Dóttir Jordan segir að pabbi sinn hafi komið henni á óvart í „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2020 17:00 Jasmine Jordan með Air Jordan skó úr heimsfrægri skólínu föðurs síns. Getty/Alexander Tamargo/ Jasmine, dóttir Michael Jordan, hefur tjáð sig um sína upplifun af því að horfa á heimildarþáttarröðina „The Last Dance“ þar sem farið er yfir síðasta tímabil Michael Jordan með Chicago Bulls. Jordan hefur nefnilega gefið mikið af sér í viðtölum sínum í „The Last Dance“ og það eru ekki bara körfuboltaáhugamenn sem hafa séð meira af hans persónuleika en áður. Dóttir Jordan segir að pabbi sinni hafi komið henni á óvart í þáttunum. Jasmine Jordan er eina dóttirin sem Jordan átti með fyrri konu sinni Juanitu Savoy en hún fæddist í desember árið 1992 og var því enn bara fimm ára þegar Chicago Bulls vann titilinn í júní 1998. Michael Jordan's daughter says she's surprised by her father in "The Last Dance" https://t.co/kxpPlSXzSG— Newsweek (@Newsweek) May 15, 2020 Jasmine Jordan var hissa á því að sjá faðir sinn tjá sig svo mikið um sitt líf en MJ hefur ekki verið mikið í fjölmiðlum síðan að körfuboltaskórnir fóru upp á hillu. „Það kom mér mikið á óvart að sjá hann því hann vill vera vera út af fyrir sig. Hann vill ekki tjá sig um þjóðfélagsmál og hann vill ekki bregðast við þótt að fólk vilji fá viðbrögð frá honum,“ sagði Jasmine Jordan í viðtali við Associated Press. „Ég hef horft á þættina og séð hann þar meyran og tilfinningasaman þar sem hann segir sína skoðun og fer yfir hlutina frá sínu sjónarhorn. Það hefur verið ótrúlegt að sjá þetta. Ég elska þetta líka því þetta sýnir öllum að hann er mannlegur sem margir hafa kannski gleymt. Eins og allir vita þá er hann einstakt undur og hann er Geitin. Hann er líka manneskja,“ sagði Jasmine Jordan. I m harassing him : Jasmine Jordan says she s been frequently texting her father, Michael Jordan, while learning more about him in the ESPN docuseries #TheLastDanceFull story by @GaryGHamilton: https://t.co/Dq7QNb1pCO pic.twitter.com/tQsNTN02Zi— AP Sports (@AP_Sports) May 14, 2020 Jasmine viðurkennir að samband hennar og pabba síns hafi orðið enn betra eftir að hann hætti að spila. Jasmine segir líka að það sé fullt af hlutum í þáttunum sem hún vissi ekki um áður. „Ég er stanlaust að senda honum skilaboð. Ég held að það hafi ekki verið einn þáttur þar sem ég vildi ekki fá að vita meira hjá honum. Ég var svo ung þarna og er því að upplifa þessa þætti sem aðdáandi,“ sagði Jasmine. „Ég var án efa pabbastelpa þegar ég var að alast upp. Hann kallar mig ennþá prinsessuna sína og ég er að verða þrítug,“ sagði Jasmine sem er nú búinn að gera Michael Jordan að afa. Hún segir að strákurinn hennar sé búinn að heilla afa sinn upp úr skónum og að hann geri allt fyrir hann. „Pabbi minn myndi eflaust leyfa syni mínum að komast upp með morð. Þeir eiga orðið ótrúlegt samband og það er gaman að sjá það vaxa og dafna,“ sagði Jasmine Jordan. That time when Jasmine Jordan, Michael Jordan's daughter, googled her dad at age 11 to see just how big of a deal her pops was. pic.twitter.com/1kOAVJ1FlH— The Undefeated (@TheUndefeated) May 17, 2020 NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Jasmine, dóttir Michael Jordan, hefur tjáð sig um sína upplifun af því að horfa á heimildarþáttarröðina „The Last Dance“ þar sem farið er yfir síðasta tímabil Michael Jordan með Chicago Bulls. Jordan hefur nefnilega gefið mikið af sér í viðtölum sínum í „The Last Dance“ og það eru ekki bara körfuboltaáhugamenn sem hafa séð meira af hans persónuleika en áður. Dóttir Jordan segir að pabbi sinni hafi komið henni á óvart í þáttunum. Jasmine Jordan er eina dóttirin sem Jordan átti með fyrri konu sinni Juanitu Savoy en hún fæddist í desember árið 1992 og var því enn bara fimm ára þegar Chicago Bulls vann titilinn í júní 1998. Michael Jordan's daughter says she's surprised by her father in "The Last Dance" https://t.co/kxpPlSXzSG— Newsweek (@Newsweek) May 15, 2020 Jasmine Jordan var hissa á því að sjá faðir sinn tjá sig svo mikið um sitt líf en MJ hefur ekki verið mikið í fjölmiðlum síðan að körfuboltaskórnir fóru upp á hillu. „Það kom mér mikið á óvart að sjá hann því hann vill vera vera út af fyrir sig. Hann vill ekki tjá sig um þjóðfélagsmál og hann vill ekki bregðast við þótt að fólk vilji fá viðbrögð frá honum,“ sagði Jasmine Jordan í viðtali við Associated Press. „Ég hef horft á þættina og séð hann þar meyran og tilfinningasaman þar sem hann segir sína skoðun og fer yfir hlutina frá sínu sjónarhorn. Það hefur verið ótrúlegt að sjá þetta. Ég elska þetta líka því þetta sýnir öllum að hann er mannlegur sem margir hafa kannski gleymt. Eins og allir vita þá er hann einstakt undur og hann er Geitin. Hann er líka manneskja,“ sagði Jasmine Jordan. I m harassing him : Jasmine Jordan says she s been frequently texting her father, Michael Jordan, while learning more about him in the ESPN docuseries #TheLastDanceFull story by @GaryGHamilton: https://t.co/Dq7QNb1pCO pic.twitter.com/tQsNTN02Zi— AP Sports (@AP_Sports) May 14, 2020 Jasmine viðurkennir að samband hennar og pabba síns hafi orðið enn betra eftir að hann hætti að spila. Jasmine segir líka að það sé fullt af hlutum í þáttunum sem hún vissi ekki um áður. „Ég er stanlaust að senda honum skilaboð. Ég held að það hafi ekki verið einn þáttur þar sem ég vildi ekki fá að vita meira hjá honum. Ég var svo ung þarna og er því að upplifa þessa þætti sem aðdáandi,“ sagði Jasmine. „Ég var án efa pabbastelpa þegar ég var að alast upp. Hann kallar mig ennþá prinsessuna sína og ég er að verða þrítug,“ sagði Jasmine sem er nú búinn að gera Michael Jordan að afa. Hún segir að strákurinn hennar sé búinn að heilla afa sinn upp úr skónum og að hann geri allt fyrir hann. „Pabbi minn myndi eflaust leyfa syni mínum að komast upp með morð. Þeir eiga orðið ótrúlegt samband og það er gaman að sjá það vaxa og dafna,“ sagði Jasmine Jordan. That time when Jasmine Jordan, Michael Jordan's daughter, googled her dad at age 11 to see just how big of a deal her pops was. pic.twitter.com/1kOAVJ1FlH— The Undefeated (@TheUndefeated) May 17, 2020
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum