Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið leiki því í 1. deild á næsta tímabili. Eftir að hafa leikið í efstu deild fimm ár í röð og best náð 4. sæti 2016 féllu Fjölnismenn niður í 1. deildina 2018. Þeir voru ekki lengi að koma sér aftur upp og Pepsi Max-sætið var tryggt með stórsigri á Þórsurum, 1-7, í 20. umferð. Fjölnir fékk aðeins eitt stig í síðustu tveimur leikjum sínum og endaði í 2. sæti. Fjölnismenn hafa misst þrjá af bestu leikmönnum sínum frá síðasta tímabili og ekki styrkt sig mikið. Það er því hætt við að róðurinn í sumar verði þungur. Þjálfari Fjölnis er Ásmundur Arnarsson. Hann tók við Fjölni fyrir síðasta tímabil og kom liðinu upp í Pepsi Max-deildina í fyrstu tilraun. Ásmundur þekkir vel til hjá Fjölni en hann þjálfaði liðið á árunum 2005-11. Undir hans stjórn komust Fjölnismenn í fyrsta sinn upp í efstu deild og komust tvisvar í bikarúrslit. Auk Fjölnis hefur Ásmundur þjálfað Völsung, Fylki og ÍBV. Fjölnir í Grafarvogi 1 tímabil samfellt í efstu deild (2020-) 17 tímabil samfellt í efstu tveimur deildunum (2004-) Aldrei Íslandsmeistari 12 ár frá síðasta bikarúrslitaleik (2008) 4 ár frá besta árangri liðsins (4. sæti 2016) 4 ár frá sæti í efri hluta (2016) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 2 sinnum í 6. sæti Síðasta tímabil Fjölnismenn stoppuðu stutt í B-deildinni eftir fallið haustið 2018 og komust strax aftur upp í Pepsi Max deildina. Líkt og þegar Fjölnismenn komust fyrst upp fyrir þrettán árum síðan þá var það undir stjórn Ásmundar Arnarssonar sem var aftur tekinn við í Grafarvoginum. Fjölnismenn voru á toppnum í B-deildinni allt sumarið, skoruðu flest mörk allra liða, voru með langbestu markatöluna og voru komnir upp fyrir lokaumferðina. Þeir misstu hins vegar deildarmeistaratitilinn út á Seltjarnarnes með því að tapa síðasta leiknum sínum. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið Fjölnis í sumar.vísir/toggi Mikla athygli vakti þegar Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hætti óvænt í fótbolta fyrr í þessum mánuði. Frá síðasta tímabili eru Fjölnismenn því búnir að missa miðvarðaparið sitt (Bergsvein og Rasmus Christiansen) og aðal markaskorarann (Albert Brynjar Ingason). Skörð þeirra verða vandfyllt. Markvörður Fjölnis, Atli Gunnar Guðmundsson, er nýliði í efstu deild og erfitt er að sjá hverjir eiga að skora mörkin í stað Alberts. Fjölnir er með nokkra afar efnilega leikmenn sem gætu sprungið út í sumar. Lykilmennirnir Hans Viktor Guðmundsson, Guðmundur Karl Guðmundsson og Ingibergur Kort Sigurðsson.vísir/vilhelm Hans Viktor Guðmundsson (f. 1996): Eftir óvænt brotthvarf Bergsveins er Hans Viktor tekinn við fyrirliðabandinu. Hann er enda reynslumikill þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára, leiðtogi í liðinu og lykilleikmaður. Hans Viktor, sem lék 12 leiki fyrir U21-landslið Íslands, skapaði sér nafn sem miðvörður á þremur leiktíðum í efstu deild með Fjölni en færði sig fram á miðjuna í fyrra þar sem hæfileikar þessa stóra og sterka leikmanns nýtast einnig vel. Guðmundur Karl Guðmundsson (f. 1991): Einn af fáum leikmönnum Fjölnis sem veit nákvæmlega út í hvað hann er að fara í efstu deild. Gummi Kalli er gríðarlega vinnusamur, eitilharður og fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður en mun væntanlega láta finna fyrir sér á miðjunni hjá Fjölni. Hann er uppalinn hjá Ægi í Þorlákshöfn en hefur spilað með Fjölni í rúman áratug, fyrir utan eitt ár með FH 2017, og er því með gult blóð í æðum. Ingibergur Kort Sigurðsson (f. 1998): Ef Fjölni á að vegna vel í sumar þarf Ingibergur að búa til mörk með hraða sínum og tækni. Þessi lipri kantmaður, sem kemur frá Blönduósi, skoraði sjö mörk í 1. deildinni í fyrra og átti stóran þátt í að koma Fjölni upp um deild. Áður hafði hann staðið sig vel sem lánsmaður með Víkingi Ó. í sömu deild, en hann á eftir að sanna sig í deild þeirra bestu þó að hann hafi fengið þar nokkur tækifæri með Fjölni sumarið 2017. Markaðurinn Fjölnismenn fá lægstu einkunn fyrir viðskipti sín á leikmannamarkaðanum í vetur í ljósi þess að þeir hafa misst þrjá lykilleikmenn í þeim Alberti, Rasmus og Bergsveini, sem reyndar kom bara í ljós rétt fyrir mót að yrði ekki með liðinu. Fjölnir hefur þó fengið fyrrverandi Færeyjameistarann Grétar Snæ Gunnarsson, sem nam Ejubsfræði í Ólafsvík síðasta sumar, og endurheimt öflugan miðvörð í Torfa Tímóteusi Gunnarssyni sem sneri aftur úr láni hjá KA. Hvorugur þeirra skorar mörkin í stað Alberts. Markaðseinkunn (A-F): F Heimavöllurinn Frá leik á Extra-vellinum í Grafarvogi.vísir/bára Rúmlega 700 manns mættu að meðaltali á hvern leik á Extra-vellinum síðast þegar Fjölnir var í efstu deild, sumarið 2018, en þeir voru heldur færri sem mættu á leiki liðsins í 1. deildinni í fyrra. Ljóst er að liðinu veitir ekkert af öflugum stuðningi og að Káramenn brýni vopn sín fyrir erfitt tímabil. Extra-völlurinn, sem liggur við Grafarvogslaug, er einn af fjórum grasvöllum deildarinnar og virðist koma afar vel undan vetri. Engin yfirbyggð stúka er við völlinn en áhorfendasvæðið er við hliðarlínuna fjær varamannabekkjunum og á Kárapalli er hægt að komast í ljúffengar veitingar. Hvað segir sérfræðingurinn? „Fjölnismenn eru með mikið af ungum og góðum leikmönnum en hins vegar hafa þeir misst þrjá bestu leikmennina frá því á síðasta tímabili, og þá voru þeir í næstefstu deild. Albert Ingason er farinn, Rasmus Christiansen er farinn og Bergsveinn Ólafsson hætti auðvitað óvænt, sem fyrirliði,“ segir Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur úr Pepsi Max-mörkunum. „Styrkleiki liðsins myndi ég halda að sé í miðvarðaparinu. Hans Guðmundsson er farinn niður í miðvörðinn og verður þar með Torfa Tímoteus, og þar held ég að sé styrkleiki Fjölnisliðsins. En við vitum ekkert með Fjölnisliðið núna, því það eru þessir þrír stóru póstar farnir. Ásmundur Arnarsson hefur staðið frammi fyrir mörgum, flóknum verkefnum í þessu lífi en þetta verður sérstaklega flókið,“ segir Hjörvar. Auk Torfa og Hans nefnir Hjörvar ungan leikmann af markahrókskyni sem gæti stolið senunni hjá Fjölni: „Ég treysti á að Hallvarður Óskar Sigurðsson slái í gegn í sumar.“ Sagan Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... A-deild (6. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... B-deild (4. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... D-deild (4. sæti) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... Ekki til Fyrir sextíu árum (1960) ... Ekki til VÍSIR/TOGGI Fjölnir er að koma upp í úrvalsdeildina í þriðja sinn síðan að fjölgað var í tólf lið. Fjölnir var í tvö tímabil í deildinni frá 2008 til 2009 og svo aftur í fimm tímabil frá 2014 til 2018. Það hefur verið mjög erfitt að spá fyrir um gengi Fjölnisliðsins þessi sjö ár liðsins í efstu deild. Í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna hafa þeir alltaf verið þremur sætum eða meira frá því að setja Grafarvogsliðið í rétt sæti. Fjölnir vann ekki B-deildina í fyrra en var engu að síður með langbestu markatöluna og var það lið sem vann langflesta stórsigra í deildinni síðasta sumar. Toppmenn Fjölnis í tölfræðinni á síðasta tímabili VÍSIR/TOGGI Fjölnir missti markahæsta leikmann sinn, Albert Brynjar Ingason, í Kórdrengi en af þeim sem spila áfram með liðinu í sumar er Ingibergur Kort Sigurðsson sem skoraði sjö mörk í B-deildinni í fyrra eða tveimur mörkum minna en Albert. Markvörðurinn Atli Gunnar Guðmundsson lék flestar mínútur af öllum í liðinu í B-deildinni í fyrra en það var ekki langt í Arnþór Breka Ástþórsson. Hans Viktor Guðmundsson og Guðmundur Karl Guðmundsson fengu flest gul spjöld eða sex hvor. Að lokum Fjölnir er á leið í sitt áttunda tímabil í efstu deild.vísir/bára Fyrirfram má búast við því að Fjölnismenn verði með vindinn í fangið í sumar. Þeir hafa misst þrjá máttarstólpa og liðið er lakara en það sem lenti í 2. sæti í frekar slakri 1. deild á síðasta tímabili. Svo er spurning hvernig brotthvarf Bergsveins fer í Fjölnisliðið. Hann var ekki bara lykilmaður inni á vellinum heldur einnig leiðtogi utan vallar. Öfugt við hina nýliðana, Gróttu, hefur Fjölnir reynslu úr efstu deild og hún mun væntanlega hjálpa eitthvað til. En það er erfitt að sjá að leikmannahópurinn sé nógu sterkur til að halda Fjölni uppi. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið leiki því í 1. deild á næsta tímabili. Eftir að hafa leikið í efstu deild fimm ár í röð og best náð 4. sæti 2016 féllu Fjölnismenn niður í 1. deildina 2018. Þeir voru ekki lengi að koma sér aftur upp og Pepsi Max-sætið var tryggt með stórsigri á Þórsurum, 1-7, í 20. umferð. Fjölnir fékk aðeins eitt stig í síðustu tveimur leikjum sínum og endaði í 2. sæti. Fjölnismenn hafa misst þrjá af bestu leikmönnum sínum frá síðasta tímabili og ekki styrkt sig mikið. Það er því hætt við að róðurinn í sumar verði þungur. Þjálfari Fjölnis er Ásmundur Arnarsson. Hann tók við Fjölni fyrir síðasta tímabil og kom liðinu upp í Pepsi Max-deildina í fyrstu tilraun. Ásmundur þekkir vel til hjá Fjölni en hann þjálfaði liðið á árunum 2005-11. Undir hans stjórn komust Fjölnismenn í fyrsta sinn upp í efstu deild og komust tvisvar í bikarúrslit. Auk Fjölnis hefur Ásmundur þjálfað Völsung, Fylki og ÍBV. Fjölnir í Grafarvogi 1 tímabil samfellt í efstu deild (2020-) 17 tímabil samfellt í efstu tveimur deildunum (2004-) Aldrei Íslandsmeistari 12 ár frá síðasta bikarúrslitaleik (2008) 4 ár frá besta árangri liðsins (4. sæti 2016) 4 ár frá sæti í efri hluta (2016) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 2 sinnum í 6. sæti Síðasta tímabil Fjölnismenn stoppuðu stutt í B-deildinni eftir fallið haustið 2018 og komust strax aftur upp í Pepsi Max deildina. Líkt og þegar Fjölnismenn komust fyrst upp fyrir þrettán árum síðan þá var það undir stjórn Ásmundar Arnarssonar sem var aftur tekinn við í Grafarvoginum. Fjölnismenn voru á toppnum í B-deildinni allt sumarið, skoruðu flest mörk allra liða, voru með langbestu markatöluna og voru komnir upp fyrir lokaumferðina. Þeir misstu hins vegar deildarmeistaratitilinn út á Seltjarnarnes með því að tapa síðasta leiknum sínum. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið Fjölnis í sumar.vísir/toggi Mikla athygli vakti þegar Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hætti óvænt í fótbolta fyrr í þessum mánuði. Frá síðasta tímabili eru Fjölnismenn því búnir að missa miðvarðaparið sitt (Bergsvein og Rasmus Christiansen) og aðal markaskorarann (Albert Brynjar Ingason). Skörð þeirra verða vandfyllt. Markvörður Fjölnis, Atli Gunnar Guðmundsson, er nýliði í efstu deild og erfitt er að sjá hverjir eiga að skora mörkin í stað Alberts. Fjölnir er með nokkra afar efnilega leikmenn sem gætu sprungið út í sumar. Lykilmennirnir Hans Viktor Guðmundsson, Guðmundur Karl Guðmundsson og Ingibergur Kort Sigurðsson.vísir/vilhelm Hans Viktor Guðmundsson (f. 1996): Eftir óvænt brotthvarf Bergsveins er Hans Viktor tekinn við fyrirliðabandinu. Hann er enda reynslumikill þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára, leiðtogi í liðinu og lykilleikmaður. Hans Viktor, sem lék 12 leiki fyrir U21-landslið Íslands, skapaði sér nafn sem miðvörður á þremur leiktíðum í efstu deild með Fjölni en færði sig fram á miðjuna í fyrra þar sem hæfileikar þessa stóra og sterka leikmanns nýtast einnig vel. Guðmundur Karl Guðmundsson (f. 1991): Einn af fáum leikmönnum Fjölnis sem veit nákvæmlega út í hvað hann er að fara í efstu deild. Gummi Kalli er gríðarlega vinnusamur, eitilharður og fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður en mun væntanlega láta finna fyrir sér á miðjunni hjá Fjölni. Hann er uppalinn hjá Ægi í Þorlákshöfn en hefur spilað með Fjölni í rúman áratug, fyrir utan eitt ár með FH 2017, og er því með gult blóð í æðum. Ingibergur Kort Sigurðsson (f. 1998): Ef Fjölni á að vegna vel í sumar þarf Ingibergur að búa til mörk með hraða sínum og tækni. Þessi lipri kantmaður, sem kemur frá Blönduósi, skoraði sjö mörk í 1. deildinni í fyrra og átti stóran þátt í að koma Fjölni upp um deild. Áður hafði hann staðið sig vel sem lánsmaður með Víkingi Ó. í sömu deild, en hann á eftir að sanna sig í deild þeirra bestu þó að hann hafi fengið þar nokkur tækifæri með Fjölni sumarið 2017. Markaðurinn Fjölnismenn fá lægstu einkunn fyrir viðskipti sín á leikmannamarkaðanum í vetur í ljósi þess að þeir hafa misst þrjá lykilleikmenn í þeim Alberti, Rasmus og Bergsveini, sem reyndar kom bara í ljós rétt fyrir mót að yrði ekki með liðinu. Fjölnir hefur þó fengið fyrrverandi Færeyjameistarann Grétar Snæ Gunnarsson, sem nam Ejubsfræði í Ólafsvík síðasta sumar, og endurheimt öflugan miðvörð í Torfa Tímóteusi Gunnarssyni sem sneri aftur úr láni hjá KA. Hvorugur þeirra skorar mörkin í stað Alberts. Markaðseinkunn (A-F): F Heimavöllurinn Frá leik á Extra-vellinum í Grafarvogi.vísir/bára Rúmlega 700 manns mættu að meðaltali á hvern leik á Extra-vellinum síðast þegar Fjölnir var í efstu deild, sumarið 2018, en þeir voru heldur færri sem mættu á leiki liðsins í 1. deildinni í fyrra. Ljóst er að liðinu veitir ekkert af öflugum stuðningi og að Káramenn brýni vopn sín fyrir erfitt tímabil. Extra-völlurinn, sem liggur við Grafarvogslaug, er einn af fjórum grasvöllum deildarinnar og virðist koma afar vel undan vetri. Engin yfirbyggð stúka er við völlinn en áhorfendasvæðið er við hliðarlínuna fjær varamannabekkjunum og á Kárapalli er hægt að komast í ljúffengar veitingar. Hvað segir sérfræðingurinn? „Fjölnismenn eru með mikið af ungum og góðum leikmönnum en hins vegar hafa þeir misst þrjá bestu leikmennina frá því á síðasta tímabili, og þá voru þeir í næstefstu deild. Albert Ingason er farinn, Rasmus Christiansen er farinn og Bergsveinn Ólafsson hætti auðvitað óvænt, sem fyrirliði,“ segir Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur úr Pepsi Max-mörkunum. „Styrkleiki liðsins myndi ég halda að sé í miðvarðaparinu. Hans Guðmundsson er farinn niður í miðvörðinn og verður þar með Torfa Tímoteus, og þar held ég að sé styrkleiki Fjölnisliðsins. En við vitum ekkert með Fjölnisliðið núna, því það eru þessir þrír stóru póstar farnir. Ásmundur Arnarsson hefur staðið frammi fyrir mörgum, flóknum verkefnum í þessu lífi en þetta verður sérstaklega flókið,“ segir Hjörvar. Auk Torfa og Hans nefnir Hjörvar ungan leikmann af markahrókskyni sem gæti stolið senunni hjá Fjölni: „Ég treysti á að Hallvarður Óskar Sigurðsson slái í gegn í sumar.“ Sagan Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... A-deild (6. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... B-deild (4. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... D-deild (4. sæti) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... Ekki til Fyrir sextíu árum (1960) ... Ekki til VÍSIR/TOGGI Fjölnir er að koma upp í úrvalsdeildina í þriðja sinn síðan að fjölgað var í tólf lið. Fjölnir var í tvö tímabil í deildinni frá 2008 til 2009 og svo aftur í fimm tímabil frá 2014 til 2018. Það hefur verið mjög erfitt að spá fyrir um gengi Fjölnisliðsins þessi sjö ár liðsins í efstu deild. Í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna hafa þeir alltaf verið þremur sætum eða meira frá því að setja Grafarvogsliðið í rétt sæti. Fjölnir vann ekki B-deildina í fyrra en var engu að síður með langbestu markatöluna og var það lið sem vann langflesta stórsigra í deildinni síðasta sumar. Toppmenn Fjölnis í tölfræðinni á síðasta tímabili VÍSIR/TOGGI Fjölnir missti markahæsta leikmann sinn, Albert Brynjar Ingason, í Kórdrengi en af þeim sem spila áfram með liðinu í sumar er Ingibergur Kort Sigurðsson sem skoraði sjö mörk í B-deildinni í fyrra eða tveimur mörkum minna en Albert. Markvörðurinn Atli Gunnar Guðmundsson lék flestar mínútur af öllum í liðinu í B-deildinni í fyrra en það var ekki langt í Arnþór Breka Ástþórsson. Hans Viktor Guðmundsson og Guðmundur Karl Guðmundsson fengu flest gul spjöld eða sex hvor. Að lokum Fjölnir er á leið í sitt áttunda tímabil í efstu deild.vísir/bára Fyrirfram má búast við því að Fjölnismenn verði með vindinn í fangið í sumar. Þeir hafa misst þrjá máttarstólpa og liðið er lakara en það sem lenti í 2. sæti í frekar slakri 1. deild á síðasta tímabili. Svo er spurning hvernig brotthvarf Bergsveins fer í Fjölnisliðið. Hann var ekki bara lykilmaður inni á vellinum heldur einnig leiðtogi utan vallar. Öfugt við hina nýliðana, Gróttu, hefur Fjölnir reynslu úr efstu deild og hún mun væntanlega hjálpa eitthvað til. En það er erfitt að sjá að leikmannahópurinn sé nógu sterkur til að halda Fjölni uppi.
Fjölnir í Grafarvogi 1 tímabil samfellt í efstu deild (2020-) 17 tímabil samfellt í efstu tveimur deildunum (2004-) Aldrei Íslandsmeistari 12 ár frá síðasta bikarúrslitaleik (2008) 4 ár frá besta árangri liðsins (4. sæti 2016) 4 ár frá sæti í efri hluta (2016) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 2 sinnum í 6. sæti
Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... A-deild (6. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... B-deild (4. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... D-deild (4. sæti) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... Ekki til Fyrir sextíu árum (1960) ... Ekki til
Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00