„Ég hef heyrt margt ljótt um mig, sérstaklega frá konum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. maí 2020 14:00 Gurrý hefur verið einn vinsælasti einkaþjálfari landsins í mörg ár. MYND/EMILÍA ANNA „Ég hef heyrt að ég sé alltaf að reyna að drepa fólk í ræktinni, sé svakalega hörð og tillitslaus. Fyrst særði það mig því ég er ekki þannig, en ég veit hvaðan þetta kemur,“ segir Guðríður Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, í ítarlegu viðtali í DV í dag. Í viðtalinu kemur fram að hún sé skilin á að borði og sæng við eiginmann sinn Markús Má Þorgeirsson eftir 17 ára hjónaband. Gurrý er einn vinsælasti einkaþjálfari landsins. Hún segir að fólk líti á hana sem harða og erfiða og það hafi mikið til byrjað eftir að hún fór að birtast á skjánum í Biggest Loser. Mesta kryddið sýnt „Biggest Loser er auðvitað sjónvarpsefni þar sem búið er að klippa allt til, þannig að bara mesta kryddið er sýnt og samtöl jafnvel ekki sýnd í heilu lagi. Ég segi alveg það sem mér finnst, en ég er passlega næs,“ segir hún í samtali við DV. „Ég hef heyrt margt ljótt um mig, sérstaklega frá konum. Sumir eru bara fífl. En síðan eru eins og gengur aðrir sem vita ekki betur, draga upp einhverja mynd sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Auðvitað er það stundum óþægilegt að heyra hvernig fólk heldur að ég sé og misskilur mig. Ég veit að ég tala frekar hátt og er að reyna að vanda mig við að milda tóninn í röddinni. Ég geng um bein í baki og virðist hörð í gegn en er bara ósköp venjuleg kona sem fær appelsínuhúð og ber falleg ör eftir að hafa gengið með þrjú börn. Ég elska fólk og ég elska að fylgjast með árangri þeirra sem ég er að hjálpa. Ég er sátt við mig, líður vel þar sem ég er.“ Gurrý fór af stað með morgunæfingar á Vísi á dögunum og birtust nokkrir þættir þar sem fólk gat æft heima hjá sér í samkomubanni. Ástin og lífið Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Sjá meira
„Ég hef heyrt að ég sé alltaf að reyna að drepa fólk í ræktinni, sé svakalega hörð og tillitslaus. Fyrst særði það mig því ég er ekki þannig, en ég veit hvaðan þetta kemur,“ segir Guðríður Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, í ítarlegu viðtali í DV í dag. Í viðtalinu kemur fram að hún sé skilin á að borði og sæng við eiginmann sinn Markús Má Þorgeirsson eftir 17 ára hjónaband. Gurrý er einn vinsælasti einkaþjálfari landsins. Hún segir að fólk líti á hana sem harða og erfiða og það hafi mikið til byrjað eftir að hún fór að birtast á skjánum í Biggest Loser. Mesta kryddið sýnt „Biggest Loser er auðvitað sjónvarpsefni þar sem búið er að klippa allt til, þannig að bara mesta kryddið er sýnt og samtöl jafnvel ekki sýnd í heilu lagi. Ég segi alveg það sem mér finnst, en ég er passlega næs,“ segir hún í samtali við DV. „Ég hef heyrt margt ljótt um mig, sérstaklega frá konum. Sumir eru bara fífl. En síðan eru eins og gengur aðrir sem vita ekki betur, draga upp einhverja mynd sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Auðvitað er það stundum óþægilegt að heyra hvernig fólk heldur að ég sé og misskilur mig. Ég veit að ég tala frekar hátt og er að reyna að vanda mig við að milda tóninn í röddinni. Ég geng um bein í baki og virðist hörð í gegn en er bara ósköp venjuleg kona sem fær appelsínuhúð og ber falleg ör eftir að hafa gengið með þrjú börn. Ég elska fólk og ég elska að fylgjast með árangri þeirra sem ég er að hjálpa. Ég er sátt við mig, líður vel þar sem ég er.“ Gurrý fór af stað með morgunæfingar á Vísi á dögunum og birtust nokkrir þættir þar sem fólk gat æft heima hjá sér í samkomubanni.
Ástin og lífið Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Sjá meira