörg ár af slæmri líkamsímynd. Elva Björk rannsakar nú líkamsmynd kvenna eftir fæðingu, ásamt Sólrúnu Ósk Lárusdóttur sem einnig er sálfræðingur og móðir. Þær söfnuðu saman reynslusögum yfir 500 íslenskra kvenna sem eignuðust börn 2019 og 2020. Elva Björk er með virkilega áhugavert verkefni í gangi á samfélagsmiðlum núna. Hún vildi fylla samfélagsmiðla af líkamsvirðingu og gefur þátttakendum eitt líkamsvirðingarverkefni á dag, sem bæta á líkamsmyndina. Þeir sem vilja taka þátt geta skráð sig í Facebook hópinn Líkamsvirðing – Verkefni. View this post on Instagram Verkefni dagsins: Horfðu á sjálfa/n þig í spegli. Finndu 5 atriði sem þér þykir vænt um eða falleg við líkamann. Mynd fyrir athygli #bodyrespect #bodypositivity #bodyacceptance #líkamsvirðing #freeallbodies #fourthtrimester #mombody #postpartumbody #postpregnancybody A post shared by Elva Björk Ágústsdóttir (@elvaagustsdottir) on May 15, 2020 at 2:14am PDT Kviknar Frjósemi Tengdar fréttir „Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand“ Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur ræddi um fyrstu dagana eftir að barn kemur í heiminn í hlaðvarpinu Kviknar. 7. maí 2020 22:03 Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Sálfræðingurinn Elva Björk segir að sumar konur upplifi það jákvætt að ganga með barn og deila líkamanum á meðan öðrum líður eins og það sé geimvera innra með þeim. 30. mars 2020 22:06 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Ég er svo hrædd um að ég megi ekki tala um minn líkama og breytingar á mínum líkama út af því að ég er grönn,“ segir Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar. Andrea segir að hún hafi stækkað „út í hið óendanlega“ á fimmtu meðgöngunni sinni en var hrædd við að ræða líkamsmynd sína á samfélagsmiðlum sínum Kviknar. „Ég er komin í svona hóp, ég er grönn og óslitin og þá á ég í rauninni ekki pláss í líkamsvirðingarumræðunni. En það er ekki það að ég er óánægð með líkamann minn, heldur er hann bara rosalega breyttur. Hann er allt öðruvísi en hann var áður en ég gekk með öll börnin mín fimm en sérstaklega núna síðast.“ Andrea ræddi breytingarnar sem gerast á líkama kvenna eftir meðgöngu og fæðingu við sálfræðinginn Elvu Björk Ágústsdóttur sálfræðing í hlaðvarpinu Kviknar. Elva Björk er móðir og hefur nýlega gegnið í gegnum líkamsbreytingarnar sem fylgja þessu ferli, eins og Andrea. Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar fjallar um raunina í nýjasta þætti.Kviknar/Þorleifur Kamban Allar að upplifa eitthvað „Slæm líkamsímynd eða að vera óánægður með líkama sinn eða upplifa einhvers konar skrítnar tilfinningar gagnvart líkamanum, einhvers konar áhyggjur eða pirring eða eitthvað slíkt, á sér stað alveg óháð því hvernig við lítum út. Svo hef ég verið að vinna með ungum stúlkum sem eru í áhættu fyrir átröskun eða eitthvað slíkt og ég er að vinna með stúlkur í öllum stærðum og gerðum. Þannig að þetta er ekki bara mál feitra kvenna. Auðvitað eiga allir að eiga rödd þarna, þetta er líka bara svo hugrænt.“ Elva Björk segir að eftir fæðingu séu allar konur að ganga í gegnum það sama, bara í mismiklu mæli. Líkaminn er breyttur og sumar upplifa það jafnvel þannig að líkaminn sé þeim ókunnugur. „Líkami grannra stelpna breytist alveg eins og líkami feitra stelpna, í sumum tilfellum jafnvel meira en hjá einhverjum sem er feitur. Það er bara allur gangur á þessu. Við erum allar að upplifa eitthvað.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í þættinum Raunin af hlaðvarpinu Kviknar. Viðtalið við Elvu Björk hefst á mínútu 32:06 í þættinum. Sjálf hefur Elva Björk farið í gegnum mörg ár af slæmri líkamsímynd. Elva Björk rannsakar nú líkamsmynd kvenna eftir fæðingu, ásamt Sólrúnu Ósk Lárusdóttur sem einnig er sálfræðingur og móðir. Þær söfnuðu saman reynslusögum yfir 500 íslenskra kvenna sem eignuðust börn 2019 og 2020. Elva Björk er með virkilega áhugavert verkefni í gangi á samfélagsmiðlum núna. Hún vildi fylla samfélagsmiðla af líkamsvirðingu og gefur þátttakendum eitt líkamsvirðingarverkefni á dag, sem bæta á líkamsmyndina. Þeir sem vilja taka þátt geta skráð sig í Facebook hópinn Líkamsvirðing – Verkefni. View this post on Instagram Verkefni dagsins: Horfðu á sjálfa/n þig í spegli. Finndu 5 atriði sem þér þykir vænt um eða falleg við líkamann. Mynd fyrir athygli #bodyrespect #bodypositivity #bodyacceptance #líkamsvirðing #freeallbodies #fourthtrimester #mombody #postpartumbody #postpregnancybody A post shared by Elva Björk Ágústsdóttir (@elvaagustsdottir) on May 15, 2020 at 2:14am PDT
Kviknar Frjósemi Tengdar fréttir „Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand“ Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur ræddi um fyrstu dagana eftir að barn kemur í heiminn í hlaðvarpinu Kviknar. 7. maí 2020 22:03 Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Sálfræðingurinn Elva Björk segir að sumar konur upplifi það jákvætt að ganga með barn og deila líkamanum á meðan öðrum líður eins og það sé geimvera innra með þeim. 30. mars 2020 22:06 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand“ Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur ræddi um fyrstu dagana eftir að barn kemur í heiminn í hlaðvarpinu Kviknar. 7. maí 2020 22:03
Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Sálfræðingurinn Elva Björk segir að sumar konur upplifi það jákvætt að ganga með barn og deila líkamanum á meðan öðrum líður eins og það sé geimvera innra með þeim. 30. mars 2020 22:06