Heimsfaraldurinn eykur varnarleysi hinsegin fólks Heimsljós 18. maí 2020 13:58 „Meðal margra alvarlegra áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins er aukið varnarleysi hinsegin fólks,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í gær á alþjóðadegi gegn hómó-, tvíkynhneigð og transfóbíu. Hann benti á að hinsegin fólk sæti þegar mismunun og verði fyrir árásum, sé jafnvel myrt, fyrir það eitt að standa með sjálfu sér og þeim sem það elskar. Í síðustu viku gerðist Ísland formlega aðili að kjarnahópi ríkja um málefni hinsegin fólks (UN LGBTI Core Group) á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Markmið hópsins er að vinna að réttindum hinsegin fólks í málefnastarfi samtakanna, tryggja virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi, með áherslu á vernd gegn mismunun og ofbeldi. Íslensk stjórnvöld hafa á síðustu árum beitt sér af auknum þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Þátttaka Íslands í hópnum er hluti af þeirri stefnu sem mörkuð er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í síðustu viku var tilkynnt að Ísland hefði hækkað um fjögur sæti á milli ára á Regnbogakortinu, úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Ísland er nú í 14. sæti. Ísland er einnig hluti stýrihóps Equal Rights Coalition (ERC) sem er bandalag ríkja sem vinna saman að því að tryggja að hinsegin fólk hvarvetna fái notið allra mannréttinda. Þá hefur Ísland skrifaði undir yfirlýsingu bandalagsins sem birtist á dögunum. Í henni eru stjórnvöld um heim allan hvött til að tryggja að áhrif COVID-19 heimsfaraldursins bitni ekki harðar á hinsegin fólki (LGBTI) og bent á mikilvægi þess að standa vörð um réttindi þeirra í faraldrinum. Á undanförnum árum hafa mannréttindamál fengið aukið vægi í utanríkisstefnunni og Ísland hefur í vaxandi mæli tekið virkan þátt í málsvarastarfi á erlendum vettvangi í þágu mannréttinda. Þannig voru málefni hinsegin fólks á meðal áherslumála Íslands í mannréttindaráðinu á tímabilinu 2018-2019. Viðburðir á vegum Alþjóðabankans Alþjóðabankinn, í samvinnu við aðra þróunarbanka, hélt í fyrsta sinn í gær upp á alþjóðlegan dag gegn hómó-, tvíkynhneigð og transfóbíu með því að standa fyrir viðburðum víðs vegar um heiminn. Ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna gerðu slíkt hið sama til að vekja athygli á mismunun og árásum sem hinsegin fólk verður fyrir. Ísland styður mannréttindasjóð Alþjóðabankans (e. Human Rights and Development Trust Fund, HRDTF) en hlutverk hans er að stuðla að öflun þekkingar, fræðslu og verkefnainnleiðingar á sviði mannréttinda þar sem áhersla er lögð á tengsl málaflokksins við starfsemi og rekstur bankans. Bankinn hefur til dæmis hafið vinnu sem tengist samþættingu málefna hinsegin fólks í þróunarríkjum og stuðning við málefnavinnu þeirra með sérstökum stuðningi frá mannréttindasjóðnum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent
„Meðal margra alvarlegra áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins er aukið varnarleysi hinsegin fólks,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í gær á alþjóðadegi gegn hómó-, tvíkynhneigð og transfóbíu. Hann benti á að hinsegin fólk sæti þegar mismunun og verði fyrir árásum, sé jafnvel myrt, fyrir það eitt að standa með sjálfu sér og þeim sem það elskar. Í síðustu viku gerðist Ísland formlega aðili að kjarnahópi ríkja um málefni hinsegin fólks (UN LGBTI Core Group) á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Markmið hópsins er að vinna að réttindum hinsegin fólks í málefnastarfi samtakanna, tryggja virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi, með áherslu á vernd gegn mismunun og ofbeldi. Íslensk stjórnvöld hafa á síðustu árum beitt sér af auknum þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Þátttaka Íslands í hópnum er hluti af þeirri stefnu sem mörkuð er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í síðustu viku var tilkynnt að Ísland hefði hækkað um fjögur sæti á milli ára á Regnbogakortinu, úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Ísland er nú í 14. sæti. Ísland er einnig hluti stýrihóps Equal Rights Coalition (ERC) sem er bandalag ríkja sem vinna saman að því að tryggja að hinsegin fólk hvarvetna fái notið allra mannréttinda. Þá hefur Ísland skrifaði undir yfirlýsingu bandalagsins sem birtist á dögunum. Í henni eru stjórnvöld um heim allan hvött til að tryggja að áhrif COVID-19 heimsfaraldursins bitni ekki harðar á hinsegin fólki (LGBTI) og bent á mikilvægi þess að standa vörð um réttindi þeirra í faraldrinum. Á undanförnum árum hafa mannréttindamál fengið aukið vægi í utanríkisstefnunni og Ísland hefur í vaxandi mæli tekið virkan þátt í málsvarastarfi á erlendum vettvangi í þágu mannréttinda. Þannig voru málefni hinsegin fólks á meðal áherslumála Íslands í mannréttindaráðinu á tímabilinu 2018-2019. Viðburðir á vegum Alþjóðabankans Alþjóðabankinn, í samvinnu við aðra þróunarbanka, hélt í fyrsta sinn í gær upp á alþjóðlegan dag gegn hómó-, tvíkynhneigð og transfóbíu með því að standa fyrir viðburðum víðs vegar um heiminn. Ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna gerðu slíkt hið sama til að vekja athygli á mismunun og árásum sem hinsegin fólk verður fyrir. Ísland styður mannréttindasjóð Alþjóðabankans (e. Human Rights and Development Trust Fund, HRDTF) en hlutverk hans er að stuðla að öflun þekkingar, fræðslu og verkefnainnleiðingar á sviði mannréttinda þar sem áhersla er lögð á tengsl málaflokksins við starfsemi og rekstur bankans. Bankinn hefur til dæmis hafið vinnu sem tengist samþættingu málefna hinsegin fólks í þróunarríkjum og stuðning við málefnavinnu þeirra með sérstökum stuðningi frá mannréttindasjóðnum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent